Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 16

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 16
/ ÞRJÚ ^ ALLSHERJARVERKFÖLL Argentínska herforingjastjórnin hrökklaðist frá vegna efnahagsvandamálanna, en Alfonsin erfði þau, og er nú milli steins og sleggju, annarsvegar vonir fjöldans um betra líf, hins vegar kjaraskerðingarkröfur alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hernaðarátökin við bresku heims- valdasinnana í apríl - júní 1982 dýpk- uðu hina almennu kreppu í Argentínu verulega. Akvörðun argentísku stjómarinnar um að ná aftur yfirráðum yfir Malvinaseyjum með vopnavaldi var tekin þegar verkalýðshreyfingin var þegar byrjuð að taka við sér. Aðeins nokkrum dögum áður höfðu tugþús- undir verkafólks átt í höggi við lögregl- una í miðborg Buenos Aires. Herfor- ingjastjórnin gerði sér vonir um að öðl- ast lögmæti í augum fjöldans með því að ná undir sig þessari útstöð breska nýlenduveldisins. En herforingjamir reiknuðu ekki rétt. Almenningur í Argentínu fór út á götumar og krafðist ósveigjanlegrar varnar Malvinaseyja gegn breska flot- anum og neitaði að draga til baka kröfu sína um að bundinn yrði endi á einræðið. Smánarleg uppgjöf herfor- ingjanna á eyjunum var enn ein ástæða til að krefjast afsagnar herforingjanna til viðbótar hinum. Fjöldahreyfing gegn stjóminni fór að láta til sín taka nokkrum mánuðum eftir ósigurinn við Malvinaseyjar en hann hafði lægt öldumar í bili. Geysi- víðtæk allsherjarverkföll lömuðu land- ið gersamlega í desember 1982 og mars og október 1983. Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngum sem heimt- uðu réttlæti í málum 30 000 manna sem ,,horfið“ hafa á valdatíma herforingj- anna. í verkfallabylgjunni í ágúst og september 1983 tóku um 2.4 milljón verkafólks þátt. Klögumál og kofningur gengu á víxl meðal yfirmanna hersins eftir Malvin- as-eyjaósigurinn og vegna efnahags- kreppunnar. Pólitískir fulltrúar borg- arastéttarinnar vom hræddir um að allt færi úr böndunum og þrýstu á um að kosið yrði sem fyrst og borgarlegri stjórn komið á. Borgaraflokkur sem nefnist Rót- tæka borgarabandalagið (UCR) fékk hreinan meirihluta í kosningunum. Forsetaframbjóðandi þess Raúl Alfonsín lagði í málflutningi sínum áherslu á mannréttindi og lýðræði og vísaði sterklega á bug tilraunum her- foringjanna til að ,,náða“ sjálfa sig vegna glæpa sem framdir höfðu verið meðan á ógnarstjórn þeirra stóð. Hin þjóðemissinnaða og borgara- lega peronistahreyfing beið ósigur í kosningunum. Þó peronistar ráði enn- þá yfir verkalýðsfélögunum tókst þeim ekki að fylkja verkafólki til að kjósa sig eins og undanfarna áratugi. Margir helstu forystumenn peronista bera að áliti almennings ábyrgð á hryðjuverka- öldu hægri aflanna sem reið yfir næstu mánuði á undan valdaráni hersins 1976. Þar að auki voru þeir ekki með efnahagsstefnu sem var neitt frábrugð- in töfralyfjum þeim er Róttæka borg- arabandalagið sagðist ætla að beita. A næstu mánuðum mun argentínskt verkafólk fylgjast með því, hvernig Alfonsín stendur við mótsagnakennd loforð sín um að halda lýðréttindi í heiðri, bæta lífskjörin, standa í skilum við erlenda lánadrottna og skera niður ríkisútgjöid. Nú þegar atvinnuleysi er meira en nokkru sinni fyrr, verðbólga u.þ.b. 1000% og raunlaun minna en helmingur þess sem var árið 1975 er þolinmæði verkafólks ekki endalaus. Áhrif Malvinaseyjastríðsins náðu út fyrir Argentínu. Átökin við breska heimsvaldasinna sem fengu opinskáan stuðning Bandaríkjastjómar vöktu marga í álfunni til umhugsunar um stjórnmál.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.