Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 17 NÚ stendur yfir í Gerðarsafni sýning á verkum 22 listamanna sem voru til- nefnd til Carnegie-verðlaunanna 2008. Frá því að til verðlaunanna var stofnað 1998 hefur það vakið mikla athygli hvernig dómnefndin skil- greinir hvað er málverk. Sú gam- aldags afstaða að einskorða verð- launakeppni við eitt listform og taka síðan þá afstöðu að skilgreina mál- verkið á nokkuð frjálslegan hátt hef- ur helst gefið listaumræðunni tæki- færi til að endurnýja þreytta umræðu um hver séu skilin milli listmiðla. Þegar litið er yfir sýninguna í heild þá dettur manni fyrst í hug að þeir listamenn sem hafa valist til leiks í ár séu valdir með það í huga að vera sýnishorn þess tæknilega fjölbreyti- leika sem miðillinn býður upp á, á jaðri skilgreiningarinnar málverk frekar en á forsendum áhugaverðs innihalds. Þegar skilgreiningar á mörkum málverks var komin í þrot á síðustu öld og gat ekki verið áhuga- verð lengur fóru listamenn einfald- lega að vinna með mörk listarinnar í heild eða að leggja áherslu á mál- verkið sem miðil fyrir hugmyndir og tilfinningar. Það virkar kindarlega að þau tvö hreyfimyndaverk sem eru á sýning- unni er raðað í tvö verðlaunasæti af fjórum, virkar eins og það eigi að gefa í skyn einhverja róttækni og sýna að dómnefndin sé „frammúrstefnuleg“ í vali sínu. Ég held að úr því að Carne- gie Art Award setur málverkið í fyr- irrúm þá hefði verið mun áhugaverð- ara að sjá hvernig hægt er að vinna frjó og merkingarbær verk eingöngu innan þess ramma að mála mynd á tvívíðan flöt. Það sé hreinlega miklu meiri ögrun fólgin í því. Í veglegri bók sem gefin er út í til- efni sýningarinnar eru myndir af öll- um verkum tilnefndra sem bætir upp að ekki er hægt að sýna öll verkin á hverjum stað fyrir sig. Þá verður maður hissa hve fá og almenn orð eru höfð um verk listamannanna svo áhorfendur eru litlu nær um hvað það var í viðkomandi verkum sem heillaði dómnefndina. Í bókina skrifar María Del Corral að það sé ekki tækni sem sé ríkjandi stefna í málverkinu, frekar andi, af- staða, leið til að skilja list. Ég er ekki sammála, það er ákveðin tækni og ákveðin vinnubrögð (t.d. tækni við að forðast tækni) sem lýsa verkunum best en minna ber á afstöðu og allra minnst ber á anda. Það er helst í verki vinningshafans Torsten And- ersson sem hægt er að skynja and- lega nánd og djúpstæða tilfinningu og er hann vel að verðlaununum kominn. Sýningin í heild virðist veikari núna en undanfarin ár en býður engu að síður upp á fjölbreytt úrval af verkum eftir norræna listamenn. Þá er Carnegie Art Award viðburður sem er búin að festa sig í sessi sem einn stærsti listviðburðurinn á Norð- urlöndum og listunnendur hvattir til að fjölmenna á sýninguna og mynda sér sínar eigin skoðanir. Málverkið teygt og togað MYNDLIST Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Sýningin stendur til 10. ágúst. Opið alla daga nema mánudag frá kl. 11-17. Að- gangur ókeypis Carnegie Art Award 2008 bbbmn Málverk Eftir Torsten Andersson. Þóra Þórisdóttir Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG man þegar ég spilaði í fyrsta sinn á tónleikum á Flateyri fyrir mörgum árum síðan að það var ekk- ert hljóðfæri þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Snarráðir menn undir forystu Einars Odds Kristjáns- sonar sóttu píanó í heimahús, komu því fyrir í matsal fiskiðjuversins og tónleikarnir voru haldnir. Að tónleik- unum loknum kom Einar Oddur brosmildur til mín og sagði: „Næst þegar þú kemur verður kominn flyg- ill.“ Þessu fylgdi hlýtt handtak og þegar ég kom næst var flygillinn mættur. Aðsetur hans skyldi vera í matsalnum í fiskiðjuverinu, sem þá hét Hjálmur. Þetta er vissulega svo- lítið sérstakt og ekki algengt að það séu flyglar á slíkum stöðum.“ Þannig lýsir Jónas Ingimundarson sínum fyrstu kynnum af Einari Oddi Kristjánssyni, en á morgun mun hann spila verk eftir Beethoven á þennan sama flygil á tónleikum til heiðurs þingmanninum fyrrverandi, sem lést fyrir ári síðan, að lokinni af- hjúpun bautasteins til minningar um hann. Á tónleikunum mun Kristinn Sigmundsson syngja með Jónasi. Píanó mömmunnar Jónas hefur spilað á tónleikum í yf- ir 40 ár og hefur oft komið á Ísafjörð, Bolungarvík og Flateyri. „Þetta er svona menningarlegt þríeyki, það er alltaf upplifun að koma vestur,“ segir hann. „Upp frá þessu vorum við Ein- ar Oddur vinir, sem og öll hans fjöl- skylda. Ég kynntist móður hans Maríu Jóhannsdóttur prýðisvel, ynd- isleg kona, hún átti hljóðfæri og lék á það og það mætti segja mér að píanó- ið, sem ég lék á í fyrstu ferðinni, hafi verið hennar píanó.“ „Næst þegar þú kemur verður kominn flygill“ Minning Einar Oddur Kristjánsson fæddist 26. desember 1942 og varð bráð- kvaddur 14. júlí í fyrra. Hann sat á Alþingi frá árinu 1995 til dánardags. Minningartónleikar um Einar Odd Krist- jánsson haldnir á Flateyri á morgun Morgunblaðið/Sverrir Tónleikar Jónas Ingimundarson píanóleikari og Kristinn Sigmundsson söngvari halda tónleika í matsal gamla fiskiðjuversins. Ljósmynd/Agnes Bragadóttir Á MORGUN kl. 13 verður afhjúp- aður bautasteinn á Flateyri í minn- ingu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Einar Oddur var formaður Vinnuveitendasambands Íslands þegar þjóðarsáttarsamningarnir frægu voru gerðir. Samtök at- vinnulífsins og Alþýðusamband Ís- lands standa í sameiningu að þessu verki og er þetta þakkarvottur þeirra til Einars Odds fyrir hans mikla og góða starf. Góðir gestir Steinninn verður staðsettur á Sólbakka og eftir að hann hefur verið afhjúpaður skunda gestir á tónleika með þeim Kristni Sig- mundssyni óperusöngvara og Jón- asi Ingimundarsyni píanóleikara. Við athöfnina mun Geir H. Haarde forsætisráðherra flytja stutta tölu um menningu og lands- byggðina, en þangað mætir hann sem og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Guðmundsdóttir mennta- málaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Krist- inn Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra. Þá mæta helstu for- svarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar sem og Elín Torfadóttir, ekkja Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ. Minningarathöfn Ég sat í svölu grasi, leit uppí hálfrökkvaðan himin, ogsá þar ekkert annað en dimmgrænar óravíddir í málverki eftir Tuma Magnússon. Fáum dög- um síðar, á randi um mosaþembt hraunið á Snæfellsnesi, var ég skyndilega dottin inn í koksgrátt jarðarmálverk eftir Guðrúnu Ein- arsdóttur. Hvað varð um landið mitt, burstabæinn, fjöllin sjö, bláa himininn, lækinn og sólina. Þetta Ísland bernskuminninganna er mér löngu horfið. Hvað varð um það? Var það kannski aldrei raun- verulegt?    Ég er enn að leita svara við þvíhvernig á því stóð að kyn- slóðir eftirstríðsbarna sáu Íslandið með þeim augum sem ég gerði sjálf. Burstabæir voru langflestir löngu horfnir af sjónarsviðinu upp úr 1960 og ég þekkti enga sem höfðu búið á slíkum bæjum, en sá bær forfeðra minna sem ég vissi til að hafði verið gerður að miklu leyti úr torfi, var ekkert líkur burstabænum á myndunum og mun hófstilltari útlits. Það voru heldur ekki allir bæir staðsettir við læk; himinninn var ekki alltaf blár, og sólin var oft víðs fjarri. Þannig var raunveruleikinn, að viðbættu því augljósa atriði, að ekki er alltaf sumar á Íslandi, – nema síður sé. Einhverra hluta vegna var þetta þó „Íslandið“ sem allir þekktu, og ég hef rökstuddan grun um að það lifi enn í hugum barna sem komin eru enn lengra frá burstabænum á vegferðinni inn í framtíðina en ég.    Jú, vissulega breytti Kjarvalmiklu, og fleiri, en engu að síður lifði burstabærinn Kjarval af í barnateikningunum.    Eins og ég ýjaði að í upphafi,hlýtur þróun myndlist- arinnar að hafa breytt nokkru um það hvernig við sjáum landið okk- ar. Að sama skapi hljóta hug- myndir okkar um landið að breyta listinni. Það er þó ekki langt síðan landslagsmálverkinu var spáð dauða, – það hlaut að deyja úr því að málverkið sjálft var dauðvona. Málverkið lifði og það gerði landslagsmálverkið líka. Tímarnir breyttust og ekki fer á milli mála að við horfum á landið okkar öðr- um augum í dag en fyrir, – þó ekki sé nema fyrir tuttugu árum. Landið sjálft er ekki það sem það var. Umræða um umhverfismál og vitundarvakning um gildi náttúr- unnar og forgengileika landsins vegur þar þungt. Við sjáum það smáa í biðukollu eftir Þuríði Sig- urðardóttur og mosahárum Egg- erts Péturssonar og það stóra í sjóndeildarhring Guðrúnar Krist- jánsdóttir og himnavíddum Arn- gunnar Ýrar Gylfadóttur. Lands- lagið þeirra er ekki sérnafn, heldur náttúra í víðasta skilningi, þótt hún sé vissulega ramm- íslensk.    Það er út af fyrir sig stór-merkilegt að landslags- málverkið skuli hafa lifað af, í ljósi þess hve burstabærinn á enn sterk ítök í byrjendamyndlistinni. Ég er ekki nógu fróð um það hvað börn á öðrum menning- arsvæðum teikna sín fyrstu ár, en þori að veðja að það eru ekki burstabæir. begga@mbl.is Sveitaraunsæi Ísland heitir þessi mynd eftir Ólaf Jóhannsson 7 ára. Hún sýnir bóndabæ og fjós og stelpu að leika sér. Hvaðan kemur fjósið? Burstir bak við fjöllin sjö »Ég er ekki nógu fróðum það hvað börn á öðrum menningar- svæðum teikna sín fyrstu ár, en þori að veðja að það eru ekki burstabæir. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.