Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 13

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 13
SKINFAXI 45 Slik starfsemi festir hugina við álcveðið markmið, eykur vandvirkni i störfum, einnig starfsþrána og starfsgleðina — að eiga einn, með fullri ábyrgð á starf- inu að leysa það af hendi og njóta árangursins. Til þess að starfsemi ungmennafélaganna beri tilætl- aðan árangur, þá þarf liann að eignast skilning og sam- úð samtíðarinnar — hinnar eldri kynslóðar. — Hvern- ig hún beitir sér gagnvart þessari starfsemi, á sinn þátt í að efla starfsáhugann, eða lama, ef með andúð er snú- ist gegn henni. Starfsemi ungmennafélagsskaparins getur verið hið 'biesta þroskameðal þjóðarinnar, En það mark næst því að eins, að eitthvað sé lagt i sölurnar. Hér þarf að leggj- ast á eitt eldmóður æskunar og viðsýn lífsreynsla hinna eldri til að ná markinu að þetta land byggi þroskuð menningarþjóð i yrktu landi. pjóð sem leitar gæfu sinn- ar í göfgandi störfum fyrir nútíð og framtið; þjóð, sem fer stækkandi með árunum, ekki eingöngu að höfða- tölu, en einkum að andlegu og likamlegu atgervi. Pálmi Einarsson. Vikivakar. Fátt eitt vita menn nú með vissu um það, livernig þjóðdansar voru iðkaðir á landi hér til forna. pó eru til brot úr þulum og kvæðum, sem telja má víst að sungin hafi verið við dansana, en svo mun flestum þykja, sem fátt af því sé nú notliæft, sökum þess að fremur er það ófagurt bæði um mál og hætti. Um það, hvernig hreyfingar fóllcs hafi verið, er það steig dansana, er líka nokkuð óvíst, enda er nú orðið langt um liðið síðan feður okkar iðkuðu skemtun þessa. pó hafa fróðir menn grafið ýinislegt upp úr rústunum,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.