Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 35                                 !  "          #      #  $       #      #  #    %     #    # $ # & '    &$     ( )  %     #      # # *          &  #   # $     &        &           +    #  ,   #  #     ))      #       #      -  .          /     ))      0-     # #              !!"#$% & #'(% &()*%+ ,  -.// & #0(% &1 /(2$%3%(                !" # $% & ' %' ' ()*+ $ % '   %  &                     - .    & " / 1   & 0               !""   #  $"%"  &'                                              - kemur þér við Sérblað um börn og uppeldi fylgir blaðinu Bloggið geymt á Landsbókasafni Sjö milljarða lánum Nýsis skuldbreytt Góð ráð til að spara eldsneyti í kreppunni Jón Arnór á Porsche jeppa í Róm Hverjar eru fallegustu fótboltakærusturnar? Hvað ætlar þú að lesa í dag? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „10. júní sl. birti Morgunblaðið grein undir fyrirsögn- inni Vanþroska kvikmyndaiðnaður? Nokkur atriði í greininni þarfnast frekari umræðu og þarf að leiðrétta staðreyndavillur. Undirritaður er nú- verandi formaður Félags kvikmyndagerðarmanna en ég er ekki í stjórn SÍK eins og sagt er í greininni. Blaða- manni er vorkunn þar sem hann hefur stuðst við upplýs- ingar á heimasíðu SÍK (Samtök íslenskra kvikmynda- framleiðenda) sem hefur ekki verið uppfærð í þrjú ár. Ég sat í stjórn SÍK til 12. desember 2006. Í greininni kemur fram í viðtali við Baltasar formann SÍK að „Hjálmtýr Heiðdal hafi staðið í stöðugum árásum á SÍK síðan hann náði ekki endurkjöri í stjórn félagsins og varð formaður FK“. Það sem formaður SÍK kallar árás- ir er á venjulegu máli kallað gagnrýni og athugasemdir. Það segir sína sögu um ástandið innan SÍK að sú gagn- rýni sem ég hef sett fram flokkast undir árásir hjá for- manninum. Undir stjórn Baltasars hefur sigið á ógæfu- hliðina hjá félaginu. Félagsfundur hefur ekki verið haldinn árum saman, samþykktir aðalfundar eru ekki virtar og ekkert samband er haft við aðildarfélög. Þau vita því ekkert um það sem stjórnin aðhefst. Þeir sem þekkja til venjulegra félagsstarfa skilja að hér eru málin ekki eins og þau eiga að vera. Síðustu fjórir aðalfundir félagsins hafa samþykkt að breyta skuli lögum félagsins og punktakerfi SÍK. Ekk- ert hefur gerst í þessum málum. Laganefnd félagsins, sem ég sit í, starfaði hluta ársins 2007 en hefur aðeins haldið einn fund á yfirstandandi starfsári. Endurskoð- unarnefnd punktakerfisins hefur sömuleiðis aðeins hald- ið einn fund. Innan laganefndarinnar er deilt um hug- myndir Baltasars o.fl. um misvægi atkvæða milli framleiðenda bíómynda og annarra framleiðenda. Lítið dæmi um það hvernig menn túlka deilur má sjá í fund- argerð aðalfundar 2006. Þá lagði ég til aðrar tillögur en sá hluti laganefndar sem fylgir stjórninni að málum. Í fundargerð er skráð: „var ekki farið að ræða efnislega lagabreytingatillögur Hjálmtýs Heiðdal / Seylunni, en hann hafði klofið sig út úr lagabreytinganefndinni“. Deilur um efnisatriði eru túlkaðar þannig að ég hafi klofið mig út úr nefndinni. Ég veit ekki betur en að ég sé enn í nefndinni þótt hún sé ekki að vinna sín verk sem aðalfundur fól henni. Það eru enn bráðabirgðaákvæði frá 1999 í lögum SÍK. Ekkert gengur að fá þeim breytt þrátt fyrir ákvarðanir aðal- funda eins og fyrr segir og það segir sína sögu. Deilurnar innan SÍK snúast um starfshætti stjórnar annarsvegar og hinsvegar um hugmyndir bíómyndaframleiðenda um misvægi atkvæða. Baltasar útskýrir sitt sjónarmið í Mbl.: „Núna hefur einyrki með engan nema sjálfan sig í vinnu jafnmikið atkvæðavægi og fyrirtæki sem fram- leiða nokkrar bíómyndir í einu og eru með nokkra fram- leiðendur í húsinu hjá sér. Það er alls ekki eðlilegt hlut- fall,“ segir Baltasar og tekur dæmi: „Ég og Agnes í mínu fyrirtæki erum bæði starfandi framleiðendur en erum bara með hálft atkvæði hvort á meðan einyrkinn er með eitt, og sömuleiðis fyrirtæki sem hafa ekki gert bíómynd í tíu ár.“ Hið rétta er að nú hefur fyrirtæki Baltasars, Sögn, eitt atkvæði, hálft atkvæði er ekki til í lögum félagsins. Hann kýs að túlka þetta með þessum hætti til þess að samanburðurinn við einyrkjann verði sem átakanlegastur. Það er nokkuð langt mál og flókið að fjalla um þessar deilur um atkvæðamisvægi. Meg- inmálið er að innan SÍK er framleiðendum heim- ildamynda nú þegar mismunað og að stjórn félagsins vill auka það misvægi enn frekar með misvægi atkvæða bíó- myndaframleiðendum í hag. Samanburður Baltasars á einyrkja og stærri fyrirtækjum er villandi. Kjarni hug- myndanna sem stjórn SÍK, undir forystu Baltasars, vill koma á snýst um að mismuna kvikmyndaframleiðendum eftir því hvaða tegund kvikmynda þeir framleiða en ekki eftir framleiðslumagni. Heimildamyndaframleiðslufyr- irtæki, sem væri jafnvel stærra en bíómyndafyrirtæki Baltasars, mun sitja skör lægra innan SÍK samkvæmt núverandi lögum og enn frekar nái nýjar lagatillögur Balatasarsstjórnarinnar fram að ganga. Hjálmtýr Heiðdal“ Yfirlýsing Hjálmtýr Heiðdal Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LUMAR þú á stól eða stólum sem þú notar ekki lengur? Borgarleik- húsið ætlar 10. október nk. að frum- sýna nýjan söngleik eftir Ólaf Hauk Símonarson, Fólkið í blokkinni. Nú vantar ríflega 400 stóla fyrir sýn- inguna og er leitað til landsmanna allra eftir þeim. Þeir sem eiga stól, eða stóla, ættu að skreppa með þá í leikhúsið á morgun, 12. júní, milli kl. 16 og 18, og fá boðsmiða á sýn- inguna að launum. Í hvað stólarnir verða nýttir er algjört leyndarmál og verður fram á haust. Þægilegir stólar úr borðstofum, eldhúsum, fundarherbergjum eða skólastofum eru litnir sérstaklega hýru augu en fyrirferðarmiklir hæg- indastólar eru afþakkaðir. Stendur og fellur með stólunum Ólafur Haukur er jafndulur og aðrir sem koma að sýningunni þeg- ar gengið er á hann um hvað stóla- málið snýst og segir „no comment“. Hann biður Reykvíkinga og alla landsmenn að hjálpa sér og leikhús- inu með því að gefa alla þá stóla sem menn mega missa. Verkið standi og falli með stólunum. „Þeir verða lykilatriði í sýningunni,“ segir Ólafur Haukur kíminn og dulur. Söngleikurinn er byggður á lög- um eftir Ólaf Hauk sem gefin voru út á tveimur barna- eða fjölskyldu- plötum, Fólkinu í blokkinni og Allt í góðu, og fjórtán smásögum úr bók- inni Fólkið í blokkinni. Í söng- leiknum segir af fólki sem býr í blokk í Reykjavík. Blokkarbúarnir ákveða að setja upp söngleik um sjálfa sig en húsvörðurinn Robbi er ekki par hrifinn af hugmyndinni og reynir að koma í veg fyrir að söng- leikurinn verði frumsýndur. Meðal persóna er Hárfinnur hár- fíni og er hann forsprakki hljóm- sveitarinnar Sóma. Margir muna ef- laust eftir lagi sem leikarinn Eggert Þorleifsson söng um kauða á plöt- unni Fólkið í blokkinni sem kom út fyrir átta árum. Þrusugóð sem Joplin Æfingar eru hafnar í Borgarleik- húsinu á söngleiknum í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. Fjöldi þekktra leikara mun taka þátt í uppsetningu verksins, svo sem Jó- hann Sigurðarson og Halldóra Geir- harðsdóttir auk Söru Marty og Guðjóns Davíðs Karlssonar. Geir- fuglarnir sjá um tónlistarflutning í sýningunni, sem hljómsveitin Sómi, og Jón Ólafsson er tónlistarstjóri. Fillippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas sjá um hönnun leik- myndar og búninga. Annað verk eftir Ólaf Hauk, Janis 27, verður frumsýnt í ágúst í Ís- lensku óperunni. Í verkinu er ævi- saga rokkstjörnunnar Janisar Jopl- in rakin og varpað ljósi á manneskjuna á bakvið goðsögnina. „Hún er þrusugóð í þessu,“ segir Ólafur Haukur um frammistöðu leikkonunnar Ilmar Kristjánsdóttur en hún fer með hlutverk Joplin. Auk þessa má geta að handriti er lokið að kvikmynd sem byggist á skáld- sögu og leikriti Ólafs Hauks, Gaura- gangi. Átt þú stóla fyrir Óla? Borgarleikhúsið óskar eftir því að fá ríflega 400 stóla gefins frá landsmönnum vegna uppsetningar á söngleik eftir Ólaf Hauk Símonarson sem frumsýndur verður í haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Stóla á stóla Ólafur Haukur með leikstjóra Fólksins í blokkinni, Unni Ösp, í myndatöku í Borgarleikhúsinu í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.