Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Munnsöfnuður Þór- arins H. Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, og djúpstætt persónulegt hatur á bæjarstjóranum í Kópavogi ber ofurliði allar tilraunir hans til umræðu um skipulags- mál í bænum. Framganga hans hef- ur oft ofboðið mér en eftir óhróð- urinn, sem Morgunblaðið dreifði fyrir hann á sunnudag, get ég ekki orða bundist. Ruddaskapur hans í ræðu og riti sýnir hversu illa honum fer að fella palladóma um annað fólk. Að mati Þórarins eru bæjaryfirvöld í Kópavogi spillt: „Bæjaryfirvöld gerðu hið óhugsandi og kusu að ganga til liðs við lóðabraskarana og verktaka í stað þess að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og brugðust þar með al- gerlega hlutverki sínu.“ „Verktakar hafa síð- an notið sérstakrar fyrirgreiðslu í bæjarfélaginu, því þeir virðast geta starfað án tilskil- inna leyfa og ekki eru gerðar kröfur til þeirra varðandi nánasta um- hverfi.“ Þórarinn sakar bæjaryfirvöld um siðleysi: „Ég hef upplifað ótrúlegan hroka og valdníðslu bæjarstjórnarmeiri- hlutans sem skirrist ekki við að beita hálfsannleik, útúrsnúningum, ósannindum og vægast sagt ótrú- verðugri tölfræði þegar það hentar málflutningi þeirra.“ „Það þarf ríkulegan skammt af siðblindu til að geta túlkað þessa niðurstöðu sem hvítþvott fyrir stefnu bæjarins í skipulagsmálum.“ Þórarinn kvartar undan hroka en vílar ekki fyrir sér að ausa bæj- arstjórann persónulega auri: „Ég las í tímariti ekki fyrir löngu að bæjarstjórinn titlaði sig doktor í drullu þegar vel liggur á honum. Aldrei þessu vant þá er ég sammála bæjarstjóranum. Fyrir mitt leyti er það réttnefni, enda veruleg skíta- lykt af þessu máli öllu. Í sömu grein var því haldið fram að hann væri hörkuduglegur og skarpgreindur. Ég efast ekki um dugnað þinn Gunnar en ég sakna sárlega að þú nýtir ekki umræddar gáfur í þessu máli okkur öllum til hagsbóta.“ Þórarinn bítur svo höfuðið af skömminni þegar hann líkir bæj- arstjóranum við nasista: „Ég geri fleyg orð sir Winston Churchill, sem var forsætisráðherra Bretlands í seinna stríði, að loka- orðum mínum, en hann mælti þessi orð eftir sögulegan sigur Banda- manna á Þjóðverjum við El Alamein um miðbik seinna stríðs: „Þetta er ekki endirinn, þetta er ekki einu sinni upphafið á endinum, heldur mögulega endirinn á upphafinu.“ Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að þarna sé ég samtökin Betri byggð á Kársnesi í hlutverki bandamanna í þessari samlíkingu og þá segir það sig sjálft í hvaða hlut- verki bæjarstjórinn er.“ Ég bið Gunnar I. Birgisson afsök- unar á því að birta þennan maka- lausa róg og persónuárásir Þórarins H. Ævarssonar en það er óhjá- kvæmilegt því að hans eigin orð lýsa best þeim manni sem hann hefur að geyma og hvort mark er á honum takandi. Finnst IKEA og íbúasamtök- unum Betri byggð á Kársnesi vera sómi að svona forsvarsmanni? Ómerkingur úr tengslum við raunveruleikann Aðalsteinn Jónsson gerir athugasemdir við málflutning Þórarins H. Ævarssonar » Finnst IKEA og íbúasamtökunum Betri byggð á Kársnesi vera sómi að svona for- svarsmanni? Aðalsteinn Jónsson Höfundur er sjálfstæðismaður og áhugamaður um byggð í heimabæ sínum Kópavogi. ÁSTÆÐA er til að fagna því að hinn nýi Tækniskóli – skóli at- vinnulífsins – býður nemendum úr grunn- skólum að hefja nám í grunndeild málmiðna í haust. Vert er að vekja athygli á þessu nú þegar nemendur úr efstu bekkjum grunnskóla gera upp hug sinn um hvert leita skal um frekara nám. Með nýsam- þykktum lögum um framhaldsskóla er verk- og starfsnám lagt að jöfnu við bók- nám og greið leið til frekara náms eftir að iðnnámi lýkur fyrir þá sem það kjósa. Þessi nýja skipan ætti að auka áhuga metnaðarfullra ungmenna á iðnnámi sem sannarlega er bæði fjölbreytt og áhugavert og veitir ýmsa möguleika sem öðrum gefast ekki. Í málm- og véltækniiðnaði er t.d. mikil eftirspurn eftir góðum iðnaðarmönnum til tæknilegra krefjandi verkefna í góðu starfs- umhverfi sem gefa ágætar tekjur. Því er tímabært að vekja at- hygli ungs fólks og foreldra þeirra á iðnnámi og skoða vel það sem stendur til boða á þeim vettvangi. Í málm- og véltækniiðnaðinum er nú um tugur skóla víða um land sem reka grunn- deildir málmiðna sem tekur tvo vetur. Að þeim loknum þurfa nemendur að taka ákvörðun um hvort farið er í blikksmíði, málmsteypu, renni- smíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Sá hluti námsins tekur tvær annir í skóla og auk þess fimmtán mánuði í starfsþjálfun á vinnustað. Síðan lýk- ur náminu á sveins- prófi og er það við- urkenning á eftirsóttum og sér- hæfðum starfskrafti. Að þessum fjórum ár- um liðnum eru uppi tveir valkostir: halda áfram námi eða fara að út á vinnumark- aðinn með full rétt- indi í sínu fagi. Með þessum línum er hæfi- leikaríkt ungt fólk, sem er að ljúka grunnskólanámi, hvatt til að kynna sér áhugavert nám í málm- og véltækni. Tækniskólinn og tug- ur annarra skóla bjóða nám í grunndeildum málmiðna. Á hinum endanum bíða málmtæknifyrirtæki sem þurfa á góðum og vel mennt- uðum iðnaðar- og tæknimönnum að halda næstu ár og áratugi. Þar mun tæknisamfélagið blómstra í framtíðinni. Málmiðnaður í Tækniskólanum Brynjar Haraldsson skrifar um nýtt nám í málm- og véltækni Brynjar Haraldsson »Með nýsam- þykktum lögum um fram- haldsskóla er verk- og starfs- nám lagt að jöfnu við bók- nám. Höfundur er formaður Málms, vélvirki- og tæknifræðingur. ÉG sá ekki betur en að Bragi Ásgeirsson væri að kveðja les- endur í seinustu myndlistargrein sinni hér í Morgunblaðinu. Bragi hefur ritað greinar og rýni hér í blaðið í ríflega fjóra áratugi – geri aðrir betur. Hann hefur far- ið víða um lönd og álfur og miðl- að myndmenningu af fjarlægum slóðum heim til Íslandsstranda. Þannig hefur hann auðgað mynd- sýn okkar og fært okkur les- endur nær straumum og stefnum í myndlist samtímans. Fátt er mikilvægara góðum gagnrýnanda en reynsla og yf- irsýn. Hér kemur löng ganga um lendur myndlistarinnar heldur betur að gagni. Að vísu er erf- iðara að rýna í myndlist núsins vegna þess oft þrönga samtals sem myndlistarmaðurinn á við aðra myndlistarmenn og inn- vígða. Listsagnfræðingar eru líka teknir að móta listasöguna í krafti yfirráða yfir söfnum. Bragi virðist ekki alltaf glaður með þessa sjálfheldu myndlistarinnar og þann kalda veruleika sem hef- ur á margan hátt breytt mynd- listinni í nýjan veruleika. En Bragi hefur í senn afrekað að víkka sýn okkar á myndlist- arsviðið og líka sett spurning- armerki við marga tískusveifl- una. Dagblað fer gjarnan í öskutunnu morgundagsins. En andblær menningar vakir áfram í hugskoti lesandans og rýfur þagnarmúra. Ólafur M. Jóhannesson Ég sakna Braga Höfundur er ritstjóri. STJÓRN Hjarta- heilla, landssamtaka hjartasjúklinga, fagnar hjartanlega samningi hjartalækna og heil- brigðisráðuneytisins sem tók gildi 5. maí sl. Þar með eru hjarta- sjúklingar ekki lengur háðir tilvís- unarskyldu til hjartalæknis en sú kvöð hefur hvílt á hjartasjúklingum og þeim sem þurft hafa á hjarta- lækni að halda í rúm tvö ár. Á fundi sem fulltrúar Hjarta- heilla áttu með heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, síðastlið- inn vetur lýsti ráðherra yfir ein- dregnum vilja til að ná sam- komulagi við hjartalækna en sú vinna mundi fara fram samhliða samningagerð við aðra sér- fræðilækna en hjá allmörgum læknastéttum rann samningstíminn út nú í vor. Á fundum samtakanna með hjartalæknum og fulltrúum ráðu- neytisins kom einnig fram sami vilji til samkomulags þrátt fyrir að hvor- ugur aðili virtist hafa fjárhagslegan ávinning af því. Báðum samningsað- ilum var hins vegar ljóst að óbreytt ástand bitnaði fyrst og fremst á hjartasjúklingum. Sjúklingar þurfa nú ekki lengur að leggja út fyrir öllum kostnaði vegna þjónustu hjartalækna og sækja síðan um endurgreiðslu á hluta sínum til Tryggingastofnunar heldur einungis að greiða sinn hlut í kostnaði við þjónustuna. Samningurinn gildir um alla hjartalækna sem voru í starfi í apríl 2008 og tekur til þjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa. Samningurinn gildir frá 5. maí 2008 til og með 31. mars 2010. Meginmarkmið með samningum við hjartalæknana er að tryggja bætta þjónustu við hjartasjúklinga og gera leið sjúklinga að þjónustu þeirra greiðari og sambærilega við það sem gildir um aðra sér- fræðiþjónustu. Samningurinn milli samninga- nefndar heilbrigðisráðherra og hjartalækna er á sömu nótum og samningur sem undirritaður var fyrir skömmu og tekur til þjónustu annarra sérfræðilækna. Stjórn Hjartaheilla þakkar báð- um aðilum fyrir að samningar skuli nú hafa tekist. Hjartaheill fagna samningi við hjartalækna Guðmundur Bjarnason og Ásgeir Þór Árnason fagna samningi Hjartaheilla og heilbrigðis- ráðuneytis Guðmundur Bjarnason » Stjórn Hjartaheilla fagnar samningi hjartalækna og heil- brigðisráðuneytisins sem tók gildi 5. maí sl. Guðmundur er formaður og Ásgeir Þór er framkvæmdastjóri Hjartaheilla. Ásgeir Þór Árnason Á bæjarstjórn- arfundi Álftaness hinn 22. maí sl. var sam- þykkt nýtt miðbæj- arskipulag. Það var samþykkt með atkvæð- um meirihluta Á-lista gegn atkvæðum minni- hluta D-lista. Skipu- lags- og byggingarfull- trúa var falið að senda deiliskipulagstillöguna til sam- þykktar hjá Skipulagsstofnun og auglýsa niðurstöður. Skipulag þetta hefur verið skírt Grænn miðbær. Á Álftanesi hefur lengi verið ágreininngur um skipulag og upp- byggingu miðsvæðisins. Þannig risu á síðasta kjörtímabili mótmæli, sem byggðust á huglægum rökum eins og að gildandi skipulag uppfyllti ekki kröfur íbúa, hús væru ljót o.s.frv. Við síðustu kosningar náði Á-listi meirihluta með þriggja atkvæða mun. Þeir hreinlega hentu því skipulagi sem var í gildi og köst- uðu þar með tugmillj- ónafjárfestingum í þeirri vinnu. Ekki tókst betur til með nýtt skipu- lag en að nú risu aftur mótmæli, kröftugri en nokkru sinni fyrr. Ríf- lega helmingur kosn- ingabærra manna mót- mælti. Megininntak mótmælanna var að ekki skyldi leggja svo- kallaðan Skólaveg og ekki skyldi klippa veg- inn Breiðumýri í sundur. Það skipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn hinn 22. maí sl. er áfram með Skólaveg, sem þó hefur fengið nýtt nafn og stefnu vegarins aðeins verið hnikað. Áfram á að klippa í sundur Breiðumýri. Margvíslegar aðrar breytingar hafa þó verið gerðar eins og að lækka hús um 10 sm, minnka byggingarmagn og flytja bensínstöð. Það er óhætt að segja að þessar breytingar eru til bóta, enda það skipulag sem kynnt var meingall- að. Á heimasíðu bæjarins er bókað: „Bæjaryfirvöld þakka fyrir áhuga og þátttöku íbúa, en niðurstaða deili- skipulagsvinnunnar er einmitt dæmi um það hvernig umræða frá íbúum leiðir til nýrri og betri lausna í skipu- lagi.“ Staðreyndirnar tala sínu máli. Á- listi hefur nú samþykkt skipulag sem er enn með sömu grunnþáttum og ríf- lega helmingur kosningabærra íbúa mótmælti, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri. Það er sérkennilegt að þakka íbúum fyrir ábendingar um leið og ekki er tekið tillit til helstu grunnþátta sem íbúar gerðu athugasemdir við. Álftanes – Umdeilt deiliskipulag samþykkt Gísli Gíslason skrifar um skipu- lagsmál á Álftanesi Gísli Gíslason » Samþykkt skipulag sem er með sömu grunnþáttum og íbúar mótmæltu, þ.e. með Skólaveg og sundur- klippta Breiðumýri. Höfundur er lífefnafræðingur og íbúi á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.