Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 33

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 33
Filipseyjar Veldi Marcosar á fallanda fæti Fjöldamorð og skæruhernaður Eftir Árna Sverrisson Hin langvarandi kreppa ríkis- stjómar Marcosar Filipseyjaforseta dýpkaði verulega eftir morðið á and- stöðuleiðtogunum Benigno Aquino. Andstaðan við Marcos hefur orðið út- breiddari í borgum landsins, og hin frjálslynda millistétt færst til vinstri. Skæruliðar nýja Alþýðuhersins eru þó eftir sem áður hrygglengjan í hinni fjölbreyttu fylkingu Marcos andstæðinga, sem ógnár nú veldi hins aldurhnigna forseta. Nýi alþýðuherinn var settur á fót 1969 af uþb 60 byltingarsinnuðum stúd- entum, en telur nú milli 7000 og 11000 reglulega liðsmenn, ásamt þúsundum vopnaðra stuðningsmanna, sem leggja alþýðuhemum lið, þegar þörf gerðist en sinna daglegum störfum þess á milli. Nýi alþýðuherinn er þó langt frá því að vera jafnoki hins vel búna hers Filips- eyja, sem er skipaður 146.000 hermönn- um, og hefur fjöldi þeirra verið tvöfald- aður á skömmum tíma. Síðan herlögum var lýst yfir á Filipseyjum 1972 hafa hemaðarútgjöld stjómarinnar tólf- faldast, og er nú svo komið að stjómin heldur völdum með takmarkalausri kúgun einni saman, en er rúin öllum stuðningi fólksins. Þrátt fyrir lýðræðislegt yfirbragð og gervikosningar, er alræðis- stjórn Marcosarað missa tökin. Raunverulegur kosningasigur stjórnarandstöðunnar er falinn með kosningasvindli. Hryðju- verk hersins fara dagvaxandi, og fólkið á aðeins eittsvar- fjöldamótmæli í þorpum, og vopnaða skærubaráttu til sveita, sem að lokum mun fleygja alræðisstjórninni á sorphaug sögunnar. Áhrif alþýðuhersins Nýi alþýðuherinn starfar um allar eyjamar, en sterkastur er hann á norð- anverðri eyjunni Luzon, á eyjunni Sam- ar og á Mindanao, sem er stærsta eyjan í eyjaklasanum. Engin frelsuð svæði em þó á eyjunum í þeim skilningi, að áhrifum stjómar- innar hafi verið útrýmt, og þau séu varin fyrir aðgerðum stjómarhersins. Þó heldur alþýðuherinn víða uppi læknis- þjónustu og kennslu, og enn víðar inn- heimtir hann eigin skatta af landeigend- um og atvinnurekendum, sem ásamt framlögum alþýðufólks fjármagna bar- áttuna. Nýi alþýðuherinn hefur einnig skipulagt leiguliða, og hvatt þá til að greiða aðeins hluta jarðarafgjaldsins en láta afganginn renna til baráttunnar. Þá hefur alþýðuherinn einnig haft forystu um baráttu landbúnaðarverkamanna fyrir hærri launum, og baráttu ættflokka fyrir að halda landi sínu gegn gráðugum skógarhöggs- og virkjanafyrirtækjum. Sumstaðar hefur nýi alþýðuherinn hreinlega tekið land eignamámi og skipt því milli bænda og landbúnaðarverka- manna. Hryðjuverk stjórnarinnar Kúgunaraðgerðir stjómarhersins era af svipuðu tagi og annarsstaðar. Þær eru aðallega þrennskonar: Myndun „vemdaðra þorpa“, allsherjarleit á til- teknum svæðum, og mannrán og morð. í árslok 1982 birtist skýrsla mann- réttinda hóps í Davao City, þar sem kom fram að á Mindano einni væra þá 354 slík þorp, sem hefðu haft í för með sér nauðungarflutninga á hálfri milljón manna. Eitt þessara þorpa var t.d. myndað í Casoon. Tvö hundrað fjöl- skyldur vora fluttar frá heimilum sínum inn í miðju þorpsins, og útgöngubann sett á milli kl. 5 síðdegis til 7 að morgni. Þorpsbúar fengu aðeins að taka með sér matarskammt til eins dags, er þeir fóra til vinnu sinnar á ökranum, svo þeir gætu ekki gefið uppreisnarmönnum mat. Við þessar aðstæður bjó fólkið í eitt ár, en var þá leyft að snúa aftur til heimila sinna. Skömmu síðar var það þó aftur flutt í miðju þorpsins og þrír byggðakjamar í nágrenninu vora bann- færðir - hver sem þar sést á ferð verður skotinn samstundis. Ymsiríbúannatelja að kosningamar hafi átt hér hlut að máli: ,,Ef við eram í þorpinu, þá verð- um við að kjósa“ sagði einn þeirra við blaðamann bandaríska vikuritsins Newsweek, ,,ef við erum heima hjá okkur þuifum við þess ekki.“ Allsherjarleit felst einfaldlega í því, að undir yfirskini vopnaleitar og leitar Amerísku herstöðvarnar burt! Reagan: Haltu þínum her fyrir þig! 33

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.