Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 24

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 24
Iran—Irak Afstaöa byltingar- sinnaðra sósíalista Verjum írönslcu byltingunaS Eftir Pál Halldórsson Hvaða afstöðu eiga byltingarsinnar að taka í stríði Iran og Iraks? Eiga þeir að vera hlutlausir eða eiga þeir jafh- vel að styðja árás Iraks? Efling klerkaveldisins og ofsóknir þess gegn róttækum framfaraöflum ásamt stöðugum áróðri heimsvalda- sinna gegn írönsku byltingunni hefur orðið til þess að flest málgögn vinstri- sinna styðja fyrri kostinn og til eru þau, sem predika þann síðari. Þessir félagar styðja vondan málstað. Fullyrðingar eins og að Komeini sé verri en keisarinn, eða að ,,lengi getur vont versnað í stjómarfari“ eins og Ami Bergmann kemst að orði um írönsku byltinguna í Þjóðviljanum 30. maí sl. eru algengar í blöðum vinstri manna um þessar mundir. Ummæli eins og þessi lýsa bæði vanþekkingu á írönsku bylt- ingunni og á því hve það var mikið áfall fyrir heimsvaldasinna, þegar keisaran- um var velt úr sessi. Einnig sýna þau hvað sumir em veikir fýrir áróðri heims- valdasinna og láta auðveldlega villa sér sýn. Keisarinn - leikbrúða heimsvaldasinna. Til að skilja atburðarásina í íran er mikilvægt að átta sig á því hlutverki, sem keisarinn raunverulega gegndi og hvaða áhrif það hafði á svæðinu að stjóm hans féll. Þó síðasti keisari væri formlega settur til valda af Bretum árið 1941 vom völd hans ótrygg aUt til ársins 1953. Það ár gerði bandaríska leyniþjónustan sam- særi, aðgerð Ajax, gegn þáverandi for- sætisráðherra Mossadeq og leiddi keis- arann til fullra valda. A sjötta áratugnum tókst að bæla nið- ur alla andstöðu innanlands. Forystu- menn og Uðsmenn stjómarandstöðunn- ar, sem ekki vom drepnir eða fangelsað- ir flúðu land. Trúarleiðtogar, sem vom andstæðir keisaranum vom ýmist fangelsaðir eða reknir í útlegð, eiris og Komeini. Öflug leyniþjónusta, SAVAK, sem var skipu- lögð af CIA og leyniþjónustu ísraels hafði nánar gætur á öHum hræring- um meðal verkamanna, bænda og menntamanna og lét til skarar skríða ef hún hafði minnstu andstöðu. Ef frá em talin stöðug átök við Kúrda í norðurhluta landsins og stöku upp- hlaup tveggja leynisamtaka, var grafar- friður innanlands. Völd keisarans byggðust á stuðningi Bandaríkjamanna og hann endurgalt stuðninginn með því að fara í öUu að vilja þeirra. Bandaríska leyniþjónustan hafði vakandi auga með öllu sem fram fór í landinu og var fyrirferðarmikil í bandaríska sendiráðinu í Teheran og loks varð Richard Helms, yfirmaður CIA gerður þar ambassador. Eftir bylt- inguna fundust í skjalasöfnum stjómar- innar og í bandaríska sendiráðinu gögn, sem sýndu að Bandaríkjamenn höfðu bein áhrif á landsstjómina, þegar þeim þóknaðist. Þessi nánu tengsl Banda- ríkjamanna og keisarans fóm ekki fram hjá neinum í íran. Hatur alþýðunnar á ógnarstjórninni beindist því ekki síður gegn bandarísku heimsvaldasinnunum en keisaranum, og byltingin var ekki að- eins uppreisn gegn keisaranum heldur einnig gegn drottnun heimsvaldasinna í íran. Það var ekki bara í stjóm innanlands- mála, sem keisarinn reyndist banda- rísku heimsvaldasinnunum gagnlegur. Mikill hluti olíugróðans fór í að búa her- inn fullkomnum vopnum. Þessum vopn- um var ekki aðeins beint gegn alþýðu írans. íransher barðist fyrir súltaninn í Oman gegn alþýðu Dhufar. Leyniþjón- usta írans hafði vakandi auga með þró- uninni í Afríku og var gjaman beitt ef ekki var hægt að notast við ísrael af pólitískum ástæðum. Enginn skortur var á peningum, ef kaupa þurfti spiUta stjómmálamenn. Auk margvíslegra við- vika af þessu tagi sá íran ísrael og

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.