Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 30
fimleikaæfingar, en siðan er hlaupið eitthvað út i buskann, og aðstæður hverju sinni látnar ráða mestu um hvert farið er og hvað gert. Ekki skal þó stöðva fyrr en að liðnum 90 min. Æfingin er gerð með þvi að hafa tals- verðar hraðabreytingar, en þess skal þó vandlega gætt að hlaupið verði ekki um of rykkjótt, heldur verði allar breytingar á hraðanum gerðar létt og leikandi. 2. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. Intervallæfing: 25—30x200 m. hlaup á ca. 39—40 sek. hvern sprett með ör- stuttum hvíldum á milli eða því sem næst >/2 mín., eða á meðan púls ykkar er að komast niður í 120—124 slög eftir hlaupið. 3. 3x1000 m. hlaup á 3:32—3:38 mín. hvert hlaup og púls niður í 120—124 slög fyrir það næsta. 4. Létt skokk í 5—10 mín. áður en farið er í virkilega gott bað. Gufubað ef ég má ráða. 3. æfing: 1. Langhlaup í 65 mín. (upphitun inni- falin), með mjög breytilegum hraða, þar sem ekki er látið undan þreytu en áfram haldið. Rétt útfærð er þetta mjög erfið æfing. Ef hlaupið er upp í móti, skal hraðinn aukinn og reynt að halda honum eftir að upp er komið nokkurn tíma ef hægt er. 4. æfing: 1. 25—30 mín. upphitunaræfingar. 2. 10—16x600 m. intervallhlaup á 2:10— 2:15 mín. hvert og reynt að halda tveggja mín. hvíldum milli hlaupa. Ef það verður of erfitt, skal beðið þar til púlsinn er niðri í 120—124 slögum á mín. og síðan reynt við 2 mín. hvíld- irnar á ný. 3. Létt skokk í 10—15 mín. og síðan farið i vel heitt bað, gufubað ef hægt er. 5. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun (má fara fram inni, og ef svo er gert skal bætt við nokkrum maga- og bakæfingum). 2. 8—12x300 m. hlaup á 58—60 sek. hvert hlaup og með hvíldum á milli þar til púls er niðri i 120—124 slögum. 3. 3—4x1200 m. hlaup á 4:08—4:12 min. hvert hlaup og allt að 10 mín. hvíldir á milli. 4. Létt skokk út af æfingasvæðinu og komið til baka aftur eftir ca. 20 min. Mjög gott bað. Landsmótið kynnt í marzmánuði síðastliðnum boðuðu forráðamenn UMFÍ og landsmótsnefnd- ar til blaðamannafundar í Reykjavík. Var tilgangur fundarins sá að vekja athygli á landsmótinu, skýra frá undirbúningi þess og ýmsum áformum varðandi sjálfa framkvæmdina. Auk stjórnar UMFÍ mætti til fundarins Stefán Pedersen fram- kvæmdastjóri landsmótsnefndar. Fjöl- miðlar brugðust vel mið, og fluttu blöðin eftir fundinn greinar og myndir af lands- mótsstað og íþróttamannvirkjum. Einnig skýrðu blöðin og aðrir fjölmiðlar frá atriðum s. s. úúrslitum forkeppni knatt- leikjanna, helztu atriðum sem þama verða til skemmtunar, áformum um ut- anför að loknu landsmóti o. fl. o. fl. Þótti fundurinn í alla staði heppnast prýðilega. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.