Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 29

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 29
Friðarhreyfing og sósíalismi verkfallsmönnum í öllum auðvaldslönd- um Evrópu og Bandaríkjunum, og er jafnvel velferðarríkið Danmörk ekki undantekning frá þessari reglu. Prátt fyrir vaxandi iögregluaðgerðir gegn verkalýðsbaráttu, friðarbaráttu og baráttu minnihlutahópa er þó langt í ógnarstjórnir í heimsvaldalöndunum á borð við einræðistjómir Hitlers og Mussolinis. Lýðræðisstjómarfar hentar borgarastéttinni best, þar sem slíkt stjórnarfar ógnar ekki stéttarhagsmun- um hennar og tökum á efnahagslífinu. Þá gerir almenn skipulagning verka- Iýðsins og styrkur samtaka þeirra borg- arastéttinni erfitt fyrir, og takmarkar þá möguleika sem hún hefur til beinnar valdbeitingar, en fyrsta verk allra ógnar- stjórna er einmitt að ráðast gegn verka- Iýðssamtökunum, lama þau, og ýmist myrða forystumenn þeirra eða flæma þá í útlegð. Vopnun verkalýðsríkjanna Á heimsmælikvarða hefur vopnavæð- ing verkalýðsríkjanna fyrir sitt leyti komið í veg fyrir það, að heimsauðvald- ið geti beitt sér óheft gegn byltingaröfl- um. Nokkmm sinnum hefur heimsvalda- sinnum tekist að kæfa í fæðingu bylting- arferli, oft hafa þeir takmarkað vemlega þróunarmöguleika byltinga, en aldrei hefur þeim tekist að brjóta á bak aftur verkalýðsríki, sem komin em á legg. Sérstaklega hefur vopnvæðing verka- lýðsríkjanna komið í veg fyrir allsherjar- átök, sem drekkir frelsisvilja alþýðu og stéttarvitund í blóði verkamanna á víg- völlunum og stöðvuðu framsókn heims- byltingarinnar um langan tíma. í stað þess hefur heimsvaldastefnan varist á mörgum vígstöðum, og beðið ósigra, sem hafa takmarkað vemlega mögu- leika heimsauðvaldsins til að ráðskast með framtíð mannkynsins. Það er til að mynda ekki fyrr en nú, að bandarísku heimsvaldasinnamir em rétt að byrja að ná sér eftir Vietnam stríðið og eftirköst þess í Bandaríkjunum sjálfum, og reka grímulausa hemaðarstefnu um allan heim, holdgerða í flugvélamóðurskip- um þeirra á San Diego-flóa, fýrir strönd- um Líbanon og Persaflóa. Samstaða með Alþýðu- byltingunum En minningin um Vietnamstríðið hfir enn í brjóstum bandarískrar alþýðu. Andstaðan við hemaðaríhlutun Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku og í Karíbahaf- inu er mikið öflugri nú, heldur en var við upphaf afskipta Bandaríkjanna í Viet- nam, þó stríðið sé enn háð að litlu leyti með bandarísku liði, það er útilokað að Bandaríkjastjórn geti aukið herafla sinn og beina íhlutun smám saman eins og gerðist í Vietnam, án þess að það hafi víðtækar pólitískar afleiðingar innan- lands. Þegar Vietnamstríðið stóð sem hæst vom hálf milljón bandarískir hermenn HEIMS- AUÐVALDIÐ RÆÐST GEGN BYLTINGUM Þessa dagana höfum við fyrir aug- unum dæmi þess, hvemig heims- valdasinnar ráðast gegn sigursælum byltingum þar sem em hemaðarárás- ir CIA-þjálfaðra skæmliða og efna- hagslegar aðgerðir Bandaríkja- stjómar gegn ríkisstjóm Sandinista, t.d. samdráttur sykurinnflutnings frá Nicaragua til Bandaríkjanna um 90%. Meðal þeirra afleiðinga sem þetta hefur er, að Nicaragua er nú skuldum vafin og skortur er á ýmsum nauðsynjavörum í landinu, en fjöl- margar vinnufúsar hendur bundnar við vamir landsins. Þá lá við sjálft, að hinum fyrirhuguðu kosningum væri frestað vegna yfirvofandi innrásar, en af því varð þó ekki og munu þær fara fram 4. nóvember n.k. Á Grenada tókst Bandaríkja- mönnum að vinna hemaðarsigur með innrás 24. október s.l., og hafa síðan þá leyst upp alla ávinninga byltingarinnar, rústað heilbrigðis- kerfið, og stöðvað framkvæmdir við nýjan flugvöll, en ferðamannaiðn- aður hefur löngum verið ein helsta tekjulind eyjarskeggja. Á Kúbu hafa landsmenn áratugum saman barist við afleiðingamar af viðskiptabanni Bandaríkjanna, sem hafa reynt að knésetja byltinguna þannig eftir að innrás misheppnaðist í Svíaflóa árið 1961, en innrásar- mennirnir hlutu engan stuðning heimamanna, gagnstætt því sem Bandaríkjastjóm var að vona. Vegna þessa og annarra tilvika lærði Bandaríkjastjóm nokkuð, og sendi t.d. 6000 úrvalshermenn tiIGrenada, smáeyjar með 110.000 íbúa. í E1 Salvador er stjóm stríðsins gegn alþýðunni að færast í vaxandi mæli í hendur Bandaríkjamanna, en þrátt fyrir það hafa uppreisnarmenn um þriðjung landsins alfarið á valdi sínu. 29

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.