Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 34

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 34
KOSNINGAFARSINN LEYSIR EKKERT Afhjúpar innbyrðis sundrungu auðvaldsins El Salvador Filipseyjar að skæruliðum er öllu stolið steini létt- ara á tilteknu svæði. En ógnarlegastar eru skyndihandtökur og líflát án dóms og laga. Talið er að í júlí - desember s.l. ár hafi 146 Filipseyingar verið myrtir af hernum vegna gruns um þátttöku í eða stuðning við nýja alþýðuherinn. Meðal þeirra var Robertson Ignacio, sem var handtekinn, grunaður um að hafa skot- ið herforingja í borginni Digos. Ignacio hvarf skyndilega og vissi enginn um afdrif hans, fyrr en nokkrir kirkjugarðsstarfs- menn fundu rotnandi lík hans í kirkju- garði borgarinnar. Þetta og önnur hhð- stæð atvik hafa leitt til þess að jafnvel lögmannafélag fylkisins hefur fordæmt aðfarir stjómarinnar og lýst þær hryðju- verkastarfsemi. Alþýðuherinn eflist Þessar aðferðir ríkisstjómarinnar hafa að vonum orðið til þess, að fleiri og fleiri h'ta til nýja alþýðuhersins, til að hefna fyrir ódæðin og aflétta kúguninni. Vegur hans fer því stöðugt vaxandi þó enn sé langt í lokaátök. Alþýðuherinn forðast vísvitandi meiriháttar ormstur við stjómarherinn, en einbeitir sér að skærum, þjálfun Uðsmanna og uppbygg- ingu sem síðar verður stökkpallur til af- gerandi árása á ríkisstjómina og her- sveitir hennar. Hagsmunir Bandaríkjanna Bandarikin eiga mikið í húfi á FiUps- eyjum en þar em mikilvægustu her- stöðvar þeirra á svæðinu. Marcos er dyggur bandamaður amerísku heims- valdastefnunnar og gegnir lykilhlutverki í hemaðarbandalagi Austur-Asíuríkja, sem er byggt upp að fýrirmynd NATO. Stjómin gengur aUstaðar á eyjunum undir nafninu „Bandaríkja-Marcos-al- ræðið“, sem segir sína sögu. Nýi alþýðuherinn er einnig meðvit- aður um þetta, og berst m.a. fyrir brott- flutningi alls amerísks herUðs frá eyjun- um. Enn sem komið er hafa bandarískir hermenn ekki tekið þátt í aðgerðum gegn alþýðuhemum, en her stjómarinn- ar er vopnaður og þjálfaður af Banda- ríkjunum, og sameiginlegar heræfingar fara fram árlega. Hvað er í vændum á Filipseyjum? Einn af Uðsmönnum nýja alþýðuhers- ins svaraði því þannig: ,,Ef bandaríkja- menn ráðast inn í landið, og gegn okkur, verða FiUpseyjar annað Vietnam. Ef þau halda að sér höndum verða Filips- eyjar annað Nicaragua“. Hvort sem verður hyggst nýi alþýðuherinn steypa einræðisstjóminni og byggja upp sósíal- ískt þjóðfélag sem fjöldinn stjómar í eigin þágu. -as Skæruliðar í höfuðstöðvum sínum. Reagan Bandaríkjaforseti fagnaði forsetakosningunum í E1 Salvador 25. mars s.l. daginn eftir að þær voru haldnar og nefndi þær „enn einn sig- ur firelsis yfir harðstjóm, frjálsræðis yfir kúgun og hugrekkis yfir ógnun- um“. Daginn eftir birtist ritstjómar- grein í hinu frjálslynda dagblaði Washington Tost, sem snerist á sömu sveif. Þar sagði: „Skæmliðamir neita að leggja niður vopnin. Það á ekki að refsa stjóminni í E1 Salvador fyrir þetta með því að takmarka aðstoð til herliðs hennar. Þingið á að sam- þykkja neyðarhjálp“. Og það gerði þingið. Hinn næsta dag felldi það tvær tillögur sem hefðu gert það að verkum, ef þær hefðu verið sam- þykktar, að Reagan þyrfti að leita samþykkis þingsins áður en hann gerði út lið til beinna vopnaviðskipta í Mið-Ameríku. Reagan, bandaríska þingið valda- stéttin og fjölmiðlamir þegja þunnu hljóði yfir því að kosningamar í E1 Salvador vom skrípaleikur frá upphafi til enda, og fjölmiðlar burgeisana hér á landi hafa auðvitað fylgt línunni frá Pentagon að venju. Kosningarnar vom skipulagðar af aí- ræðisstjóm, í miðju borgarastríði. Á s.l. fjórum ámm hafa rúmlega 45.000 Salvadoranir verið drepnir ýmist af stjómarhemum eða dauðasveitum hægrimanna. Ollum blöðum og útvarpsstöðvum, sem óháðar vom stjóminni, hefur verið lokað, nema þeim sem starfa á svæðum 34

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.