Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Síða 10
Benedikt Sveinsson stjórnarformaður Eimskips er ekki á þeirri skoðun að íslensk farmannastétt muni líða undir lok á næstunni. í viðtali við Sæmund Guðvinsson ræðir Benedikt um útflöggun íslenskra kaupskipa, mönnun þeirra og fleira sem því tengist íslendingar eru góðir sjómenn Á aðalfundi Eimskipafélags (slands í mars var Benedikt Sveinsson kjörinn stjórnarformaður félagsins. Hann hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 1986 og gjörþekkir því innviði þess og alla starf- semi. Skipstjóra- og stýrimannafélag Is- lands hefur enn á ný vakið athygli á sífækkandi störfum íslenskra farmanna og telur hættu á að stéttin hverfi innan fárra ára ef heldur fram sem horfir. Þessum bolta er varpað yfir til Benedikts í upphafi viðtalsins. -Mun íslensk farmannastétt líða undir lok á næstu árum? „Ég tel svo ekki vera og held aó það sé óþarflega mikil svartsýni að álykta svo, þótt veruleg fækkun hafi orðið í farmanna- stétt á undanförnum árum. Stækkun og fækkun skipa ásamt aukinni tæknivæðingu hefur af eðlilegum ástæðum leitt til fækk- unar í þessari grein, og við getum séð sambærileg- ar breytingar í ýmsum öðrum greinum í þjóðfélaginu, en síðan er fjölgun á öðrum svið- um.“ -Er það ekki æskilegt að sem flest skip íslenskra kaupskipaútgerða sigli undir íslenskum fána með íslenskum áhöfnum? Nú er að- eins eitt af skipum Eimskips undir íslensk- um fána og í eigu Eimskips. Er það ekki metnaðarmál fyrir svo stórt og gamalgróið fyrirtæki sem Eimskip að sýna íslenska fánann á höfunum og í erlendum höfnum? „Rétt er að hafa í huga þá miklu breytinu sem hefur orðið á undanförnum árum, þar sem flestar þjóðir hafa þurft að horfa upp á þjóð- fánann hverfa að einhverju marki af skip- um í eigu út- gerða í við- komandi landi. Eimskip er með 9 skip í áætlanaflutn- ingum og langflest þeirra eru í eigu fé- lagsins þótt þau séu skráð erlendis. Það er hagkvæmt fyrir félagið að hafa skipin skráð erlendis meðal annars vegna til- kostnaðar við skráningu skipa hér á landi og til að skapa sveigjanleika í mönnun, ef skip er um tíma einvörðungu í rekstri er- lendis. Fyrirtækið getur ekki leyft sér gagn- vart hluthöfum og viðskiptamönnum að greiða stórar fjárhæðir til að sýna íslenska fánann á höfunum og í erlendum höfnum. Við þurfum að hafa aðrar leiðir til þess að kynna okkar þjóðerni. Að sjálfsögðu væri ánægjulegra að geta skráð skip í eigu fé- lagsins hér á landi, en til þess að svo geti orðið þurfa aðstæður að breytast." Hagræðið skiptir máli -Fjárhagsstaða Eimskips er sterk og hagnaður í fyrra nam 1,3 milljarði króna. Hvað sparar félagið mikið með því að hafa erlenda sjómenn í stað íslenskra? „Vert er að hafa í huga að af þessum hagnaði, 1,3 milljarði voru yfir 500 milljónir króna vegna sölu á einu skipi, Vegu, sem áður hét Brúarfoss. Heildarafkoma þessa árs gefur því ekki rétta mynd af afkomu af hefðbundnum rekstri félagsins. Öðru hvoru hefur félagið verið með skip í rekstri er- lendis, til dæmis meðan leitað er að kaup- endum, þegar skip henta ekki lengur í ís- landssiglingum. Það sýnir vel, hve hag- kvæmt það getur verið að eiga möguleika á að reka skip erlendis, en forsenda þess er að skipið sé mannað útlendingum að stærstum hluta. Það hefði verið erfitt fyrir félagið að fara þá leið, ef eingöngu hefðu verið íslenskar áhafnir á skipum í siglingum erlendis og félagið þá ef til vill knúið til að selja skip á óhentugum tíma. Þetta sýnir að erfitt er að meta það hvað sparast með því að hafa erlenda sjómenn. Þetta er ekki eingöngu spurning um launakostnað, heldur einnig sveigjanleika, möguleika á að reka skip tímabundið erlendis og fleira. Hagræðið skiptir aftur á móti verulegu máli, yfirleitt tugum milljóna króna á ári.“ ÍSLENSKAR ÁHAFNIR -í ársskýrslu Eimskips 1998 segir: „Það Vertu fær í flestan sjó O Eldsneyti á skip og báta O Þurrkupappír og skammtarar O Rafgeymar og hleðslutæki O lce clean háþrýstiþvottakerfi O Smurolíur fyrir allar vélar O Vinnugallar, vinnuskór og vettlingar O Hreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu 0' [800HM»1 Pantanasími: 515 1100 Pantanir í fax: 515 1110 olis léttir þér lífíS Þjónusta viö sjávarútveginn 10 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.