Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 36

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 36
132 SKINFAXI til sex hundruð tunnur í veiðiför. Eins höfðu þeir meðferðis þrjátíu til fjörutíu tonn af ís. ísuðu þeir um sjötíu til áttatíu tonn af fiski í veiðiferð. Lifur settu þeir i föt. Venjulegast voru þeir sjö eða átta daga að veiðum, en liéldu siðan sömu leið til haka. Oft komu þeir þá við í Grimsby í Englandi og seldu ísfiskinn, en héldu síðan til Hollands með pækilsalt- aða þorskinn. Var hann seldur á markaði. Voru tunn- urnar slegnar upp áður og staflað ofan á þær, þar til þær urðu 120 kg á þvngd. Þannig voru þær seld- ar. Minnlcaði lunnufjöldinn oft um fjörutiu tunnur við þessa viðbót á hverja tunnu. Hollendingum þykir pælcilsaltaði fiskurinn lost- æti. Beztur finnst þeim hann með nýjum kartöflum, en Hollendingar fá kartöfluuppskeru þrisvar á ári, í júní, ágúst og október. Þegar nýju kartöflurnar koma á markaðinn, er því víða saltfiskur á borðum í Hol- landi. Ekki var stanzað lengi í Hollandi milli veiðiferða, aðeins tvo sólarhringa, en síðan hófst sama sagan á ný. Á fyrstu skipstjórnarárum Einars, fyrii’, um og eftir 1930, veiddist jafnan vel við ísland. Einar var ávallt heppinn og gekk mæla vel, og aldrei lilekkt- ist honum á. Eina óhapp hans á alli'i hans löngu slcip- stjórnartíð var, að mann tók eitt sinn út af skipi lians á Norðursjó. Reið mikill sjór yfir skipið og hrifsaði manninn með sér. Náðist hann eklci. Þegar frá leið, minnkaði fiskur við fsland. Telur Einar, að ný tegund af botnvörpu, sem tekin var í notkun nokkru eftir 1930, hafi mjög spillt fiskveið- um við ísland. Var þessi varpa frönsk uppfinning. — En árið 1931 var þó svo gott fiskerí hér við land, að Einar hélt áfram að fiska í pækil allt sumarið. Skiluðu þær veiðar svo miklu í aðra hönd, að Einar og skipverjar hans höfðu meira upp úr sér en félagar þeirra á síldv,eiðunum á Norðursjó. Annars lauk fs-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.