Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 6

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 6
SKINFAXI 38 fróð og bókvís, en hitt er engu síður nauðsynlegt að hún kunni vel til verka. Sú stefna, seni hér hefir orðið ríkjandi að grundvalla nær því alla skóla í kaupstöðunum, er lika orðin at- hugaverð. Vegna liennar eru skólabyggingar og starf- ræksla þeirra öll miklu dýrari en annars hefði þurft að vera, og námsgjöldin í Reykjavík mörgum sinnum hærri en raun hefir á orðið í hinuni fáu sveitaskólum, sem til eru. En liitl er þó lakast, að námsfólk úr sveitum er lirifið frá staðháttum, viðfangsefnum ogáhugamálum sveitanna liingað til Reykjavíkur, og liér á að móta stefnu þess, licr á það að dvelja lieimilislaust og leið- sögulaust að kalla. J?ótt kennarar vildu gera alt sitt besta fyrir nemendur sína —- sem oftast mun vera — má beita að ]?eir bafi engin tök á að kynnast hag þeirra né hugðarefnum, nema að eins i kenslustundum, en |>ær eru að eins brot af dvalartíma fólks við nám. Hef- ir hið milda kapphlaup um að hafa nær alla skóla i kaupstöðum verið nauðsynlegt? J?að hefir verið talið eitt af liöfuðskilyrðum jarðræktar, að gróðrarreitir nytu skjóls og umhyggju, ætli það gildi ekki eittbvað svipaðar reglur um andlegar gróðrarstöðvar þjóðlífs- ins. J?að má fullyrða, að mörgu sveitabarni finst það skorta bæði skjól og yl, ]>egar það verður að hýrast i þakskotum og í kjallaraholum Reykjavíkur við bók- lestur; slíkir staðir eru illa fallnir til þess að skapa lieil- brigða sál í hraustum líkama, illa fallnir til þess að skapa stórhuga, starfsama og þrekmikla menn. Matthi- as kvað þetta um Hafnarsæluna: Margur fór þangað svo mannvænn og stór, en hryggari og heimskari heim kom en fór. Og enn kvað hann: Ekki heyrir Höfn þó að hrynji nokkur tár. Líkt þessu mætti kveða um Reykjavíkursælu margra nemenda. J?að er háttur hygginna manna, að búa sig vel að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.