Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 10
Formannaráðstefna FFSÍ Um 100-200 manns byggju í Eyjum - ef hér vceri ekki sjávar- útvegur, sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson á formannaráð- stefnu FFSÍ An sjávarútvegs byggju um 100- f , 200 manns í Vestmannaeyjum sem væru að vinna í ferðaþjónustu og því tengdu,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, á formannaráð- stefnu FFSÍ sem haldin var í Eyjum. Binni, eins og hann er jafnan kallaður, kom víða við í áhugaverðum fyrirlestri og talaði um mikilvægi þess að sjómenn og útgerðarmenn stæðu saman. „Það má líkja þessu við ÍBV. Ef liðið vinnur ekki allt saman þá vinnast engir titlar. Þetta er sameiginlegt hagsmunamál okkar og við eigum þetta allt saman. Það er mikilvægt að við séum ekki að slást innbyrðis. Sjávarútvegurinn var mikil- vægasta greinin í landinu og hún getur orðið það aftur. Menn eru ekki að slást Sigurgeir Brynjar Krístgeirsson framkvœmda- stjóri VSV í bönkunum, þar vinna menn saman og eru að ná frábærum árangri," sagði Binni og talaði næst um mikilvægi þess að góðir menn fengjust til að stjórna skipum. „Þetta eru menn sem eru á góðum launum, oft með þau hæstu sem fyrirtækið greiðir. Það er mikilvægl að þeir séu góðir stjórnendur og taki réttar ákvarðanir.“ Ekkert mál að hreinsa upp fiski- miðin Binni sagði að með þeirri tækni sem til staðar væri í dag væri auðvelt að hreinsa upp öll fiskimið við ísland. „Mikilvægasta sameiginlega hagsmuna- mál okkar er umgengni um fiskimiðin og án nokkurs vafa er uppbygging þorsk- stofnsins besti fjárfestingarkosturinn í íslenskum sjávarútvegi í dag. Við verðum að setja okkur markmið til lengri tíma og vinna sarnan," sagði Binni og spáði að lokum í stöðu sjávarútvegsins eftir 10 ár. „Ég geri mér vonir um að þá verði fiski- stofnar við ísland stórir og verð gott. Að sjávarútvegur verði eftirsótt grein og að illdeilum um og innan stéttarinnar verði lokið," sagði Binni að lokum. Valur Bogason, Halldór Guðbjörnsson, Bergur Krístinsson, Ægir Steinn Sveinþórsson, Vilhjálmur Sigurðsson, Heimir Tryggvason, Harald Holsvik, Reynir Björnsson, Árni Bjarnason, Stefán Birgisson, Vignir Traustason, Bergur Guðnason, Guðjón Armann Einarsson, Jóhannes Jóhannesson, Örn Einarsson. 10 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.