Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 28
4. æfing: 1. 25—30 mín. upphitun. 2. 6—8 sinnum 400 m. hlaup á um 73— 75,5 sek. hvert hlaup, með allt að 2Vz mín. hvíldum á milli (púlsinn 120 slög). 3. 2500 m. hlaupnir á um 12 mín. með 8x50 m. löngum sprettum inn á milli. Sérstök áherzla lögð á að sprettirnir falli létt og leikandi inn í hlaupið og að allur stíll sé mjúkur og óspenntur. 4. Leikið sér við ýmis köst eða stökk eftir aðstæðum í um 10—15 mín. Gott bað. Gufa. 5. æfing: 1. 25.30 mín. upphitun. 2. 6x200 m. hraðaaukningahlaup; jöfn hraðaaukning og 40 m. á næstum því fullum hraða í lokin. 3. 6—8x150 m. hraðahlaup á 21,5—23,5 sek. hvert hlaup og með 3—7 mín. milli hlaupanna. 4. Létt skokk í 5—10 min. Gott bað. 800 m. hlauparar Æfingar 5 sinnum í viku (alls 15) og alltaf lögð áherzla á léttan fótaburð og þess vandlega gætt, að öll einstök hlaup hverrar æfingar séu framkvæmd án nokkurrar spennu. Ef sá hraði, sem ég áætla í æfingunum, veldur svo miklu erf- iði, að ekki er hægt að framkvæma hann án þess að verða stífur, þá verður við- komandi íþróttamaður að hlaupa á held- ur lakari tíma á sínum æfingum en skrifa þá tímana vandlega hjá sér til minnis. Þeir tímar, sem ég geri ráð fyrir, miðast við að 800 m. hlaup hafi á s.l. ári verið hlaupið á 2,14—2,20 mín. 1. æfing: 1. Upphitun í 25—30 mín. 2. 8—10x300 m. hlaup á um 53—55 sek. hvert hlaup með iy2 mín. hvíld milli hlaupa, eða svo langa hvíld sem það tekur púlsinn að komast í 120—124 slög. 3. Létt hlaup í ca. 15—20 mín. ásamt hoppum til styrktar ökklum og hnjám. 4. 5—10 mín. létt skokk. Gott bað. 2. æfing 1. Byrja skal á léttri upphitun i upphafi hlaupsins, sem er langhlaup án þess að stöðva, í um 65 mín., þar sem hraði allur er mjög mismikill og hraðabreyt- ingar komi létt og leikandi, og sprettir teknir helzt upp í móti, 80—100 m. langir, og eigi færri en 6—8 að tölu. Siðustu 90 sek. æfingarinnar skulu út- færðar sem lokasprettur! Gott bað. Gufa. 3. æfing: 1. Ath.: Upphitun nú í 35—45 mín. 2. 10—14x200 m. hlaup á 31,5—33 sek. hvert hlaup með um 3—7 mín. hvíldum milli hlaupa. 3. Létt skokk í 5 mín. 4. 1200 m. hlaup á 4,00—4,10 mín. 5. Létt ,,jogg“ í 5—10 mín. Gott bað. 4. æfing: 1. Upphitun í 25—30 mín. 2. Hlaup út í buskann í 30 mín. með öll- um hugsanlegum tilbreytingum, sem þið getið fundið upp á. 3. 5 mín. létt skokk á heimleið. Gott bað. Gufa. 5. æfing: 1. Upphitun í 25—30 mín. 2. 4—6 sinnum 600 m. hlaup á 1,55—1,58 mín. hvert hlaup. Hvíldin á milli þarf að vara þangað til púlsinn er niðri í 120—124 slögum á mínútu. 3. 3x400 m. á 74—76 sek. hvert hlaup og einnig með hvildum þar til púlsinn er niðri í 120 slögum. 4. Létt „jogg“ í 5—10 mín. Gott bað. Gufa. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.