Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 7

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 7
Skodanakönnun um herinn og NATO v Þegar þessar niðurstöður eru túlkaðar er rétt að benda á að erfítt er að henda reiður á henni þar sem samanburð skortir. Hennar hefur ekki verið spurt áður í skoðanakönnunum. Auk þess er henni ekki fylgt eftir í þessari könnun, til að fá nánar fram hvað fólk á við þegar það vill gjaldtöku. Margt bendir þó til þess, m.a. út- varpsþáttur sem fjallaði um þetta mál nokkru eftir að könnunin var gefin út, að meirihluti almennings trúi því ekki að herinn sé hér til að vernda ísland gegn utanaðkomandi ógnun frá t.d. Rúss- um, og því í raun greiði af hálfu Banda- ríkjanna við ísland, eins og hin opinbera hugmyndafræði Natósinna gengur út á. Fólk telur að herinn sé hér vegna hem- aðarlegra hagsmuna Bandaríkjanna. Það þarf þó ekki að vera á móti því að hann sé hér, og margir jafnvel fylgjandi. Greinilegt er einnig, að margir af þeim sem eru mótfallnir veru hersins eru fylgjandi gjaldtöku, þótt andstaðan við gjaldtökuna sé sterkust í þessum hóp, en þá hugsar fólk sem svo: ,,ja fyrst þeir eru hér þessir andskotar, þá er sjálfsagt að láta þá borga“. Það fylgi sem kemur fram við gjald- tökuhugmyndina er því engin sigur fyrir Nató og herstöðvasinna. Þvert á móti, hugmyndafræði þeirra er í raun hafnað. Hins vegar er þetta fylgi einnig áhyggju- efni fyrir herstöðvaandstæðinga. í fyrsta lagi myndi gjaldtaka, ef af yrði, festa hernámið enn frekar í sessi. í öðru lagi er það áhyggjuefni að jafnvel þótt fólk sjái í gegnum hugmyndafræði Nató og herstöðvasinna, eða hafi ekki á taktein- um aðrar haldbærar röksemdir fyrir veru hersins, getur það samt verið fylgj- andi veru hans og tilbúið að taka af hon- um gjald. Niðurstöður Það liggur fyrir samkvæmt þessari könnun að herstöðvaandstæðingar eiga á brattann að sækja. En aðstaðan er langt í frá vonlaus. Herstöðvaandstaðan hefur mjög mikla fótfestu meðal þjóðar- innar. Það er einnig mikilvægt að meiri- hluti fólks fellst ekki á hugmyndafræði og heimsýn Nató-sinna. Að svo miklu leyti sem það tekur afstöðu, þá er meiri- hluti fólks fylgjandi verunni í Nató og veru hersins hér á landi. Meirihluti fólks telur að herinn sé hér vegna eiginhags- muna bandaríska ríkisins, en það er ekki á móti þessum hagsmunum og styður þá jafnvel í mörgum tilfellum, þ.e. afstaða fólks til alþjóðamála yfirleitt myndar grunn afstöðunnar til hersins og Nató. Þetta leiðir að þeirri niðurstöðu, að herstöðvaandstæðingar geta ekki sótt fram nema að halda uppi öflugum áróðri á hinu alþjóðlega sviði, gegn hagsmunum bandarísku heimsvalda- stefnunnar, gegn rússagrýlunni og fyrir stuðningi við baráttu frelsisafla í Mið- Ameríku og víðar. En áróðurinn einn nægir ekki. Þróun alþjóðaástandsins sjálfs hefur einnig grundvallaráhrif á af- stöðu fólks. Því meir sem bandaríska heimsvaldastefnan afhjúpar raunveru- legt eðli sitt, því erfiðara að samsama sig með hagsmunum hennar og því augljós- ara að herinn á að fara og landið á að segja sig úr Nató. Hrein þjóðemisleg afstaða, eða sér- tækt friðarhjal dugar hins vegar skammt. Fólk sér í gegnum þjóðemis- rökin, en samsinnir friðarhjalinu og seg- ir, „hvað svo“? Að lokum skal á það minnt, að eitt er skoðanakönnun og annað er afstaða sem fólk tekur í kjörklefa eftir að hafa verið vitni að langvarandi umræðu um mál. f seinna tilfellinu tekur fólk afstöðu að mun betur ígmnduðu máli, en skoð- anakönnunin sýnir að afstaða her- stöðvaandstæðinga hagnast á allri upp- lýsingu og umræðu. Það stendur því jafnt eftir sem áður, að eina baráttuleið- in sem til er í herstöðvamálinu er sú að berjast fyrir og vinna þjóðaratkvæða- greiðslu um herinn og Nató. Herinn fer aldrei og landið verður ekki sagt úr Nató, nema að meirihluti þjóðarinnar verði unnin til fylgis við þá hugmynd. Már Gudmundsson ATKVÆDAGREIDSLU I 7

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.