Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 26
Ragnar Pétursson Plest kaupfélaga þeirra, er aðild eiga að systursambönd- um SÍS í nágrannalöndunum — Kooperativa Förbundet í Svíþjóð, Norges Kooperative Landsforening í Noregi, Fælles- foreningen for Danmarks Brugsforeninger í Danmörku, svo einhver séu nefnd — eiga það sammerkt að þau eru neyt- endafélög. Öðruvísi er þessu farið með obbann af íslenzku kaupfélögunum, þau eru vel- flest í senn félög framleiðenda og neytenda. Undantekningar eru þó frá þessari reglu, og ber þá fyrst að nefna þau félög tvö, er stað- sett eru þar sem þéttbýli er mest á landinu, í Reykjavík og Hafnarfirði. Hér fer á eftir við- tal, sem Samvinnan átti fyrir skemmstu við kaupfélags- stjóra síðarnefnda félagsins Ragnar Pétursson. Ragnar hef- ur haft á hendi framkvæmda- stjórn félagsins mestan hluta þess tíma, sem það hefur starfað, eða síðan 1947, en þar áður var hann bæjarstjóri í Neskaupstað. Á þessum tíma hefur þetta félag, sem upphaf- lega var lítið og fátækt laun- þegafélag, orðið að langstærsta verzlunarfyrirtæki Hafnar- fjarðar og í röð þeirra stærstu á Suðvesturlandi öllu. Matvöru- búðir þess skara langt fram úr öðrum í kaupstaðnum hvað snertir nýtízkuleg og hagkvæm tæki og innréttingar, góða og hreinlega umgengni. Það hef- ur frá upphafi verið í farar- broddi er innleiða skyldi nýja og hagkvæma verzlunarhætti hér á landi; þannig varð það, ásamt Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og Kaupfélagi Árnesinga, fyrst til að stofn- setja kjörbúð hérlendis árið 1955, og fyrst allra verzlunar- fyrirtækja íslenzkra hóf það rekstur kjörvagna, sem am langt skeið hafa þótt sjálfsagð- ur hlutur hjá þeim þjóðum er- lendis, sem lengst eru komnar í verzlunarháttum, og Haín- firðingar kunna vel að meta kaupfélag sitt og þá ágætu þjónustu, sem það veitir þeim; það sýnir meðal annars sú staðreynd, að síðan 1960 hefur viðskiptavelta þess fjórfaldast að krónutölu. —Kaupfélag Hafnfirðinga á nú nærri tveggja áratuga ald- ur að baki, sagði Ragnar. — Það var stofnað 11. október 1945 og hóf starfsemi 1. nóv. sama ár. Fyrsti kaupfélagsstjóri var Guðmundur Sveinsson, en fyrstu stjórnina skipuðu Ólaf- ur Þ. Kristjánsson, formaður, Guðjón Guðjónsson, Guðjón Gunnarsson, Óskar Jónsson og Þórður Þórðarson. í núverandi stjórn eiga sæti: Jóhann Þor- steinsson, formaður, Hermann Guðmundsson, Þórður Þórðar- son, Stefán Júlíusson og Hall- steinn Hinriksson. Félagsmenn eru nú um 900 talsins. — En samvinnustarf í Firð- inum á sér þó eldri sögu, er ekki svo? — Jú, sú saga nær að minnsta kosti aftur til 1931, er verkamannafélagið Hlíf kom á fót hjá sér pöntunarfélagi, sem starfaði til ársins 1937. Verður það að teljast vísirinn að Kaup- félagi Hafnfirðinga. Fyrstu verzlunarnefnd félagsins skip- uðu þeir Gunnlaugur Krist- Efri myndin: Verzlunarhúsið við Strandgötu, myndin tekin að kvöldlagi. Á neðri myndinni er einn kjörvagna kaupfélagsins. Kaupfélag Hafnfirðinga — brautryðjandi nýtízku verzlunarhátta 26 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.