Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 12

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 12
44 SKINFAXI verið þroskameðal lil að auka atgervi, og þjóð vor þarfnast þess, að hin unga kynslóð sé þeim kosti bú- in. Verði starfsemi ungmennafélagsskaparins haldið á réttum grundvelli, og áhrif hans verða nægilega víð- tæk meðal þjóðarinnar, þá getur hann betur en nokkuð annað stutt að því, að hér skapist atgervisþjóð. pess vegna her þjóðinni að styðja hann svo, að sá geti orðið árangurinn. Árangurinn af starfi ungmennafélaganna byggist þó fyrst og fremst á starfi hvers einstaks í þágu þeirra hugsjóna, er stefnuskráin ætlast til að unnið sé fyrir. Einhuga þátttaka hinna ungu i félagsskapnum, og sameining þeirra krafta, i starfi fyrir félagsmálin, trej^stir grundvöll félaganna. J?að hefir verið tckið fram áður, að aðaláhersluna í starfi þeirra bæri að leggja á einstaklingsþroskan n, því að hann skapaði þ j ó ð a r þ r o s k a er stundir líða, og áhrifin til ein- staklinganna eru orðin nógu viðtæk. Hvað viðvíkur verklegum framkvæmdum félagsskap- arins, þá er ósanngjarnt að gera kröfu til, að hvert ein- slakt afkasti stórvirkjum. Hins verður aftur að krefj- ast, að þau verklegu störf, er félögin leysa af hendi, beri með sér vott fegurðarsmekks og vandvirkni. Val verkefna á þessu sviði á einnig að vera gert með tilliti til þess, að hugir hinnar upprennandi æsku þjóðar- innar séu leiddir að þeim verkefnum, er sjálfstæð fram- tíð þjóðarinnar byggist á að séu leyst. J?ar ættu ung- mennafélögin íslensku að taka til hliðsjónar ungmenna- starfsemi Bandaríkjanna, starfsemi, sem einnig liefir nú þegar verið komið á fót með sama skipulagi á Norð- urlöndum. Sú starfsemi leitast við að beina hugum æskulýðsins að heimilisstörfunum, að hann fái í tómstundum sin- um að vinna að eigin framleiðslu heimilisnauðsynja, og að því að prýða og fegra heimili sitt á ýmsa lund, I. d. með ræktun blóma og öðru.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.