Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 23

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 23
♦ <► ♦ i Kolanámumenn njóta víötæks stuðnings og ekki að ófyrirsynju. Myndin sýnir kola- námumenn í kröfugöngu til stuðnings baráttu hjúkrunarkvennafyrrá árinu. um mæli til að skerða réttindi verka- lýðsfélaga. Samúðarverkföll og aðr- ar stuðningsaðgerðir hafa verið bannaðar. Skylduaðild að verkalýðs- félögum hefur verið bönnuð. Þá hafa verkalýðsfélög verið gerð skaðabóta- skyld vegna taps, sem atvinnurek- endur kunna að verða fyrir vegna margskyns starfsemi verkalýðsfé- laga. Þessar ráðstafanir hafa þó ekki náð tilgangi sínum að fullu, m.a. vegna þess að í f jölmörgum tilvikum hafa þau verið hundsuð, án þess að hægt hafi verið að gera neitt í því. Stjórnin hefur því boðað ný laga- setningu, sem beinist gegn innviðum verkalýðsfélaganna sjálfra. Hún felur það í sér, að það verður að kjósa forystu verkalýðsfélaga í al- mennum kosningum fimmta hvert ár, en nú er allur gangur á þvi hvemig hún er valin. Pá verður atvinnurek- endum gert kleift að lögsækja félög fyrir að boða til aðgerða, sem ekki hafa verið lagðar undir dóm viðkom- andi félagsmanna í leynilegri alls- herjaratkvæðagreiðslu. Loks verða félögin skylduð til að láta kjósa um það tíunda hvert ár, hvort þau eigi að vera aðilar að Verkamannaflokkn- um eða ekki. Vegna ólýðræðislegra starfshátta margra verkalýðsfélaga, er stjómin viss um að þessar ráðstafanir njóti víðtæks stuðnings. Kjami málsins er þó að með þessu er verið að ryðja brautina fyrir frekari löggjöf um innri mál hreyfingarinnar, skipulag hennar og starfshætti. Pó er ákvæði um aðild verkalýðs- félaganna að Verkamannaflokknum til þess ætlað, að veikja fjárhags- gmndvöll hans, en hann fær nú 11% tekna sinna frá félögunum. Þá mun upplausn aðildarfélaganna að flokknum, ef að verður, leiða til þess að tengslin milli flokksins og verka- lýðshreyfingarinnar, sem verið hafa lífæð hans, munu rofna. Átök og hægri þróun meðal verkalýðsforystunnar Verkalýðshreyfingin í Bretlandi hefur ekki beðið jafn afgerandi ósig- ur og t.d. verkalýðshreyfingin hér á landi. Thatcher - stjómin neyðist enn til að beita þeirri aðferð, að ráð- ast að einstökum verkalýðsfélögum og samböndum, en er víðsfjarri því að geta svínbeygt alla hreyfinguna í einu. En ósigramir em þó ótvíræðir, eins og hið vaxandi atvinnuleysi ber vitni um. Við þessar, í s jálfu sér nægilega erf- iðu aðstæður hefur forysta verka- lýðshreyfingarinnar bmgðust hrapa- lega, þó undantekningar megi finna á því. Ekki em tök á því að rekja alla þá sorgarsögu hér, en inntak hennar er vaxandi skauthverfing innan verkalýðsfélaganna. Arásir stjómar- innar eiga sér fylgismenn í verkalýðs- hreyfingunni, þó þeir sém fáir meðal helstu forystumanna. En þeir em fleiri, sem engjast undir svipu íhalds- ins og leitað hafa leiða til að koma sér undan árásunum í stað þess að taka upp andstöðu og aðgerðir gegn þeim. Deilur milh hægrisinnaðra forystumanna, sem leggja áherslu á að forðast átök, og hinna, sem vilja taka upp baráttu til að forða hinum sögulega ósigri sem annars er í vænd- um, setja um þessar mundir svip á verkalýðshreyfinguna og Verka- mannaflokkinn. Meðal forystu- mannanna em hægri menn í meiri- hluta nú, og lama verkalýðshreyfing- una með öllu, og flokkurinn, sem missti mikinn hluta fylgis síns til kosningabandalags jafnaðar- manna og frjálslyndra í síðustu kosn- ingum er á sama róli. 23

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.