Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 4

Skinfaxi - 01.03.1928, Side 4
36 SKINFAXI ]?ó að íslensk alþýða hefði lítið tækifæri til bóknáms, alt fram undir síðustu aldamót, munu flestir sammála um það, að hún hafi jafnan verið bóklmeigð og nám- fús og borið mikla virðing fyrir þeim, sem lærðir voru. Prestadýrkun og vald það, sem þeir höfðu um langan aldur yfir hugum manna, er óræk sönnun þess. Menta- þrá hefir lifað eins og falinn eldur i huguin fslend- inga á öllum öldurn, en liitt vissu líka flestir, að þrá þeirra var vonlaus. Margir voru kallaðir ,en að eins fáir útvaldir, að eins fáir fengu að þrá og njóta, hinir voru miklu fleiri, sem urðu að liorfa með örvænting á hill- ingar draumlanda sinna, enda skapaðist sú trú, að bók- vitið yrði ekki látið i askana. En þetta hefir hreyst furð- anlega á einum mannsaldri. Nú hafa unglingar ótal tækifæri til bóknáms, þar sem kalla mátti að öll sund væru áður lokuð. Löggjafarvaldið hefir varið stórfé, á íslenskan mælikvarða, til þess að láta reisa skóla og starfrækja þá; um það er í raun og veru ekki nema gott eitt að segja, því að á þann liátt hefir verið unnið mikið að þvi þarfa verki, að fullnægja mentaþörf og fróðleiksþrá æskunnar. En tvær eru þær meginstefn- ur, sem orðið hafa rikjandi i skóla- og fræðslumálum þjóðarinnar yfir liöfuð, sem vert væri að atliuga. Önn- ur er sú, að hafa nær því alla skóla í kaupstöðum, og hin, að leggja nær þvi enga rækt við verklegt nám. fslenska þjóðin á feiknin öll af óunnum verkefnum, en verkleg þekking og verkleg leikni er hér næsta lítil, og stendur áreiðanlega langt að baki því, sem gerist í þessum efnum meðal annara þjóða. Við eigum mikið af hráefni, sem selt er út úr landinu fyrir lítið verð, og útlendingar eru látnir vinna það, en við kaupum alls- konar unnar vörur, jafnvel niðursoðið kjöt, mjólk, fisk og margt fleira frá útlöndum, sem auðvelt væri að framleiða og vinna hér heima; það vantar ekkert annað en menn kunni verkin og vilji vinna þau. ]?ó að hér séu óþrjótandi möguleikar til ræktunar og rækt-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.