Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 12
¥ • / 11 LjosmynaaKeppm Sjómannablaðsins Víkings Nú líður brátt að lokum fimmtu ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings en lokaskilafrestur er 31. desember næstkomandi. Á undanförnum árum hefur fjöldi þátttakenda stöðugt aukist og myndaflóran er orðin gífurlega fjölbreytt. Eins og áður er keppt um þrenn innlend verðlaun en 15 bestu myndir keppninnar fara síðan í hina Norrænu ljósmyndakeppni sjómanna sem að þessu sinni verður haldin í Finnlandi í febrúar. Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings er skipuð þremur mönnum sem velja vinningsmyndirnar, auk tólf annarra mynda sem síðan halda áfram og taka þátt í norrænu keppninni. Þar mun þriggja manna dómnefnd velja bestu ljós- myndir norrænna sjómanna fyrir árið 2006. í þeirri keppni taka þátt danskir, sænskir, norskir, finnskir og íslensk- ir sjómenn en einnig er búist við að Færeyingar verði og með í fyrsta sinn. Reglur keppninnar eru svohljóð- andi: • Allir sjómenn á norrænum skipum geta tekið þátt í keppninni. • Ljósmyndari þarf að hafa verið í skip- rúmi á síðustu árum. Ein ferð nægir til að öðlast þátttökurétt. • Höfundur myndar telst sá sem ýlir á afsmellarann á myndavélinni. • Myndirnar þurfa ekki að vera teknar um borð í skipum eða við sjóinn, allar myndir eru gjaldgengar. • Myndirnar þurfa ekki að hafa verið teknar á árinu heldur geta menn kafað í ljósmyndasafnið sitt eftir efnilegum myndum. • Myndir skal senda inn í pappírsformi og er æskileg stærð mynda 20x30 en þó ekki skilyrt. • Stafrænar myndir skulu einnig sendar á geisladiski í mestu gæðum. • Hver keppandi má senda inn allt að 15 myndir. • Allar ljósmyndir skulu merktar ljós- myndara. • Með hverri mynd skal vera stutt lýsing á myndinni þar sem henni er gefið nafn sem og hvar og hvenær hún var tekin. Þá skal upplýst á hvaða skipi ljósmynd- ari var á. Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér rétt til að birta allar myndir sem sendar eru inn í keppnina án endurgjalds. Þær myndir sem fara áfram í norrænu keppn- inni áskilja þau velferðatímarit norrænna sjómanna, sem eru aðilar að keppninni, sér rétt til að birta án endurgjalds. íslenskum sjóljósmyndurum hefur vegnað ágætlega í þeim fjóru norrænu keppnum sem Sjómannablaðið Víkingur hefur tekið þátt í til þessa. Um leið og þið virðið fyrir ykkur þessar þrjár ljósmyndir úr keppn- inni 2005, vill Víkingurinn hvetja alla sjómenn til dáðríkra verka bak við myndavélina en myndir skulu sendar til Sjómannablaðsins Víkings merktar: Sjómannablaðið Víkingur, Ljósmyndakeppni 2002 Borgartúni 18 105 Reykjavík Einnig er hægt að senda stafrænar myndir rafrænt á iceship@heimsnet.is en hafa ber i huga að einnig þarf að senda þær myndir á diski til blaðsins. Látið nú hendur standa fram úr ermum og missið ekki af þessu tækifæri. Örvænting ejtir Jón Pál Ásgeirsson. 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.