Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1928, Page 11

Skinfaxi - 01.03.1928, Page 11
SKINFAXI 43 a s t g ö f u g u m h u g s j ó n u m, v e r k e f n i til að f æ r a s t i f a n g v i ð, og jafnframt að s t y r k j a félagsþroska þ e i r r a. Starfsemi þeirra á að vera tengiliður milli fræðslu barndómsáranna og fram- kvæmdalífs fullorðinsáranna. Uppeldi og þroski hvers einstaks af æskulýð þessa lands er ekki eingöngu mál er varða einstaklinga; það er mál þjóðarheildarinnar. ]?ar sem starfsemi félag- anna viðkemur svo þýðingarmiklum þætti þjóðlifsins sem uppeldismálunum, þá er það helg þjóðarskylda að gefa starfseminni gaum, og styðja, að hún haldist á réttum brautum, leiti djarft fram að hinu setta marki. Sé takmarki félaganna, livað viðkemur uppeldisálirif- unuin, náð, þá fyrst eru skapaðir möguleikarnir fyrir hinu, að félagsskapur þessi sé þess megnugur, að bera fram til sigurs göfug málefni, báleitar liugsjónir, og að efla þær framkvæmdir, er þjóð vorri geta orðið til sæmdar og gagns. Á fárra áratuga fresli er í athafna- hfi þjóðarinnar skipað fram nýju liði i stað genginnar kynslóðar. Til þess að hið nýja lið sé verkefni sínu vaxið, þarf það að eiga víðsýnan huga, einlægan starfs- vilja og þekkingu á verkefni sínu; en umfram all að eiga þó eitt, þann félagsþroska er gerir þá færa til að starfa sainan, án þess að tortrygni og sundrung veiki kraft- ana. Ungmennafélögin hafa i starfi sinu reynt að glæða þessa eðlisþætti félaga sinna eftir megni. Starf félaganna er ekki gamalt, og þau hafa hingað til buið við þröngan kost og takmarkaðan skilning samtiðar sinnar á þeim þjóðnytjamálum, er þau vilja vinna fyrir. Af þeiin ástæðum hafa áfangar oft verið skemri en ætlast var til, en það réttlætir ekki dóm þeirra manna er kveða svo að orði, að starfsemi þessi megi hverfa úr sögunni. Hugsjónirnar er þau vinna fyrir, tapa ekki gildi sinu, þó ytri aðstæður skapi örðugleika. ]7eir eiga að geta

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.