Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 35

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 35
SKTNFAX 131 tala furðu fljólt, og sömuleiðis gerði hann sér far um að læra að skrifa hana. Málið stóð honum þvi ekki lengur fyrir þrifum. Og allt, sem viðkom skipum og tækjum um borð, kunni hann upp á sína tíu fingur. Enda gekk honum vel á námskeiðinu og lauk hann prófi, sem veitli honum réttindi til að stjórna fiski- sk'pum af hvaða stærð sem var. Einari gekk greiðlega að fá skip að loknu prófi, enda áttu Hollendingar þá marga togara, sem allir voru gerðir út frá Ijmuiden. Voru þessir togarar flestir gerðir út á Islandsmið á vetrar- og vorvertið, en á síJd á Norðursjó á sumrin og haustin. Vertíð hófst upp úr miðjum febrúar, og í bvrjun marz var allur hollenzki togaraflotinn kominn á veiðar við ísland. Allt voru þetta fremur litlir, kola- kyntir togarar. Voru þeir um fjóra sólarhringa á Leið- inni frá Ijmuiden á miðin við íslandsstrendur. Þeir sigldu beinustu leið, yfir Norðursjó, gegnum Pent- landssund milli Skotlands og Orkneyja, ekki alllangt frá Færeyjum, og síðan á miðin við Island, eftir því livar fiskur var. Væri vont veður á leiðinni, mótvind- ur og mikill sjór, lögðust þeir stundum við akkeri undan Skotlandi og biðu þess, að lægði, því að ekki dugði annað en spara kolin. Stundum lögðust þeir einnig við Færeyjar og hiðu átekta. Þegar á miðin kom, var tekið til óspilltra málanna. Var þá sannarlega staðið, meðan stætt var, þvi að miklu máli skipti að fylla sk:pið sem fyrst, þar sem svo langt var að sækja og löng heimferð fyrir hönd- um. Eins voru Hollendingar jafnan mannfáir um borð, eklci meira en 14 eða 15 menn, og var því erf- iði mikið og engum vært nema vöskum sjómönnum. Á þessum árum fiskuðu Hollendingar jafnan í tunnur við Islandsstrendur. Söltuðu þeir þorskinn niður í tunnurnar og lokuðu síðan vandLega. Varð þetta því pækilsaltaður fislcur. Fiskuðu þeir í fimm

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.