Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Allt að hundrað fórust  Talið er að allt að hundrað hafi týnt lífi þegar eldur blossaði upp í farþegaflugvél á alþjóðflugvellinum í Khartoum í Súdan í gær. » 14 Kemur fram í vísitölunni  Farið er að bera á minni umferð og minni sölu á bensínstöðvum eftir linnulausar hækkanir á bensín- og dísilverði að undanförnu. Hækk- anirnar hafa jafnframt haft áhrif á vísitölu neysluverðs. » Forsíða Umdeild ráðstöfun  Mjólkursamsalan hefur falið út- flutning mjólkurafurða í hendur fyr- irtækis fyrrverandi forstjóra, í því skyni að lækka kostnað og gera sóknina á erlenda markaði markviss- ari. Ráðstöfunin er umdeild. » 2 Úr síldinni í menninguna  Til stendur að breyta gömlu síld- arvinnslustöðinni á Akureyri í „menningarverksmiðju“, þar sem hópur listamanna vinni saman að hvers kyns sköpun og uppákomum. Hyggjast listamennirnir jafnframt styðja við nýsköpun á svæðinu. » 43 Hvítvínsneysla eykst  Sala á áfengi í lítrum talin í versl- unum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR, jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins, en athygli vekur að neysla á hvítvíni hefur stóraukist miðað við sama tíma í fyrra. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Áfram mjög gott mál? Forystugreinar: Aðferðir lögreglu | Stokkur bætir aðgengið Ljósvaki: Alhæfingar úr fílabeinsturni UMRÆÐAN» Hjartaheill fagna samningi … Álftanes – umdeilt deiliskipulag … Drögum úr skaðanum Allt í lagi á 171 km á klst.?  4  4  4 4  4  4  4 4  4  5  $6( / #, #$ 7#"##"  #    4 4  4 4 4 4 4 4 . 8 2 (   4 4  4 4  4  4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(88=EA< A:=(88=EA< (FA(88=EA< (3>((A G=<A8> H<B<A(8?H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 16 °C | Kaldast 8 °C  Hæg NV eða breyti- leg átt, víða léttskýjað. Skýjað með n- og v- ströndinni og hætt við þokubökkum á annesjum. » 10 Borgarleikhúsið óskar eftir 400 stól- um úr eigu almenn- ings til að nota í nýj- um söngleik Ólafs Hauks. » 35 LEIKLIST» Vilja 400 stóla TÖLVULEIKIR» Hilmar hefur gríðarleg áhrif í leikjunum. » 41 Kári Sturluson hef- ur verið umboðs- maður fjölda hljóm- sveita en nú ætlar hann að fækka um- bjóðendum. » 34 TÓNLIST» Er minna í raun meira? KVIKMYNDIR» Ný mynd frá Shyamalan frumsýnd í kvöld. » 39 FÓLK» DiCaprio leikur guðföður tölvuleikjanna. » 37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Vill losna við Beckhamhjónin 2. Ásdís Rán selur 3. Ólafur Skúlason biskup látinn 4. Vörubílstjóri lést í aðgerðum …  Íslenska krónan veiktist um 1% Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „STÆRÐFRÆÐIN er þannig að ef maður leggur mikið á sig þá er auð- velt að fá 10,“ segir Höskuldur Pét- ur Halldórsson sem mun útskrifast úr stærðfræði frá Háskóla Íslands næsta laugardag. Hann var með 10 í einkunn í svo til öllum fögum. Heldur utan í doktorsnám Ein nía gerði það að verkum að Höskuldur er með tæplega 10 í meðaleinkunn en hann segir prófið í því fagi hafa verið fullerfitt. Góður námsárangur er engin nýlunda hjá Höskuldi en fyrir þremur árum fékk hann 9,90 í meðaleinkunn á stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík – hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið í sögu skól- ans. Höskuldur stefnir ótrauður áfram í frekara stærðfræðinám og í haust mun hann hefja doktorsnám í stærðfræði við MIT-háskólann í Bandaríkjunum (Massachusetts Institute of Technology). Höskuldur segir það verða mjög spennandi en námið mun taka 4-5 ár. Í sumar mun hann starfa við áhættustýringu hjá Kaupþingi en spurður hvað hann geri í tómstundum svarar hann skjótt og ákveðið: „Fyrst og fremst spila fótbolta með Fótbolta- og fjárfestingarfélaginu Söllen- berger.“ Blaðamaður forvitnast að lokum hvort hann búi yfir einhverju leynd- armáli til að ná jafngóðum náms- árangri og raun ber vitni. „Úff, ég hef fengið þessa spurningu oft,“ segir Höskuldur og stendur því ekki á svörum. „Það skiptir máli að vera duglegur og hafa rétt hugarfar.“ Hann segir það hafa gerst áður að nemandi náði 10 í meðaleinkunn á BS-prófi í stærðfræði. „Munurinn á stærðfræði og öðrum fögum er sá að það er hægt að fá 10 í stærðfræði en kannski ekki öllum öðrum fög- um. Ef maður kann efnið 100% þá fær maður 10. Þetta er enginn utanbókarlærdómur í stærðfræðinni heldur þarftu bara að skilja þetta.“ Með 10 í næstum öllu Meðaleinkunn á BS-prófi í stærð- fræði tæplega 10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Klár Höskuldur Pétur Halldórsson segir dugnað og rétt hugarfar skipta sköp- um við að ná góðum námsárangri. Það hefur a.m.k. dugað honum vel; hann dúxaði í MR fyrir þremur árum og er með tæplega 10 í meðaleinkunn í HÍ. AMY Engilberts, dóttir list- málarans Jóns Engilberts, ánafnaði Listasafni Íslands 14 milljónum króna úr dánarbúi sínu, en Amy lést hinn 17. des- ember síðastliðinn. Þar að auki fær safnið þrjú mynd- verk eftir Jón. Að sögn Halldórs Björns Runólfssonar, safnstjóra Listasafns Íslands, verður féð notað til kaupa á nýrri íslenskri myndlist, og verður 1,4 milljónum króna varið til slíkra kaupa á hverju ári næstu tíu ár. Að því búnu verður sett upp sýning með þeim verkum sem keypt hafa verið. Alls getur safnið keypt verk fyrir um 20 millj- ónir króna á hverju ári, og því er ljóst að um töluverða búbót er að ræða. | 17 Ánafnaði LÍ 14 milljónum króna Amy Engilberts LÆÐAN Varða vissi ekki hvað hún átti að halda um þennan óvænta gest sem kom suðandi inn um gluggann hennar og barðist svo jafnharðan við að komast út um hann aftur. Þær sluppu þó báðar óskaddaðar hvor frá ann- arri, kisa komst óstungin í síðdegislúrinn og bý- flugudrottningin endurheimti frelsið með væng- ina heila til að draga áfram björg í bú. Stefnumót á gluggasyllu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hunangsflugan heillaði Vörðu JÓN Arnór Stefánsson körfu- knattleiksmaður er að öllum líkindum á förum frá ítalska liðinu Roma eftir þetta tíma- bil. Hann átti drjúgan þátt í sigri liðsins á Siena, 84:70, í fjórða leiknum um ítalska meistaratitilinn í gærkvöld en flest bendir til þess að lykil- menn liðsins hverfi á braut að tímabilinu loknu, ásamt þjálf- aranum. „Það getur verið betri kostur að fara eitthvað annað,“ sagði Jón Arnór Stefánsson við Morgunblaðið í Rómar- borg í gær. | Íþróttir Jón Arnór er á förum frá Roma Jón Arnór Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.