Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „LÍKAST til var Herðubreið Stefáni ómeðvitað tákn fyrir líðan hans hverju sinni, uppruna hans og liðna æsku, þegar náttúran var mik- ilfenglegri, sauðir vænni og hestar betri en nokkurn tímann fyrr eða síð- ar í Íslandssögunni.“ Svo mælist Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi í sýningarskrá yfirlits- sýningar á verkum Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal. Sýningin verður opnuð í galleríi Turpentine í dag og ber titilinn Stórval. Það muna margir eftir Stefáni á hjóli og með kaskeiti á götum Reykjavíkur, eða í Aðalstrætinu, þar sem hann hafði vinnustofu um skeið. Hann seldi myndir sínar þeim fáu sem áhuga höfðu, allar nema þær sem honum sjálfum fannst bestar, en prísarnir hjá Stefáni voru allt aðrir og lægri en þeir eru í dag. Aðalsteinn segir aðspurður að þetta sé tímanna tákn. „Það hefur komið fram hreyfing ungra myndlist- armanna sem hefur lagt rækt við þessa bernsku list. Þá er ég að tala um ný-expressjónistana eftir 1980. Súmmararnir sýndu líka verk Stef- áns í samhengi við eigin verk. Þannig hafa hjólin snúist Stefáni og hans líkum í hag, og skilningurinn á því sem þeir voru að gera er meiri.“ Aðalsteinn segir að Íslendingar eigi stóran og merkan kjarna sjálf- lærðs listafólks. „Það eru uppi kenn- ingar um það að slíkir listamenn verði til í þjóðfélagi sem fjarlægist hratt sína fortíð, eða hafi tapað henni. Þá séu það þessir listamenn sem varð- veiti hana, líti til baka með eftirsjá og haldi í hana. Því lengra sem við göng- um í gin tæknivæðingarinnar, því fleiri listamenn eignumst við sem vilji rifja fortíðina upp með nostalgísku yfirbragði,“ segir Aðalsteinn. Turpentine sýnir verk Stórvals í tilefni aldarafmælis hans Herðubreið í hjartastað Í HNOTSKURN » Stefán Jónsson fæddist áMöðrudal á Fjöllum árið 1908. Tilefni sýningarinnar er aldarafmæli hans. » Stefán lenti í raunum ung-ur piltur, er hann varð nærri úti á Mývatnsöræfum. Sú reynsla mótaði allt hans líf, eins og fjallið Herðubreið, sem var eftirlætis myndefni hans. Herðubreið Eftirlætismyndefnið. Stórval Stefán V. Jónsson á heimili sínu við Grettisgötu árið 1991. Morgunblaðið/Einar Falur SÝNING þeirra Önnu Sigríðar Sig- urjónsdóttur og Álf- heiðar Ólafsdóttur sem opnuð verður í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun ber yfirskriftina Vorganga. Anna Sigríður er lærður myndhöggvari og hefur unnið við myndlist síðastliðin 20 ár. Álf- heiður er sömuleiðis starfandi myndlist- armaður og hefur haldið fjölda sýninga frá því að hún lauk námi árið 1990. Nafn sýning- arinnar er úr ljóðinu „Vorganga“ eftir bróður hennar Jón Ólafsson sem lést 24. júní s.l. Sýningin verður opnuð klukkan 14. Myndlist Vorganga í Saltfisksetrinu Verk eftir Álfheiði. PÉTUR Thomsen ljós- myndari hefur verið ráðinn til verkefnis á vegum Þjóð- minjasafnsins sem felst í markvissri samtímaskrán- ingu. Verkefnið sem Pétur lagði til felst í því að mynda Ásfjall í Hafnarfirði og þær breytingar sem verða á náttúrufari þess og um- hverfi samfara því að það fer í auknum mæli undir byggð. Verkefnið mun samanstanda af umhverfismyndum, myndum af húsum innan sem utan og portrett- myndum af íbúum á svæðinu. Ljósmyndun Pétur Thomsen myndar Ásfjall Pétur Thomsen Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is EINKUNNARORÐ myndlist- armannsins Hamish Fulton eru „Göngur eru galdrar. Göngur um- breyta.“ List hans snýst um göngu- ferðir í náttúrunni sem hann færir svo inn í sýningarsali, í þetta sinn í I8 gallerí. „Ég tek ekki neitt úr nátt- úrunni til þess að sýna í galleríinu, heldur mála ég til dæmis litla mynd af sólarlagi eða tek svarthvíta ljós- mynd og geri texta við.“ Fulton er nýkominn úr göngu við Mýrdalsjökul og meðal þess sem hann sýnir í I8 eru myndverk sem spruttu uppúr þeirri ferð. „Ég gekk hringinn í kringum jökulinn og var fjórtán daga og fjórtán nætur á leið- inni. Á Íslandi veltur allt á veðrinu og ég var mjög heppinn með það. Það er mjög sérstakt að ganga svona í kringum jökulhettuna, yfirleitt þegar ég hef gengið í fjallendi þá er það í fjallgörðum eins og Ölpunum þar sem er mjög erfitt að komast hringinn í kringum stakan tind.“ Tengslin við náttúruna og einver- an eru lykilatriði í verkum Fultons. „Mér finnst mikilvægt að gista alltaf í tjaldi því að ef maður sefur í húsi á nóttunni þá er maður aftur kominn í hina mennsku veröld. Ég held að það sé mjög heilsusamlegt að ganga svona einn, bæði vegna einverunnar og hvernig maður kyrrir og tæmir hugann á göngunni.“ Göngur eru galdrar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Göngugarpur Hamish Fulton sækir innblásturinn út í náttúruna. Myndlistarmaðurinn Hamish Fulton sýnir afrakstur gönguferða sinna í I8 TVÍEYKIÐ Sally og Mo opnar sýningu í Galleríi Auga fyrir Auga í Reykja- vík á morgun. Sally og Mo eru vinir sem vinna saman að listverkefnum og um þessar mundir skoða þær táknmynd og þýðingu fag- urfræðinnar í hversdags- legu umhverfi þar sem þær athuga hugmyndina um stofustássið. Sally og Mo eru þær Þóra Gunnarsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir og hafa þær starfað undir því nafni í þrjú ár. Sýningin verður opn- uð á morgun, 12. júlí, klukkan þrjú. Myndlist Sally og Mo sýna stofustáss Elín Anna Þórisdóttir MENNINGARHÁTÍÐIN Húnavaka hefst í dag á Blönduósi og lýkur á sunnu- dag. Í tilefni af henni verður hátíðardagskrá í Hafíssetr- inu á sunnudaginn. Kl. 14 verða skemmtilegar sögur af ísbjörnum lesnar fyrir börnin og kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um Hafíssetrið. Það er Þór Jak- obsson veðurfræðingur sem sér um hana en eins og nafnið bendir til er fjallað um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt í setrinu. Um hann er Þór fróður mjög. Haf- íssetrið er opið alla daga frá kl. 11 til 17 í sumar. Fræði Hátíðardagskrá í Hafíssetrinu Þór Jakobsson „ÞEIM virðist líka prýðilega við mig, og mér líkar vel við þá, þannig að ég býst við því að við náum góðu samkomulagi,“ sagði milljarða- mæringurinn David H. Koch í samtali við New York Times í gær. Koch ætlar að láta af hendi rakna hvorki meira né minna en hundrað milljónir dala, andvirði ríflega sjö og hálfs milj- arðs íslenskra króna, til endurbóta á Ríkisleikhúsinu í New York, sem hefur aðsetur í Lincoln Center. „Það er augljóst að leikhúsið þarfn- ast mikilla endurbóta,“ sagði Koch. „Ég er búinn að sækja sýningar í leikhúsinu í fjörutíu ár, og þið getið verið viss um að ég myndi ekki gefa gjöf af þessari stærðargráðu, án þess að ég væri handviss um að gæði verksins yrðu á heims- mælikvarða.“ Koch fer þó ekki alveg allslaus frá samningaborðinu, því frá hausti komanda verður leikhúsið nefnt eftir honum og kallað The David H. Koch Theater. Þetta er stærsta gjöf einstaklings til listamiðstöðvar- innar frægu frá upphafi. David H. Koch er talinn auð- ugasti maður New York-borgar, en auður hans sem metinn er á and- virði um 1300 miljarða króna á ræt- ur í olíuviðskiptum. Hann er í 37. sæti Forbes-listans yfir mestu auð- menn heims. Auðmaður styrkir ríkisleikhús David H. Koch „Augljóst að leik- húsið þarfnast mikilla endurbóta“ Bandaríska listakonan Roni Horn lýsti Herðubreiðarmyndum Stórvals í ljósmyndabókinni Herðubreið at home, sem kom út í fyrra. Þar er að finna tugi mynda af Herðubreiðarmálverkum Stefáns inni á heimilum fólks. Herðubreið heima „Ég hef verið að þessu síðan 1969, ég er ævagamall,“ segir Fulton hlæjandi. Hann treystir sér ekki til þess að kasta tölu á kílómetrana sem hann hefur lagt undir fót, en þeir skipta mörgum tugum þúsunda. Yfirleitt fer Fulton einn í göng- urnar, en stundum slæst fleira fólk með í för. Hann gengur bæði um fjöll og fjörur og hef- ur hæst komist í 8.000 metra hæð í Tíbet fyrir átta árum. Fulton hefur gengið um allan heim, meðal annars í Mexíkó, Kosta Ríka og Japan. „Því meira sem ég ferðast, því fleiri staði heyri ég um sem ég á eft- ir að heimsækja,“ segir hann. Stækkandi heimur 39 ár Í himinhæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.