Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 50

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 50
urárdal var ekki löng. Ár og gil byltust fram, vatnsmiklar og straumþungar, en nú voru þær brúaðar svo þær hindruðu ekki för vegfarandans. Enda ekkert klassiskt kvæði orkt um Vala- gilsá. Hefði Valagil verið brúað, er skólapilturinn frá Möðru- völlum var á ferðinni fyrir rúmum 80 árum, væru bók- menntir okkar einum gim- steininum fátækari. Ekki er hægt að fara svo um veginn hjá Kotum í Norð- urárdal, að ekki komi í hug- ann hve þreyttum og hröktum vegfarendum, sem komnir voru um Öxnadalsheiði, hefir verið það mikil sæla, er komið var í hlaðið, og þeim veitt þau þægindi, er kostur var. Eitt af þeim mörgu erfið- leikum, sem kynslóðir liðinna alda urðu við að búa, og voru óumflýjanlegir, voru ferðalögin. Víða er þeirra getið í sögum og minningum. En er komið var á bæina þar sem einlæg gestrisni var auðsýnd, gleymdust hætt- urnar og örðugleikarnir, sem ferðamaðurinn var nýsloppinn frá. Snemma á þessari öld, léku sér þarna systkinin, Hallgrím- ur og Ólína Jónasarböm, sem nú eru alþjóð kunn fyrir sínar skemmtilegu tækifærisvísur, og hann fyrir útvarpserindi, sem mörgum hafa skemmt. Þarna út með hlíðinni hefur hver einn bær sína sögu, sem eru þjóðareign. Silfrastaðir, Bóla, Víðivellir og Miklibær. Þar var prestur um 30 ár, séra Björn Jónsson, bónda, Magn- ússonar á Broddanesi. Er rennt var í hlaðið á Ökr- um, var þar fyrir fjöldi heima- manna úr héraðinu. Meðal þeirra karlakór til þess að að skemmta okkur. Félagsheimilið Héðinsminni, hlaut sína fyrstu fjárhæð til byggingar sem minningargjöf aldraðra foreldra, er misstu uppkominn son sinn, Skarphéð- in að nafni í Héraðsvötn. Hann var ókvæntur, en eignir hans, sem voru að sögn tölu- verðar, gáfu gömlu hjónin til þess að byggja samkomuhús fyrir Akrahrepp. Fyrir 3—4 ár- um var byggt við hið gamla hús, svo þarna er nú stór og nýtízkulegur samkomustaður í miðri sveit, og á krossgötum. Akrar eru eitt af stórbýlum Skagafjarðar. Þar er nú fleir- býli. Er Skúli Magnússon, land- fcgeti, var sýslumaður í Skaga- firði bjó hann á Ökrum. Er þar nú eitt hús uppi frá hans tíð. í engu héraði landsins munu hinar fomu torfbyggingar hafa staðið jafn lengi sem í Skaga- firði, einkum inn um héraðið og í dölunum. Þess bera vott bæimir í Glaumbæ og Hólum, kirkjan að Víðimýri og áður nefnt hús að Ökrum. Er komið var út um miðnætti frá ánægjulegu gestaboði, gyllti sólin Tindastól og hinn glæsi- lega fjallahring. Eyjarnar og Þórðarhöfða hillti uppi við spegilskyggnt og blikandi hafið. Og frá þeim fagra stað og in- dæla heimili frændfólks míns í Sólheimum var héraðið fag- urt að sjá. Næsta dag, 21. júní, sem var síðasti dagur ferðarinnar, skyldi farið heim að Hólum og ekið um héraðið. Var með okk- ur Bjami bóndi Halldórsson á Uppsölum, ræðinn og fróður um atburði og merka sögustaði í héraðinu. Segja má með sanni, að hver einn bær á sína sögu, og m'argar þeirra ertu skráðar á spjöld þjóðarsögunn- ar, því þar gjörðust stórir við- burðir, er breyttu högum lands og þjóðar. Hólar í Hjaltadal hafa að líkindum ekki talizt mikil jörð, er Illugi prestur gaf hana til biskupsseturs. En við tilkomu biskups og stöðu hans, hafa flestar jarðir í dalnum samein- azt staðnum. Svo hefir reisn staðarins einnig notið hins bú- sældarlega héraðs og stórbýla þeirra er þar vom, með þeim auðmönnum og héraðshöfð- ingjum er sátu þar. Þar hefir hvað hjálpað öðru til auðs og gengis, jafnvel þó að í odda skærist milli kirkjuhöfðingja og leikmannavalds. Er komið er á slíkan sögu- stað sem Hóla í Hjaltadal, verðum vér orðvana. Hér hefir gjörzt svo stórbrotin saga og margþætt, að fæst af því man maður á stundinni. En eitt at- riði hennar má aldrei gleym- ast, hvorki í nútíð né framtíð: þýðing á nokkrum hluta og út- gáfa allrar biblíunnar, gjörð af Guðbrandi biskup Þorlákssyni. Hún varð síðan sá eldstólpi, sem lýsti þjóðinni á hennar skammdegisgöngu. Og nú, þeg- ar hádegissól atómaldarinnar brennir allt, verður það hún, sem vísar veginn. Prestur staðarins, séra Bjöm prófastur Bjömsson, tekur á móti gestunum, fylgir þeim til :«o*o*o*ö«o«o«o«o«ocoeo*o«ococococo«o*o«o*D€o*o«o«oco»o«o«c«o«oco«o«oéo«o«o«o«o*o*o«o*o«o«o*o«o«o»o*o«o»o*o*o«o*o*o«o*o«D».o«o«o*o«o«oooco«o«o«o*o«o»o«o«o«o«o«o«o«o*c*o«o«o*o*o«o«o«o«o«o«o«o«c«c P B 88 88 88 88 88 88 I 88 88 «8 COMBI-rafmótorinn frá OERLIKON INGINEERING COMPANY SVISS er meðal þess bezta, sem nú er á markaðinum fyrir sjálfvirk frystikerfi. JÖTUNN h.f. Hringbraut 119 — Sími 19-600 8 •o 88 09 • O o* •o 88 8* 88 5é5ió*ö*öí5i5*5í5é5í5*5iöi5«óiói5*ö*ó«öi5*5*5íöi5i5í5*ö*ci5iöí5*5i5í5íó*5íói5«5»5*ð*5*ö*ö»o«ö«ðéöéö*ðéö»ö»ð*ð*5»5é5io*o« 50 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.