Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 9

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 9
Nicaragua RÍKISST JÓRN VERKAMANNA OG BÆNDA eftir Má Gudmundsson Virk þátttaka Qöldans er lífæö Sandinistasgómarinnar. Myndin sýnir sjálftxaöaliöa viö kaffiupp- skeru hlýöa á skýrslu um efnahagsmál. 19. júlí voru fimm ár liðin frá því að Somoza alræðinu var steypt í Nicara- gua með allsherjaruppreisn fjöldans og vopnaðri baráttu undir forystu FSLN, eða Sandinistanna eins og við köllum þá yfirleitt. Til valda komst ríkisstjórn verkamanna og bænda. Sandinistamir höfðu forræði í stjóm landsins, en Sandinistahreyfingin er framvarðarflokkur byltingarinnar í Nicaragua. Þessir atburðir vom upphaf fyrstu sósíalísku byltingarinnar á megin- landi Mið-Ameríku. í því fólst sögulegt mikilvægi þeirra. Af því stafar ódrep- andi áhugi bandarísku heimsvaldastefn- unnar á því að brjóta þessa byltingu á bak aftur. Og af því stafar áhugi okkar á þessum atburðum. Það er þess vegna sem við gefum þeim mikið rúm í Neista. Þeir hafa heimssögulegt mikilvægi. Með hemaðarsigri Sandinistanna yfir Somozaistunum var kúgunartækjum hins kapítalíska hálfnýlenduríkis í Nicaragua gjöreytt. í staðinn kom her Sandinistanna sem hafði allt annað stéttarlegt eðli og uppmna en her Somoza. Her Sandinista var her verka- manna og bænda, sem laut byltingar- sinnaðri forystu Sandinistanna. Þetta, ásamt virkjun fjöldans í landinu tryggði að hin nýja ríkisstjóm var byltingar- stjóm verkalýðs og bænda í Nicaragua. Ríkisstjórn verkamanna og bænda? Hugtakið „ríkisstjóm verkamanna og bænda“ hefur ákveðna skýrt afmark- aða merkingu. í stuttu máli má segja, að ríkisst jóm verkamanna og bænda sé rík- isstjóm sem er óháð heimsvaldastefn- unni og borgarastéttinni, en byggir þess í stað á virkjun fjöldans. Ríkisstjóm verkamanna og bænda tekur afstöðu með verkalýð og bændum í stéttabarátt- unni við heimsvaldastefnuna og eigin borgarastétt, og hefur forystu fyrir þeim í þeirri baráttu og beitir sér fyrir ráðstöf- unum verkalýð og bændum til hagsbóta, svo sem eins og á sviði menntunar (lestr- arkunnátta), heilsugæslu, kjarabaráttu o.s.frv. Þótt slík ríkisstjóm hafi komist til valda, þýðir það ekki að nýtt verkalýðs- ríki hafi komist á fót. Borgarastéttin hefur enn umtalsverð völd í framleiðsl- unni og einkaréttur á framleiðslutækj- um er ráðandi form. Markaðurinn er enn meginás efnahagslífsins, en ekki áætlunarbúskapur. Borgarastéttin er enn til sem stétt og hún getur jafnvel ráðið yfir umtalsverðum áróðurstækj- um, eins og dæmi er um frá Nicaragua, þar sem stærsta dagblað landsins er enn í höndum borgaralegra afla. Viðkomandi land, sérstaklega þegar um hálfnýlendu er að ræða, er enn undirorpið stjóm- lausum duttlungum heimsmarkaðarins, sem ræðst af heimsvaldasinnuðum af- stæðum. Það sem gerist við valdatöku ríkis- stjómar verkamanna og bænda, er að þessar stéttir hafa náð pólitískum völd- um, en borgarastéttin heldur enn efnahagslegum völdum sínum. Fulltrúar verkalýðs og bænda em við völd og beita þeim þessum stéttum í hag, en efnahag- urinn er enn kapítalískur. Slíkt ástand getur ekki varað að eilífu. Annað hvort nota hinar undirokuðu stéttir þessi völd sín til þess að brjóta endanlega á bak aftur stéttarveldi heimsvaldasinna og innlends auðvalds og koma á fót verka- lýðsríki, þ.e. borgarastéttin er upprætt sem stétt, framleiðslutækin em tekin úr höndum hennar og komið er á fót sósíal- ískum áætlunarbúskap; eða borgara- stéttin notar efnahagslegan styrk sinn til að ná pólitískum völdum á ný. Hversu langt umskiptatímabilið er á milli þess að ríkisstjóm verkamanna og bænda kemst til valda og að verkalýðsríki kemst á fót, verður ekki sagt fyrirfram. Það ræðst af aðstæðum á hverjum stað, eðli forystu byltingarinnar o.s.frv. Við lítum því þannig á að við völd í Nicaragua sé ríkisstjóm verkamanna og bænda, en að verkalýðsríki hafi enn ekki Framfiakf i niestu sídu. 9

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.