Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 21
JÓNAS JÓNSSON: „EINS OG ÞIÐ SÁIД Leiðbeiningar um græðslu með sáningu og áburðargjöf Ungmennafélögin hafa sem kunnugt er — trú hugsjónum sínum og kjörorði „ræktun lýðs og lands“ — tekið mjög myndarlegan þátt í landgræðslustörfum, nú hin síðari árin. Upphaf hins almenna áhugamannastarfs að landgræðslumálum, í formi fræ- og áburðardreifingar, má að hálfu rekja til landgræðsluferða ung- mennafélaganna, er hófust nú fyrir fjór- um árum. Nú hefur það orðið að samkomulagi á milli Vegagerðar ríkisins og Ungmenna- félags Islands — fyrir tilstuðlan Land- verndar, að ungmennafélögin um land allt taki að sér að sá og dreifa áburði meðfram þjóðvegunum fyrir Vegagerð- ina, þar sem henni ber lögum samkvæmt skylda til að græða sárin. Með því að ungmennafélögin leggja til vinnuna spar- ast Vegagerðinni sá kostnaður, og fer það fé til aukinna áburðarkaupa. Hver sá aðili, sem stendur fyrir fram- kvæmdum, sem valda jarðraski er skyld- ugur lögum samkvæmt (jarðræktarlög og lög um landgræðslu), að græða þau sár, em það veldur á jarðvegi og gróðri. Vegagerðin hefur nú unnið samkvæmt þessu undanfarin fjögur ár, og sér þess víða merki meðfram eldri og yngri veg- um, að sárin meðfram þeim hafa verið grædd. Það er einnig mjög áberandi hvað nú er unnið snyrtilegar að vegagerðinni en áður. Oft vildi þá við brenna, að landið væri spænt upp með jarðýtum langt út frá vegarstæðinu, og jafnvel seilst til þess að taka jarðvegstorfuna frekar en leita dýpra eftir efninu. Nú er yfirleitt gengið snyrtilega frá vegflögunum, enda auð- veldar það mjög græðsluna á eftir. Græðslan hefur, sem fyrr segir, víða verið vel gerð og með góðum árangri, en all víða hefur þó orðið misbrestur á þessu. Þar sem notuð hefur verið sérstök sáningarvél, sem höfð er á bílpalli, sem ekið er eftir vegunum og fræinu og áburðinum sprautað út yfir sárin, hefur víða skort á að viðunandi árangur næð- ist. Víða eru þá alveg ósáin yztu flögin, sem teygja sig oft skörðótt langt út frá vegunum. Þar eru sumsstaðar tekin að myndast börð, og stefnir að uppblæstri. Það er mjög nauðsynlegt að sá sem fyrst í þessi skörð og ræmur og þyrftu ungmennafélagar að taka það til athug- unar. Því fylgja augljósir kostir að sá og dreifa áburði með höndunum. Með því á að vera tryggt að ekkert verði útundan. Þó er þetta nákvæmnisverk og verður SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.