Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 6
Dýrafirði, en þaðan flutti hann til Akur- eyrar 1935. Þar vann hann fyrstu árin við kennslustörf, en frá 1940 aðallega við ritstörf og blaðamennsku. Fréttaritari norskra blaða var hann alllengi fyrr og síðar. Er hann missti konu sina 22/8 1968, fluttist hann um haustið til sonar síns, sem búsettur er á Akranesi og dvaldi þar siðustu árin. Helgi Valtýsson kvæntist 1. apríl 1902 norskri stúlku, Severine að nafni dóttur Petter Olai Sörheim kaupmanns í Volda á Sunnmæri. Þau eignuðust fimm börn. Eins og þessi lífsferill gefur til kynna, kom Helgi Valtýsson mikið við félags- málasögu, bæði hér á landi og í Noregi og þá fyrst og fremst sögu ungmennafélags- skaparins. Hann var gerður heiðursfélagi U.M.F.f. Einnig var hann heiðursfélagi Austfirðingafélagsins á Akureyri, sem hann starfaði mikið fyrir eftir að hann fluttist til Akureyrar. Þegar Helgi var kennari, hafði hann oftast auk kennsl- unnar fleiri járn í eldinum. Auk fyrir- lestra- og kynningaferða kenndi hann leikfimi og fleiri íþróttir, stofnaði fiðlu- hljómsveit (kvartett) meðal nemenda sinna á Seyðisfirði og aðra samskonar, þegar hann var í Hafnarfirði. Auk ritgerða og fréttapistla í blöðum, skrifaði Helgi margar bækur, var ritstjóri Unga íslands í tvö ár og ritstýrði skóla- blöðum. Enn fremur þýddi hann margar bækur, einkum úr norsku. Léttur og hressandi blær var yfir öllu, sem Helgi Valtýsson skrifaði, enda var hann „Vormaður íslands,, í þess orðs fyllstu merkingu. Þessi létti, leikandi blær einkenndi hreyfingar hans, látbragð og meðferð málsins í viðtali, framsögn og ritverkum. Hann var léttur í spori og beinn í baki allt fram að síðasta áratugi ævinnar. Meðan hann var á léttasta skeiði, hreif hann æskuna með sér til íþrótta, skógræktar, hvers konar rækt- unar, starfs og leikja, sem að hans dómi horfðu landi og þjóð til heilla. Hann var einn þeirra, sem treysti vináttuböndin milli frændþjóðanna, kynnti fsland og íslendinga fyrir Norðmönnum og Noreg og Norðmenn fyrir fslendingum. Hann eignaðist marga vini meðal beggja þjóð- anna og var fundvis á það bezta hjá þeim báðum. Helgi var stálminnugur á kvæði og sögur og las oft upp á fundum og öðr- um samkomum. Ég minnist þess, að fólk undraðist mjög, þegar hann flutti blaða- og bókarlaust eftir minni hetjukvæðið norska um Þorgeir í Vík, án þess að þurfa að hika í framsögninni. Þegar Þjóðdansafélag Reykjavíkur minntist tuttugu ára afmælis síns með sýningu á þjóðdönsum og söngleikjum í Þjóðleikhúsinu 1968, þá sýndi það Helga þá viðurkenningu að bjóða honum suður á sýninguna i þakklætisskyni fyrir frum- kvæði hans að endurreisn vikivaka og annarra þjóðdansa og söfnun þjóðkvæða í því skyni. íslendingar höfðu að mestu glatað og gleymt þessum þætti úr skemmtanalífi þjóðarinnar, en lýðskólarnir á hinum Norðurlöndunum gerðu hann að föstum þætti í skemmtanalífi skólanna, að vísu með nokkrum breytingum i samræmi við aldarhátt hvers tíma. Færeyingar einir virðast hafa haldið hinu forna formi nær óbreyttu öld eftir öld. Helgi var einn þeirra, sem skildi og kunni að meta þýð- ingu þess að halda til haga slikum forn- minjum, sem þjóðkvæði og þjóðdansar eru og fella það inn í uppeldis- og fræðslustarfsemi landsmanna. Það fer vel á því að minnast Helga Valtýssonar á vordögum. Hann vakti ætíð vorhug meðal vina og samherja og var óþreytandi að leita uppi og leiða fram allt það, sem ungmennafélögunum gæti til liðs orðið við ræktun lýðsins og lands- ins. Ungmennafélag íslands og þjóðtn öll minnist Helga Valtýssonar með þökk og virðingu. Ármann Dalmannsson. 6 S K I N FA X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.