Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 10
ævintýralegri bjartsýni. Ég varð að byrja á því að byggja öll nauðsynleg mann- virki, og það var allt annað en auðvelt fyrir snauðan námsmann. Þar við bætt- ust samgönguerfiðleikarnir, því Hauka- dalur var þá tugi kílómetra frá bílvegum. Þetta tókst þó allt, og skólinn tók til starfa sama árið og ég kom heim frá námi. I öllu þessu voru ungmennafélögin mér mikill styrkur og bakhjarl og án þeirra hefði ég ekki komið þessu áleiðis. Nemendur skólans eru orðnir margir, og það eru mín beztu laun, þegar ég hitti þá víðsvegar um landið og mæti hvarvetna vinsemd og góðum minningum. — Finnst þér mikill munur á ungu fólki og á ungmennafélögunum nú á dög- um og í æsku þinni? — Báðar heimsstyrjaldirnar hafa breytt verulega sjálfri lífsstefnu unga fólksins. Mér fannst eftir fyrri heims- styrjöldina að ég væri kominn í aðra ver- öld. Svipað gerðist svo eftir seinni heims- styrjöldina. Eftir slíka hildarleiki er minni trú á lífið, og ungt fólk skortir lífsfyllingu. Það þarf reyndar engan að furða á því, þótt fólk verði tortryggið þegar styrjaldir geisa og menningarþjóðir ganga jafnvel lengst í hryðjuverkunum. Ungmennafélögin hafa alltaf haft miklu hlutverki að gegna og ekki sízt nú. í þeim hefur mikill f jöldi ungs fólks fundið starfsvettvang góðra verka. Starfsemi ungmennafélaganna hér á landi hefur um margt verið til fyrirmyndar miðað við hin Norðurlöndin. Því veldur fyrst og fremst það, að þau hafa aldrei látið ein- angra starfssvið sitt. Þau hafa gætt þess að sinna alltaf íþróttunum en aldrei þeim eingöngu. Hið fjölþætta starf þeirra nú sýnir, að þau eiga stórt hlutverk fyrir höndum. — Og hvað er nú framundan, Sig- urður? — Ferð til Sauðárkróks í sumar. Ég er farinn að hlakka til landsmótsins. Þið hnippið í mig og hafið það til marks um að ég er orðinn gamall, ef ég fer ekki á landsmót. En það hefur alltaf verið mitt álit, að landsmótin eiga að halda sem víðast, líka þótt aðstæður séu slæmar. Það jiarf líka að sá í lítt ræktaða jörð til að gróðursvæðið verði sem stærst. Danmerkurfarar 1926. Myndin er tekin í Olle- rup. Frá hægri: Sig- urður Greipsson, Sig- urður Guðjónsson, Ottó Marteinsson, Viggó Nathanaelsson, Þorgils Guðmundsson, Þorgeir Jónsson, Jörg- en Þorbergsson, Niels Buch, Bergur Guð- mundsson, Jón Þor- steinsson, Ragnar Kristinsson, Kári Sig- urðsson, Bjöm Blöndal Guðmundsson og Gunnar M. Magnúss. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.