Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 7 FRÉTTIR KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík- ingur hefur fengið vilyrði fyrir að stækka athafnasvæði sitt í Fossvogi eftir að núgildandi leigusamningur við gróðrarstöð- ina Mörk rennur út, árið 2016. Þetta var sam- þykkt á fundi Borgarráðs Reykjavíkur í gærmorgun. Um er að ræða lóð á svæði gróðr- arstöðvarinnar. Jafnframt samþykkti borgarráð að beina því til skipulagsráðs að það láti kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar Markar í samráði við eigendur hennar. haa@mbl.is Víkingar fái stærra svæði STUTT •Sjónvarpsstöðin ÍNN á Fiskislóð 14 óskar eftir að ráða eldhressan dugnaðarfork til að móta og veita forstöðu markaðsdeild, sem tekur til starfa um miðjan ágúst. •ÍNN sendir út á rás 20 á digital island og mun frá ágústbyrjun einnig senda á rás 20 á adslkerfi Símans. •ÍNN verður þannig aðgengilegt öllum sjónvarpsnotendum þessara tveggja kerfa um allt land. •ÍNN er talsjónvarpsstöð, sem lætur sér helst ekkert óviðkomandi. •Þáttastjórnendur ÍNN koma úr sölum alþingis, sveitarstjórna, viðskiptalífi, háskólasamfélagi, neytendabaráttu, mannréttindabaráttu og flestum musterum daglegs lífs á eyjunni bláu. •ÍNN fjallar um málefni í örlátum tímaramma, brýtur þau til mergjar án tímapressu Kastljóss Rúv og Íslands í dag Stöðvar 2. •Rekstur ÍNN byggist á auglýsingasölu, þáttakostun og sölu á upptöku- og útsendingartíma. •Auglýsingarverð ÍNN eru sannkölluð bónusverð í samanburði við keppinauta á Rúv og ljósvakamiðlum 365. •ÍNN er að verða þjóðarstöð, sem allir hugsandi Íslendingar, og hinir líka, munu horfa á einhvern tíma sólarhrings enda okkar efni sent út 24/7. •Laun verða örugglega breytileg en vinnan þeim mun skemmtilegri. •Viðkomandi þarf að vera búinn undir að farða stjórnendur og gesti, stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti, vaska upp og vera almennt skemmtilegur og í góðu skapi. •Þeir sem hafa áhuga, þrek og þor til að gera eitthvað skemmtilegt í skugga þingbundinnar ríkiskúgunar í ljósvakamiðlun í boði varafor- manns Sjálfstæðisflokksins og ægilegra hagsmunatengsla 80-100 verslana Haga við 365 miðla, sendi umsóknir merktar „ÍNN til allra átta” til mbl.is. Markaðs- og kynningarstjóri óskast Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Húnavakan, hin árlega menningar– og fjölskylduhátíð, hefst í kvöld á Blönduósi með dægurlagakeppninni Vökulögunum. Á dagskrá hátíðarinnar, sem standa mun yfir um helgina, kennir margra grasa og áhugasamir geta séð hana á huni.is. Þessi hátíð er orðin fastur liður í menningarlífi Blönduóss og nýta margir brottfluttir Blöndu- ósingar tækifærið til að endurnýja kynnin við sinn gamla bæ og gömlu félaga. Vitað er að nokkrir gamlir bekkjarárgangar ætli að hittast sem og fermingarhópar. Hátíðin verður einnig með örlítið meiri hátíðarblæ í ár og tengist það því að Blöndu- ós átti fyrir skömmu 20 ára bæjarafmæli. Blásið til Húna- vöku í kvöld Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fegrun Krakkarnir í bæjarvinnunni á Blönduósi sáu til þess að bærinn yrði fallegur fyrir Húnavöku. MUN meira er af hrefnu á Faxaflóa nú en í fyrra og má rekja aukninguna til þess að meira er um sandsíli á svæðinu en áður. Stofnstærð hrefnu er metin á sex ára fresti og síðast 2007. Gísli A. Vík- ingsson, hvalasérfræðingur og yf- irmaður hvalarannsókna hjá Haf- rannsóknastofnuninni, segir að rannsóknin í fyrra hafi leitt í ljós mun minni hrefnugengd á landgrunninu en áður. Því hafi verið ákveðið að kanna hvort ástandið væri svipað í ár. Ekki hafi verið um fulla talningu að ræða heldur flugtalningu á 10 dögum. Tekist hafi að fara tvær umferðir yfir Faxaflóann, þar sem breytingin hafi verið mest í fyrra, og þó niðurstöður liggi ekki fyrir, sé ljóst að mun meira sé af hrefnu en í fyrra. Gísli segir að málið snúist fyrst og fremst um fæðu og meira virðist vera af sandsíli í Faxaflóa núna en í fyrra. steinthor@mbl.is Mikil aukning hrefnu á Faxaflóa HAFIÐ er hjá Matís rannsókn- arverkefnið Norðurkví, sem hefur það að markmiði að hanna og smíða sjókvíar sem uppfylla ýtrustu kröf- ur um styrk og þol fyrir íslenskar aðstæður. Ekki er óalgengt að tjón verði á sjókvíum vegna óvæginnar veðr- áttu hér við land, en ef að líkum lætur ber vinnan við þetta verkefni þann ávöxt að búa megi að eld- isfiskum í kvíum sem standa af sér refsivönd veðurofsans sem jafnan er von á Íslandi. Niðurstöðurnar munu því gagnast öllum þeim að- ilum sem sinna sjókvíaeldi við Ís- land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, SIN- TEF Fiskeri og havbruk, Hafrann- sóknastofnun, Veðurstofu Íslands og Hraðfrystihúsið Gunnvöru. Verkefnisstjóri er Jón Árnason. Sjókvíar upp- fylli kröfur RAGNAR Óm- arsson, mat- reiðslumeistari á DOMO, hefur tryggt Íslend- ingum þátt- tökurétt í einni virtustu mat- reiðslukeppni heims, Bocuse d’Or, í janúar á næsta ári. Jafnframt skipaði hann sér í flokk sex bestu matreiðslu- manna Evrópu í ár með velgengni sinni í Evrópukeppni Bocuse d’Or um síðustu helgi. Ragnar hafnaði í sjötta sæti. Ragnar einn af sex bestu Ragnar Ómarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.