Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 6
Formannaráðstefna FFSÍ íslenskri farmannastétt að blœða út — skipstjórar útdauðir eftir 15 ár Hópurinn fyrirframan Herjólfsbæ. að var ekki æsingurinn í körlunum sem hittust á formannaráðstefnu Far- manna- og fiskimannasam- bandsins í Vestmannaeyjum dagana 23. og 24. nóvember. Undiraldan var engu að síður þung. • Forsetinn, Árni Bjarnason, reið á vaðið og gerði að meðal annar að umtalsefni þá skelfilegu staðreynd að alþingismenn hefðu næsta lítinn áhuga á að endurvekja kaupskipaflota þjóðarinnar. Á meðan önnur Norðurlönd leggja sig í framkróka við að efla hag farmanna sinna og kaupsiglingar þá yppa íslenskir ráðamenn öxlum og segja: t>ví miður, það gengur ekki að styðja við bakið á einum atvinnuvegi umfram annan. Svo sér maður þessa sömu alþing- ismenn í sjónvarpi kyssa fúlskeggjaða og litt skeggjaða kvikmyndagerðarmenn um leið og tilkynnt er um háa ríkisstyrki til að gera bíómyndir. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af fleirum sem mætti nefna um sértæka stjórnvaldsaðgerð þar sem einni atvinnugrein er hyglað umfram aðrar. t>að fór ekki á milli mála að formönn- unum, sem mættir voru á þingið, hraus hugur við þessu skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda. Allir íslenskir farmenn í millilandasiglingum væru orðnir erlendir launþegar, flestir ráðnir hjá færeyskum útgerðum. Þeir væru um leið sviptir rétt- indum sem íslenskir skattborgarar, þeir væru dottnir út úr almannatryggingakerf- inu, ættu ekki rétt á atvinnuleysisbótum né fæðingarorlofi, og hreint út sagt, staða þeirra sem íslenskra ríkisborgarar væri í mörgu tilliti ansi óljós. Til að bæta gráu ofan á svart blasti það við að innan fimmtán ára yrðu flestir íslensku skipstjóranna, sem leggja fyrir sig kaupsiglingar, komnir á eftirlaun. Arftakar þeirra eru ekki sjáanlegir. • Formennirnir fóru um víðan völl í umræðum sínum og lýstu meðal ann- ars yfir ánægju sinni með að hvalveiðar skyldu vera hafnar að nýju. Og það þrátt fyrir allan þann „ ... skefjalausa heimatil- búna áróður sent haldið hefur verið uppi af hálfu íslenskra fjölmiðla ... “ gegn nytj- un hvala. Hvali á að veiða á sömu sjálf- bæru forsendunum og aðra nytjastofna hér við land. • Einnig var samþykkt ályktun unt nauðsyn þess að rannsóknaskipum Hafró sé haldið úti og þau nýtt af fullum krafti allt árið „ ... en þurfi ekki að liggja í höfn langtímum saman vegna skorts á rekstr- arfé.“ • Fjölmiðlar voru i kastljósinu. Samþykkt var að skora á menntamálaráðherra að bæta þjónustu RÚV við sjómenn og bent á að Auðlindin hefði verið lögð niður sem væri þó eini útvarpsþátturinn sem fjallaði um útgerð á íslandi. Við viljum endurvekja Auðlindina eða sambærilegan fréttaskýringaþátt, var sam- eiginlega niðurstaða formannanna. Þeir beindu því líka til menntamálaráðherra að sjónvarpsútsendingar RÚV um gervi- hnetti yrðu með þeim hætti að bæði land og mið gætu notið þeirra en ekki aðeins fólk i landi eins og nú er. • „Verðmyndun á sjávarafla á að ákvarð- ast af verði á fiskmörkuðum eða afurða- verði,“ var samdóma álit ráðstefnugesta. • Kjör aldraðra eru ekki sæmandi og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sýnt viðleitni til að bæta þau þá er ekki nóg að gert, sögðu formennirnir, og skoruðu á alþing- ismenn að bæta úr þannig „ ... að kjör ellilífeyrisþega verði með þeint hætti að sómi sé af fyrr alla landsmenn." 6 - Sjómannablaið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.