Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Page 39
Vilji til samvinnu um átak í öryggismál Komið verði á öryggiskerfi í fiskiskipum og báftum Farmanna- og fiskimannasambandið, LÍÚ, Sjómannasambandið, Slysavarnarfélagið og Vélstjórafélagið undirrituðu á síðasta ári sam- þykkt þess efnis að aðstoða við uppbyggingu óryggiskerfis fyrir sæfarendur. í framhaldi af því ritaði Slysavarnarfélagið samgönguráðu- neytinu bréf þar sem verkefninu er lýst og far- ‘ð fram á að samgönguráðuneytið hafi for- göngu um framkvæmd verkefnisins. Halldór Úöndal samgönguráðherra mæltist til þess að Siglingastofnun boðaði til fundar með aðil- Ufn samþykktarinnar og var hann haldinn þann 12. apríl síðast liðinn þar sem málið var r®tt frekar. I bréfinu sem Slysavarnarfélagið sendi samgönguráðuneytinu kemur meðal annars eftirfarandi fram: Markmiðið með öryggiskerfinu er að koma á ákveðnu skipulagi hvað varðar vinnu- brögð og meðferð öryggismála um borð í fiskiskipum og bátum. Þessu kerfi er ætlað að uPpfylla öll íslensk lög og reglur um öryggi sjómanna, svo og alþjóðlegar kröfur, sem ís- únsk stjórnvöld hafa viðurkennt. Kerfinu er stlað að taka mið af alþjóðlegum öryggiskerf- Um og auka innra öryggiseftirlit áhafna og út- gerða. I>að skal vera samræmt, þannig að sómu grundvallar vinnureglur gildi á öllum skipum og bátum hvað varðar ábyrgð og verkaskiptingu. Þannig geta sjómenn verið vissir um að ef þeir skipta um skipsrúm, þá ganga þeir að sama kerfinu annars staðar. Ör- yggiskerfið skal innihalda lýsingar á vinnu- terli allra helstu verkþátta um borð í hverjum kát og skipi og tryggja skipulega fræðslu og skráningu öryggiseftirlits. Loks skal í því fólg- ln staðfesting á því að öryggisreglur séu haldnar og gripið hafi verið til úrbóta ef þörf er a. Kerfið á að reyna í tíu til tuttugu skipum °g bátum af mismunandi stærðum og gerð- ttm og er aðalmarkmiðið með þessu auðvitað að gera sjómennskuna öruggari og koma í veg fyrir slys á mönnum og tjón á verðmætum. Markviss úttekt verður gerð á slysagildrum um borð. Skráning alls verklags í samvinnu þjálfaðra rannsóknarmanna og reyndra sjó- manna á að geta leitt í ljós hvaða staðir, verk- lag og aðstæður bjóða hættum heim. Einnig verður stuðst við slysaskrár. Auk þess að finna hættustaði um borð, þarf að huga að aðstæð- um eins og áhrifum veðurs, birtu, hálku og svo framvegis með það í huga að draga úr slysahættu. Þá þarf að huga að hlut þreytu, vöku og jafnvel kulda á í orsökum slysa. Hver er þáttur samskipta manna í orsökum slysa? Eru misskilin fyrirmæli slysavaldur? Við hvaða aðstæður? Hvernig má bæta úr því? Hver er þáttur búnaðar? Hver er þáttur vinnuaðferða? Svona mætti lengi telja. Haft er samráð við Siglingastofnun, Vinnueftirlit og flokkunarfélög um eftirlitsþætti, tíðni eft- irlits og viðmið. Samkvæmt lögum ber skip- stjóri ábyrgð á að fyllsta öryggis sé gætt um borð í eigin skipi og það breytist ekki, en með öryggiskerfinu er ábyrgðinni dreift á kerfis- bundinn hátt á alla áhafnarmeðlimi, útgerð og þjónustuaðila. Skipaðar verða öryggisnefndir um borð í skipunum og eiga þær að fylgja því eftir að farið sé eftir kerfinu og öryggiskerfið sé virkt. Öryggisnefnd hvers skips tekur við ábending- um til dæmis frá áhöfn um hættur og eftirlits- staði, hún ákveður hver skuli annast eftirlitið, hvenær og hve oft. Skipstjóri getur falið nefndinni að taka á móti nýliða og nefndin skipi honum sérstakan umsjónarmann, sem er fyrst um sinn persónulegur leiðbeinandi og ráðgjafi nýliðans. Umsjónarmaðurinn sýnir nýliðanum skipið og kynnir fyrir honum staðsetningu öryggistækja og hvaða öryggis- reglur eru í gildi um borð í skipinu. Nýliðinn fær í hendur bækling, þar sem skipinu er lýst, einnig er þar að finna lýsingu á vinnutilhög- un, upplýsingar um öryggiskerfið og helstu hættur um borð í skipinu. Mjög mikilvægt er að öryggisnefndin njóti trausts og stuðnings stjórnenda skipsins. Öryggisnefndin heldur fundi með áhöfn og útgerð skipsins eins oft og þurfa þykir og fer þá yfir helstu öryggis- þætti skipsins og kemur á framfæri óskurn um lagfæringar og úrbætur. Útgerð og þjón- ustuaðilar skipsins í landi verða að taka virk- an þátt í öryggiskerfi skipsins og á öryggis- nefndin að fylgja því eftir. ■ Önnumst allar raflagnir og vi&gerðir i bátum, skipum og verksmi&jum. Aratuga þjónusta viö islenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuöu starfsfólki. SEGULL HF. Nýlendugötu 26 Sími: 551 3309 Fax: 552 6282 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.