Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1928, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.03.1928, Qupperneq 2
34 SKINFAXl er að rannsaka hin andlegu öfl, og áhrif þau, seni orka á andlegan þroska mannsins, og raunar líka þann lík- amlega, því að fleslir telja auðveldara að fara þar nær liinu rétta. En hitt munu flestir sammála um, að upp- eldið ræður mestu um liversu heilhrigðir, starfshæfir og giftusamir einstaklingarnir verða, og sú þjóð, sem á flest af sannmentuðum og vel þroskuðum mönnum, hlýtur að verða hamingjusamasta þjóðin í heimi. Of lítið liefir verið unnið að því að rannsaka hvernig skólastarfsémi og önnur uppeldisaðferð, sem notuð hefir verið hér á landi, hefir mótað þjóðarþroska ís- lendinga. Er þó vart hægt að benda á þarfara rann- sóknarefni. j?ó hér verði bent á þetta efni með örfáum orðum, er auðvitað langt frá því, að það geti nokkur rannsókn heitið. Alkunnugt er, að uppeldisstarfsemi fornmanna var næsta einliæf, þar eð þeir miðuðu hana mest við hreysti, dirfsku, Iiarðfengi og hugprýði. En hvað scm annars kann að mega segja um sanngildi íslendingasagna, nnm ástæðulaust að efast um að hreystidýrkun þeirra hefir átt mikinn þátt í þvi, að halda við karlmensku þjóðarinnar um langan aldur. Mjög er lærdómsrikt að atliuga, hversu trúarhugmyndir fornmanna hafa haft áhrif á uppeldismál þeirra, hugsunarhátt og athafnir, og liins ber líka að gæta, að þótt landnámsmenn okkar og gullaldar-búar væru ólæsir og óskrifandi og legðu sem aðrir Norðurlandabúar í þá daga fremur litla rækt við hið andlega uppeldi, hafa þeir þó hugsað spaldega um ýms efni og kunnu vel að meta vitsmuni og þekk- ingu. Ljóðagerð þeirra er víðfræg, og hæði hennar og margs annars vegna lögðu þeir hina mestu rækt við sagnfræði og goðafræði. J?á var lagaþekking ærið nauð- synleg höfðingjum og raunar öllum, sem einhvers voru ráðandi, enda er víst að fornmenn hafa lagt mikla slund á lögfræði. ]>jóðfélagsskipunin og ekki síst þing- haldið hefir átt mikinn þátt i því að kenna mönnum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.