Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 3
elenzku vélstjórar fundu sjálfir, að þá skorti nokkuð til að geta rækt starf sitt eins og hug- ur þeirra stóð til. Og þó að ekki væru miklar líkur til þess, að nokkur þeirra hefði aðstöðu til að sækja Vélskólann, sem þeir sáu í hilling- um hér í Reykjavík, létu þeir það ekki aftra sér, en sóttu málið fast. Fræðileg undirstaða var talin nauðsynleg undir vélstjórastarfið er- lendis og eins hlaut hér að verða, þó allt væri í smáum stíl. Þeir sneru sér til hæstarréttarlögmanns, Sveins Björnssonar (nú forseta íslands), og nutu um skeið aðstoðar hans við þetta mál og önnur. Voru þeir óefað heppnir í valinu, því að Sveinn Björnsson var í senn velmetinn lögfræð- ingur og glöggur á framtíðarþarfir íslenzkra atvinnuvega. Ekki er hægt annað að segja, en að málaleitun vélstjóranna væri vel tekið. Alþing- ismenn sýndu málinu góðan skilning yfirleitt. Lög voru sett um vélgæzlu í íslenzkum skipum, og var einkum miðað við stærð togaranna, sem þá höfðu verið keyptir til landsins. f vélfræði- kennslunni var ekki farið lengra en svo, að deild var stofnuð við Stýrimannaskólann. Eftir at- vikum var það góð byrjun, þar eð nemendur hlutu að verða fáir fyrst um sinn. Var hafin kennsla í vélfræðideild Stýrimannaskólans haustið 1911. Fljótlega kom í ljós, að kennslan, sem veitt var í vélfræðideild þessari, var heldur lítil. Eft- ir því, sem íslenzku vélstjórarnir kynntust þess- ari fræðigrein betur, svo og starfinu á skip- unum, komust þeir að raun um, að auka þurfti kennsluna að mun. Haustið 1913 sneri Vélstjórafélagið sér enn til ráðuneytisins og óskaði eftir því, að vélfræði- kennslan yrði aukin og gerð að tveggja vetra námi. Tók ráðuneytið málinu vel og fól for- stöðumanni Stýrimannaskólans að undirbúa frumvarp um aukningu kennslunnar. Sfuddist skólastjórinn nokkuð við óskir vélstjóranna og mun einnig hafa leitað álits vélfræðikennarans við skólann. Að undirlagi Vélstjórafélagsins var skóla- frumvarpið lagt fyrir sumarþing 1915 og hlaut samþykki, jafnhliða var samþykkt breyting á vélgæzlulögunum frá 1911. Tók Vélskólinn í Reykjavík til starfa í tveim deildum þegar um haustið, nokkru áður en lögin voru staðfest af konungi. Annar bekkur l Vélskólanum í Reykjavík 1948—'49. V I K I N □ U R 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.