Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 2

Samvinnan - 01.12.1964, Side 2
Kópavogskirkja, séð að innanverðu. Arkitekt: Hörður Bjarnason. Ráðunautur um útlit innankirkju: Hörður Ágústsson. Gluggamálverk: Gerður Helgadóttir. Ljósmynd: Þorvaldur Ágústsson. Samvinnan NÓVEMBER—DESEMBER — LVIII. árgangur. 11—12. Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga. — Ritstjóri og ábyrgðarmað- ur: Páll H. Jónsson. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. E F N I : 2. Hið sanna ljós, sr. Priðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófastur. 4. Stöng í Þjórsárdal — fjölsóttur ferðamannastaður, Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. 6. Aðalbjargráð vanþróuðu ríkjanna — öflugt samvinnustarf, viðtal við Erlend Einarsson, forstjóra SÍS. 9. Jólakrossgátan. 10. Jólakveðjur kaupfélaganna. 11. „Þið hafið leitt ljós og orku til bandarískra sveita", Lyndon B. Johnson, Bandarikjaforseti. 12. Frá Alfa-Laval. 13. Samvinnuskip í átján ár, Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri. 15. Páll H. Jónsson skrifar um samvinnumál. 16. í austurveg, þættir úr bændaför Strandamanna 1963, Guð- brandur Benediktsson, Broddanesi. 20. Upprifjun, smásaga eftir Friðjón Stefánsson. 22. Um ketilinn og smiðinn, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, myndskreyting eftir Benedikt Gunnarsson. 24. NATO fimmtán ára. 25. Samhringing. 26. Kaupfélag Hafnfirðinga — brautryðjandi nýtízku verzlunar- hátta, rætt við Ragnar Pétursson, kaupfélagsstjóra. 27. Samvinnufélögin munu ryðja brautina með kjörvagna jafnt sem kjörbúðir, Jóhann Þorsteinsson. 28. Heimilisþáttur, Bryndís Steinþórsdóttir. 30. Verzlunarhættir kaupmannanna gerðu mig að sannfærðum samvinnumanni, rætt við Hermann Jónsson á Yzta-Mói. 32. Byggðasafnið að Skógum, rætt við Þórð Tómasson, safn- vörð. 35. Bréf til barnanna í Koti. 36. Páhaninn heimski, bandarískt ævintýri, Heimir Pálsson þýddi. 37. Föndursíðan. 45. Minningarorð um Jón Aðalstein Sigfússon frá Halldórsstöð- um. 49. Minningarorð um Stefán Baldvinsson í Stakkahlíð. 53. Áin mjó, ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Brún. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambandshúsinu, Reykjavík. — Ritstjórnarsími er 17080. — Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00. — Gerð myndamóta annast Prentmót h.f. — Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f. Jllllllli®".. / ’ \ HW SAJÍ^J' LJÓS Hið sanna Ijós, sem u'pplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. (Jóh. 1,9). Þessa fögru setningu, meitlaða að formi og hugsun, lesum vér í annarri höfuðlexíu jólanna, u'pphafi Jóhannesarguðspjalls. „Mannleg sál skal pekking þrá, par til sjónin fjarlœgð eyðir, unz vors hugar rök og ráð rata allar himnaleiðir“. En heitasta þekkingarprá mannsins ætti að vera sú, að fá Ijósi varpað á sjálfan hann. Það er hans brýnasta þörf. Veröldin er svo stór, og maðurinn virðist svo smár. Fyrir púsundum ára var sagt: „Drottinn, pegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, sólina og stjörnurnar, sem þú hefur skapað, hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans, og manns- ins barn, að þú vitjir þess?“ Það er í sannleika furðulegt, hve mikið þessi smáa og hverfula vera, maðurinn, veit nú þegar um hina stœrstu stœrð og hina minnstu smœð, um vetrarbrautir geimsins og sólkerfi atómsins. Skeyti sín hefir hann sent til sólar og nú undir- býr hann kynnisferð til tunglsins í náinni fram- tíð. Undarlegast alls er þá, hve lítið hann virðist vita um sjálfan sig. Þar œttu þó að vera hœg heimatökin. En svo er ekki. Alltaf er verið að halda því fram, að hann sé nauða lítilmótleg vera og — alls ekki sál. Mennirnir eru að verða margir á jörðinni. Eftir því sem líf þeirra verður flóknara, verður þörf- in œ brýnni að leysa lífsgátuna. Hvaða tillit á maðurinn að taka til sjálfs sín? Hvaða tillit á hann að taka til annarra manna? Hvers þarf hann að gæta í sambúð sinni við þennan álheim, sem hann er staddur í? Víða hefir borizt frásaga um það, er kristni- boðar komu fyrst til Suður-Bretlands. Þeir hittu þar fyrir vopnaða og bardagavana menn, er söfn- 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.