Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 40

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 40
Úr stjórnmálaályktun síðasta þings Fylkingarinnar: BARÁTTAN GEGN KJARNORKUVÍGBÚNAÐI “NATO-hermenn gegn kjarnorkuvopnum“ Við birtum hér hluta úr stjórnmála- ályktun síðasta þings Fylkingarinn- ar, um friðarhreyfingamar. (7) Friðarhreyfingin svokallaða spratt upp sem andsvar við kjarnorkuvígbún- aði heimsveldanna, meðaldrægu flaug- unum í Evrópu, nifteindasprengjunni og MX-flaugunum í Bandaríkjunum. Þessi hreyfing hefur á skömmum tíma virkjað gífurlegan fjölda í mótmælaaðgerðum, sem hefur andæft vígbúnaðinum vegna ótta við kjarnorkustyrjöld og trúað því, að fjöldaagerðir geti komið í veg fyrir hervæðingu og dregið úr styrjaldar- hættunni. Þá hefur það mjög stuðlað að vexti hreyfingarinnar, að almenningur í heimsvaldalöndum telur flest þarfara á krepþutímum en að sóa fé í styrjöldum, eða til framleiðslu vopna, sem verða ekki notuð til annars en að tortíma mannkyninu. Það er mikilvægt einkenni friðarhreyf- inganna, að þær beinast að tilteknum markmiðum, sem em áþreifanleg og hægt að ná. Friðarhreyfingin í dag er ekki óljós hugmyndafræðileg samfylk- ing sem berst fyrir sértæku og fjarlægu markmiði sem kallast „friður". Þáerhin nýja friðarhreyfing óháð sovéska skrif- stofuvaldinu, gagnstætt fyrirrennara hennar sem sigldi í kjölfar heimsstyrj- aldarinnar síðari. Friðarhreyfingin er því framsækin hreyfing, byltingarsinnaðir marxistar styðja aðgerðir hennar, og taka þátt í þeim og undirbúningi þeirra. Þeir styðja einnig kröfur friðarhreyfingar- innar sem beinast að afvopnun heims- valdásinna Við styðjum kröfur um kjam- orkuvopnalaus svæði í auðvaldslöndum Evrópu, og kröfuna um kjarnorku- vopnalausa Evrópu frá Póllandi til Portúgal, þó við gemm bæði okkur og öðrum grein fyrir því að yfirlýsingar eða samningar ríkisstjóma þessara landa tryggja engan veginn, að þau verði kjarnorkuvopnalaus í reynd. Allra síst á meðan þau eru hluti af NATO og víg- búnaðarkerfi þess. Krafan um úrsögn úr NATO og um að önnur tengsl við hernaðarkerfi heimsvaldastefnunnar verði rofin, er því rökrétt framhald af kröfum um kjarnorkuvopnalaus svæði. Slík krafa og baráttan fyrir henni beinist gegn borgarastéttum heimsvaldaland- anna og samtryggingu þeirra gegn verkafólki, eins og andófið gegn kjam- orkuvopnunum gerið einnig. Slík bar- átta er líka eina leiðin til friðar þ.e. ein- hliða afvopnun borgarastéttanna, framkvæmd af verkalýðnum og banda- mönnum hans. (8) Innan friðarhreyfinganna sem með réttu ættu að kallast „andkjamorku- vopnahreyfingar“ eru á ferðinni ýmsar tálsýnir og falskenningar, sem bylting- arsinnaðir marxistar verða að berjast gegn. Þar ber hæst hugmyndir um tví- hliða, gagnkvæma afvopnun. Önnur hlið hugmyndarinnar er oftrú á gildi og merkingu afvopnunarsamninga milli „risaveldanna". Tengsl kapítalisma og hervæðingar eru flestum þátttakendum hulin, og þá einnig að striðshættan er ekki úr sögunni fyrr en kapítalisminn líður undir lok. Loks eru uppi tilraunir til að beina hreyfingunni frá aðgerðum gegn áþreifanlegum ráðstöfnunum, og gera hana að hreyfingu fyrir friði al- mennt, sem ógna engum og allra síst heimsvaldastefnunni. Gegn þessu verða byltingarsinnaðir marxistar að snúast. Það dregur auð- vitað á engan hátt úr stuðningi þeirra við friðarhreyfinguna og markmið hennar. Auk þess að útbreiða stefnu sína um einhliða afvopnun heimsvaldaríkjanna, bregðast byltingarsinnaðir marxistar við hættunni á úrkynjun hreyfingarinnar gegn kjarnorkuvopnum, sem fylgir því að allskyns borgaraleg öfl hafa tekið hana upp á arma sína, með því að halda á lofti hinum áþreifanlegu mark- miðum hreyfingarinnar. Mikilvægast á þessu sviði er að byltingarsinnaðir marxistar veki athygli á hinum raun- verulegu styrjöldum sem nú eru háðar í heiminum, og flytji í því sambandi mál- stað hinnar andheimsvaldasinnuðu baráttu inn í friðarhreyfingamar. Við þurfum að útskýra, að sérhver and- stæðingur hervæðingar og baráttu- maður í þágu friðarins verður að byrja á því að andæfa þeim stríðsrekstri sem alls staðar er á ferðinni, og hann getur haft áhrif á. T.d. hafa félagar okkar í Bandaríkjunum lagt megináhersluna á að skapa hreyfingu gegn hemaðar- íhlutun Bandaríkjanna í Mið-Ameríku, félagar okkar í Bretlandi fóru í herferð til að fá friðarhreyfinguna þar í landi til að mótmæla Marvinaseyjastríðinu og hér heima liggur beint við að tvíefla barátt- una gegn hersetu Bandaríkjanna og aðild íslands að NATO. Hér er ekki ein- ungis um útbreiðslu að ræða heldur Framhald á bls. 39

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.