Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 24
Guðmundur Þórarinsson: Æfingaáætlun fyrir frjálsíþróttafólk Framhald það á æfingaseðlum þeim, sem ég hef útbúið, kemur nú hér, en í næsta blaði eiga seðlarnir frá júníbyrjun til Landsmóts að koma. Það er mikilvægt að þeir, sem æfa eftir þessum seðlum, reyni að æfa reglulega og hugsi ekki sem svo, að það geri ekkert til þótt ekki sé farið nákvæmlega eftir ein- um seðli, því annar komi á eftir honum, og þá sé hægt að ná sér á strik. Ef málin væru bara svona einföld þá væri ekki mikill vandi að lifa og starfa sem þjálf- ari. Því miður er þessu ekki þann veg farið og þeir, sem ekki trúa, munu að öllum líkindum komast að því síðar, og ef þeir láta ekki sannfærast vegna eigin afreka, þá væri þeim hollt að hugsa sér, hversu miklu betri árangurinn hefði orð- ið hefðu þeir æft reglulega og vel. Það er hægt að komast nokkuð langt á íþróttasviðinu á meðfæddum hæfileikum, en ef þeir eru ekki þjálfaðir þroskast þeir ekki og munu standa í stað og smám saman hrörna. Þetta er margsannað mál og þvi munu allir, sem spurðir eru við- urkenna, að það er æfingin sem skapar meistarann. Ég bað um að einhverjir létu mig vita, hvernig þeim þætti að æfa eftir seðlun- um en því miður, því var ekki frekar svarað en kalli hins villta i eyðimörkinni, og því eru þessir seðlar sem hér birtast, miðaðir við hina fyrri og á þeim byggðir, og geta þvi verið almennt of léttir eða of þungir. Ekki veit ég, því þið hafið ekki látið mig vita. En ég ítreka það enn. Verið ætíð vel klædd við æfingar ykkar. Hitið vel upp og látið ykkur ekki kólna milli atriða í æfingunni né milli hlaupa ykkar og verið iðin við að færa æfingadagbókina. Hún getur orðið ykkur að ótrúlega miklum notum síðar, á næsta ári eða þar næsta. Og svo óska ég ykkur góðs gengis með æfingar ykkar allra, hvort sem þið æfið eftir þessum æfingaseðlum eða öðrum. Guðmundur Þórarinsson. 24 S KI N FAX I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.