Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 13
2. Edda Lúðvíksdóttir UMSS 1.47 3. Sigríður Jónsdóttir HSK 1.40 4. Sigriður Skúladóttir HSK 1.40 5. Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ 1.40 6. Arna Antonsdóttir UMSE 1.40 Ólöf Halldórsdóttir HSK 1.40 Björg Kristjánsdóttir UMSK 1.40 Kringlukast: 1. Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH 34.49 2. Sigríður Gestsdóttir USAH 32.44 3. Ingibjörg Sigurðardóttir HSK 29.75 4. Emilía Baldursdóttir UMSE 29.59 5. Halldóra Ingólfsdóttir USÚ 29.15 6. Arndís Björnsdóttir UMSK 28.63 Kúluvarp: I. Halldóra Ingólfsdóttir USÚ 10.49 2. Emilía Baldursdóttir UMSE 10.40 3. Björk Ingimundardóttir UMSB 10.30 4. Alda Helgadóttir UMSK 10.24 5. Kristín Guðmundsdóttir HSK 10.15 6. Sólveig Þráinsdóttir HSÞ 10.01 Spjótkast: 1. Arndís Björnsdóttir UMSK 36.80 2. Alda Helgadóttir UMSK 35.02 3. Sólveig Þráinsdóttir HSÞ 32.44 4. Sif Haraldsdóttir HSH 30.78 5. Emilía Baldursdóttir UMSE 30.36 6. Halldóra Guðlaugsdóttir UÍA 29.98 UMF. ÞRESTIR í Innra-Akraneshreppi hélt upp á 20 ára afmæli sitt hinn 28. nóv. s. 1. í félags- heimilinu Miðgarði. Þangað var boðið nú- verandi og fyrrverandi ungmennafélög- um og gestum. Formaður félagsins, Anton Ottesen, setti samkomuna og rakti síðan sögu fé- lagsins, sem var stofnað 24. sept. 1950. Fyrsti formaður Þrasta var Jón A. Guð- mundsson, Innra-Hólmi. Þrestir höfðu félagsmiðstöð sína fyrst í barnaskóla hreppsins, en þegar félagsheimilið Mið- garður var byggt, lögðu ungmennafélag- arnir fram krafta sína af dugnaði við þá framkvæmd og félagið fékk stórbætta félagsaðstöðu i félagsheimilinu, sem var fullbyggt 1956. fþróttir hafa verið á dag- skrá hjá Þröstum allt frá upphafi, og í dag eru það sérstaklega knattspyrnulið félagsins, sem lætur að sér kveða. Á afmælissamkomunni flutti Sigurður Guðmundsson, skólastjóri á Leirá, kveðj- ur frá UMSB og UMFÍ. Meðal dagskrár- atriða var kvæði, sem Þórarinn Jónsson flutti félaginu í tilefni afmælisins. í því eru m. a. þessi erindi: Þrestir munu á verði vaka, á verkefnum með elju taka — ungmenna að stækka starf. Leita að glöggu leiðarmerki, leita i sólarátt í verki, þjóðar vorrar þekkja arf. Þresti kveð að þessu verki, Þrestir, undir ljóssins merki, munu syngja sæmdaróð. Sýna mátt og manndómsvilja, mannúð auka, þjáning skilja. Hugsjón slik til heilla er góð. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.