Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 25
7. mynd. Ásæta. Epiphyte. Ljósm. photo Þóra Ellen Þór- hallsdóttir. ur eru jafnframt sníkjuplöntur og taka næringu sína að meira eða minna leyti frá hýsilplöntunni, eins og t.d. mistil- teinar gera. Mistilteinar eru af ættinni Loranthaceae en af þeim eru nokkrar tegundir. Hver mistilteinstegund er ekki bundinn við ákveðna tegund hýs- ilplöntu en hins vegar hefur hver teg- und ákveðið dreifingarmynstur með hæð í skóginum. Rætur þeirra smjúga inn í stofn eða greinar hýsilplöntunnar og þangað sækir mistilteinninn vatn, næringarefni og stundum einnig sykrur. Skógarnir eru sígrænir. Flest trén eru það einnig en nokkrar tegundir fella lauf á vissum árstímum. Tré eru að blómgast og þroska aldin á öllum tímum árs. Sumar plöntur eru í blóma meira og minna allt árið en önnur blómgast á vissum tímum. Eitt kemur einkennilega fyrir sjónir. Mörg trjánna bera blómin á bolnum sjálfum eða greinunum. Evrópubúar sem fyrstir sáu þetta, héldu sumir að blómin til- heyrðu blaðlausum sníkjuplöntum sem lifðu inni í trénu og gáfu þeim jafnvel latnesk heiti (sjá Whitmore 1984). Mörg fíkjutré bera svona blóm og mynda aldinin seinna klasa utan á boln- um. Ef til vill er auðveldara fyrir dýr að sjá og nálgast aldinin á bol eða grein en þegar þau eru hálffalin á milli blaða. I skóginum ríkir ekki þögn því sí- felldur kliður berst frá engisprettum 19

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.