Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 11

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 11
nær 20%, en opinberar fjárfestingar stóðu nánast í stað.2> Eitt af þeim meginvandamálum sem auðvaldið í þróuðu auðvaldsríkjunum á við að stríða um þessar mundir, felst í afleiðingum minnkandi arðsemi fjár- magns, eða lækkun grpðahlutfallsins. Auðvaldið fær einfaldlega minna í sinn hlut en það gerði fyrir einum eða tveim áratugum. Til að snúa þessari þróun við leitast auðvaldið annars vegar við að lækka raunlaun og breyta tekjuskipting- unni milli launa og gróða, og hins vegar beinir það spjótum sínum að velferðar- útgjöldum ríkisins. Lækki ríkisútgjöld, annað hvort vegna þess að einhver þjónusta sem ríkið hefur veitt er felld niður, eða vegna þess að sama þjónusta er veitt með minni tilkostnaði, verður meira til skipt- anna milli gróða og launa eftir skatt. Ríkisútgjöld hafa hins vegar mismun- andi áhrif á hag stéttanna, eftir því hvert eðli viðkomandi útgjalda er. Það er t.d. verkafólki í hag ef skorin eru niður hem- aðarútgjöld og spamaðurinn er notaður til að lækka skatta á almennar launa- tekjur. f*ótt einstakir hópar launafólks kunni að hagnast á þvi að útgjöld ríkisins til velferðarmála, menntamála eða heil- brigðismála séu skorin niður og spam- aðurinn notaður til að létta sköttum y jafnt af gróða og launum, tapar verka- lýðsstéttin sem heild á slíku, nema að viðkomandi niðurskurður sé að öllu Ieyti tilkominn vegna þess að ódýrara sé að veita sömu þjónustu en áður. Astæða þess að verkafólk tapar er, að það glatar þjónustu að ákveðnu verðmæti, en fær það ekki allt aftur í formi lægri skatta, þar sem skattar á hagnað lækka einnig. Auk þess hafa slíkar aðgerðir það yfir- leitt í för með sér að þeir hópar innan verkalýðsstéttarinnar sem verst standa verða illa úti, og veikir það stéttina meir en nokkur lækkun á sköttum getur mælt. Ríkisútgjöldin og hagur stéttanna Þetta sýnir að nauðsynlegt er að flokka ríkisútgjöld með tilliti til þess hverjum þau koma til góða, og hvaða áhrif þau hafa á afkomu stéttanna. Með tilliti til þess má flokka ríkisútgjöld í eftirfarandi fimm flokka: 1. Félagsleg þjónusta. Hér er um að ræða ýmsa þjónustu við almenning, sem miðar að því m.a. að viðhalda heilsu hans og menntunarstigi. Auð- vitað eykur það velferð almennings, en það gerir hann einnig að hæfara og framleiðnara vinnuafli. 2. Almannatryggingar. 1) Heimild: OECD: Economic Outlook, desember 1983. Sjómenn afla mikilla tekna og greiða flestir háa skatta, og svo er um fleiri launamenn. En þessu fé er síðan sólundað af óstjóminni, sem kallar sig ríkisstjórn, en er í raun hagsmunavarðsveit atvinnurekenda og braskara. Hemaðarútgjöld og önnur útgjöld sem tengjast ríkinu sem kúgunartæki og einkahandhafa réttar til beitingar skipulegs ofbeldis. Lögregla, dóms- kerfi o.s.frv. 4. Styrkir til fyrirtækja og aðrar tilfærsl- ur til atvinnurekstrar (fjárfestingar- framlög, niðurgreiðslur, útflutnings- uppbætur o.s.frv.). 5. Innri bygging efnahagslífsins. Vegir, hafnir o.s.frv. Ýmis þjónusta við at- vinnureksturinn, rannsóknarstarf- semi o.s.frv. Þegar nú áhugi auðvaldsins beinist að því að skera niður ríkisútgjöld til að meira sé til ráðstöfunar í gróða og laun eftir skatt, beinist athygli þess auðvitað fyrst og fremst að tveim fyrstu liðunum. Það er þó ekki hagkvæmt fyrir auð- valdið að brjóta niður félagslega þjón- ustu í stómm stfl. Það er ótvírætt hag- kvæmara fyrir auðvaldið í heild, að sumt af þeirri þjónustu sem verkafólk þarf á að halda til að viðhalda sér sem hæfu vinnuafli, sæki það í formi samneyslu hjá ríkinu, fremur en að atvinnurek- endur þyrftu að borga verkafólki laun til að kaupa sér slíka þjónustu hjá einka- 11

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.