Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg göngin           !" #$$%&'((%   ! " !   "   #   $%& $ $ $' $( $ % & ) ( " ' *  !  )     *+     !"!#$$%&'((, $%& $ $ $' $( $ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 13 ATLI Rúnar Halldórsson, almannatengill hjá Athygli og fv. útvarpsfréttamaður, hefur ritað bók um sögu Hval- fjarðarganganna, Undir kelduna. Fyrsta eintak bók- arinnar afhendir hann í veislu á vegum Spalar á Akranesi síðar í dag, í tilefni afmælisins. Hann segir að í bókinni sé fjölmargt rakið sem gerðist í aðdragandanum og hafi jafnvel verið á mjög fárra manna vitorði. „Þarna vantar hvorki dramatík né sviptingar. Upp úr stendur samt þrautseigja þeirra sem börðust fyrir göng- unum og þurftu að þola mótlæti sem var mun meira og al- varlegra en ég gat ímyndað mér fyrirfram,“ segir Atli Rúnar. Spurður um aðdraganda að bókarskrifunum segir hann að göngin hafi fyrst orðið hluti af heimilishaldinu hjá sér sumarið 1988 þegar jarðfræðingar, m.a. eiginkona hans, Guðrún Helgadóttir, fóru að rannsaka setlög og dýpt á klöpp í Hvalfirði. Fáir höfðu lengi vel trú á þessu „Síðar fylgdist ég sem þingfréttaritari Útvarps af og til með umræðum á Alþingi um samgöngur á þessu svæði og tók eftir að fáir höfðu lengi vel trú á að einhver glóra væri í jarðgangagerð þarna og reyndar lengi eftir að færð höfðu verið rök fyrir því að þetta væri öllu meira mál en draumórar skýjaglópa,“ segir Atli Rúnar, en nokkrum ár- um síðar, eftir að hann hafði haft vistaskipti í vinnu, var honum falið að gera kynningarbæklinga vegna Hvalfjarð- arganga. Þá rak hann sig á að sagan byrjaði alltaf með stofnun Spalar árið 1991 og upphafi framkvæmda við göngin. Hann vildi vita meira um aðdragandann en uppgötvaði að þá sögu væri hvergi að finna nema í slitrum og brotabrot- um hér og þar. Hefur hann í frístundum síðan um jólin 2004 verið að safna upplýsingum í bókina. Atli Rúnar fékk síðan styrk sl. vetur frá Speli til að sinna skrifunum af meiri þunga en áður á lokasprettinum. Einsetti hann sér að ljúka verkinu fyrir 10 ára afmælið og það tókst, bókin kom úr prentun í gær. bjb@mbl.is Vantar hvorki dramatík né sviptingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sagan skráð Atli Rúnar Halldórsson með glóðvolgt ein- tak af bókinni í prentsmiðjunni Leturprenti í gær. Atli Rúnar Halldórsson hefur ritað bók um aðdraganda og sögu Hvalfjarðarganganna 1972 Möguleg göng undir Hvalfjörð nefnd í fyrsta sinn í opinberri skýrslu, hjá nefnd á vegum sam- gönguráðherra er fjallaði um bættar samgöngur milli höf- uðborgarsvæðis og Vest- urlands. 1987 Fram kemur í skýrslu að göng undir Hvalfjörð séu mjög lík- lega þjóðhagslega hagkvæm. 1987-1990 Vegagerðin kannar hugsanlega jarðgangagerð í Hvalfirði. 1988 Íslenska járnblendifélagið, Sementsverksmiðjan og Kraft- tak hefja athugun á jarð- göngum að eigin frumkvæði. 1989 Ístak kannar möguleika á botn- göngum í Hvalfirði. 1990 Skýrsla starfshóps samgöngu- ráðherra segir tengingu undir eða yfir fjörðinn fýsilegan og arðsaman kost. 1990 Vegagerðin, Járnblendifélagið og Akranesbær stofna félag um jarðgangagerð. 1991 Hlutafélagið Spölur stofnað 25. janúar. Rannsóknir fara fram næstu tvö árin. 1994 Spölur býður verkið út. Samið við Fossvirki; verktakahóp á vegum Ístaks, Skånska AB og E. Phil & Sön AS. 1996 Jarðgangagerðin hefst. Fram- kvæmdin harðlega gagnrýnd víða í fjölmiðlum. 1998 Göngin opnuð 11. júlí af Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Umferðarmet fyrsta sólarhring- inn stendur enn, 11.800 bílar. Heimild: Spölur og Mbl. Spölurinn var langur ÞÓRUNN Kjartansdóttir er meðal fjögurra starfsmanna Spalar sem starfað hafa við göngin nánast frá upphafi, en hinir þrír störfuðu áður á Akraborg- inni. Áttu starfsmenn ferjunnar forgang að störfum við göngin, enda lögðust ferðir Akraborgar niður milli Reykjavíkur og Akraness. Hún segir starfið hafa verið mjög skemmtilegt og vinnuandinn góður á þessum litla vinnustað, en sjálft gjaldskýlið er ekki margir fermetrar. Vökt- unum er skipt eftir kynjum; konur ganga dag- og kvöldvaktir, en karlar ganga þrískiptar vaktir og sjá því um næturvaktirnar. Yfir daginn og kvöldið er vöktunum skipt þannig að öðrum megin í skýlinu er kona og hinum megin karl. Þetta kemur þannig út að konurnar fá eina helgi fría í mánuði, og þessu segist Þórunn helst vilja breyta ef hún fær einhverju ráðið um það! Spurð um samskipti við ökumenn segir Þórunn þau hafa farið fram án mikilla vandkvæða, eða þar til pallbílarnir fóru að ryðja sér til rúms, „bens- ínhákarnir“ sem fluttir voru inn í stríðum straumum í góðærinu. „Þá byrjaði fyrst ballið hjá okkur,“ segir hún en ökumenn pallbílanna brugðust reiðir við því á sínum tíma að þurfa að greiða mun hærra veggjald en fólksbílar. Síðan þá hefur gjaldið verið lækkað í tvígang og Þórunn segist ekki lengur verða vör við óánægju þessara ökumanna. Mikið at yfir helgarnar á sumrin Hún segir eitt og annað hafa komið upp í starfinu á þessum tíma, oft hafi þurft að aðstoða ökumenn í vanda niðri í göngunum. Bílar hafi bilað, orðið bensínlausir eða dekkin sprungið. Ekki stendur heldur á viðbrögðunum ef grípa þarf til lokunar á göngunum. „Þá hringja allir og spyrja hvað sé að og hvort það hafi orðið slys. Hér er einnig mikið at á sumrin þegar fólk fer í helgarferðirnar og lítið um pásur í skýlinu,“ segir Þórunn. Hún reiknar með að starfa við göngin eins lengi og aðstæður leyfa. „Hver veit nema ég verði ennþá hérna þegar göngin verða 20 ára,“ segir hún að endingu og hlær. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Dyggur starfsmaður Þórunn Kjartansdóttir hefur starfað í gjaldskýli Hval- fjarðarganga nánast frá upphafi, eða frá haustmánuðum 1998. Ballið byrjaði með bensínhákunum „Hér er rennt blint í sjóinn, í þeirra orða fyllstu merkingu, með gerð ganganna og þau eiga því miður eftir að verða stór og mikil martröð allrar þjóðarinnar á komandi árum. Mótmæli verða því að koma fram.“ – Ágúst Sigurðsson, grein í DV 29. febrúar 1996. „Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum.“ – Jónas Kristjánsson, leiðari DV 27. febrúar 1996. „Þessi göng eru eitt mesta um- hverfisslys landsins og stórskaði fyrir okkur hér og alla lands- menn. Göngin eiga eftir að verða dragbítur á þjóðfélaginu í ára- tugi og komast sennilega aldrei í gagnið.“ - Ólafur Sigurgeirsson, Þara- völlum, Tíminn 24. feb.1996. Hvað sögðu þeir þá? SIGRÚN Ásmundsdóttir hefur búið á Akranesi í nærri aldarfjórðung og hún segist nota Hvalfjarðargöngin mikið á ferðum sínum til höfuðborgarinnar eða annarra staða „hinum megin“ við göngin. Fyrir Hvalfjörðinn segist hún nánast aldrei fara lengur, ekki nema ef göng- in eru lokuð. „Göngin hafa breytt rosalega miklu og verið gríð- arleg samgöngubót fyrir okkur sem förum mikið á milli. En fyrir sama hóp er veggjaldið ekkert annað en vega- tollur sem mér finnst ósanngjarnt að við greiðum. Þetta er talsverður skattur fyrir okkur,“ segir Sigrún og telur marga Skaga- menn vera sömu skoðunar. Mikil bót en veggjaldið ósanngjarnt BJÖRN Grétarsson vinnur sem rafvirki hjá BM Vallá í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Starfa sinna vegna fer hann hins vegar oft upp á Akranes, þar sem fyrirtækið er einnig með starfsemi, bæði með steypustöð og dótt- urfélagið Smellinn. Björn var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur er Morg- unblaðið náði tali af honum við gjaldskýlið í hádeginu í gær. Hann segist ekki vera í nokkrum vafa um hve Hval- fjarðargöngin hafi breytt miklu fyrir alla sem um þau fara. Sjálfur fer hann ekki gömlu leiðina um Hvalfjörð- inn lengur, nema þá í sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni eða ef göngin eru lokuð af einhverjum ástæðum. Tekur sunnudagsbíltúr um fjörðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.