Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 22

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 22
Eftir fall Sómózaklíkunnar: LAND I RJÚKANDI RÚSTUM Staða þjódarinnar í Nicaragua að loknum sigri Sandinista í fjöldaupp- reisn var erfið. Landið var stríðs- hrjáð: - 40 þúsund manns (1,5% íbúanna) höfðu farist í stríðinu og um 100 þús- und særst. - 40 þúsund böm vom munaðarlaus. - 200 þúsund manns vom heimilis- laus. - 750 þúsund vom til að byrja með alfarið háð matargjöfum. - 33% atvinnutækja og bygginga í iðnaði hafði eyðilagst. - Beinn skaði af völdum stríðsins var metinn á 500 milljónir dollara. - í þeim borgum sem verst urðu út, - t.d. León og Esteh' - var allt að þriðj- ungur bygginga alvarlega skemmdur eða eyðilagður. - 70% af bómullinni hafði ekki verið hægt að sá. Utflutningsmagnið minnk- aði úr 100 einingum 1978 í 18 árið 1980. - Erlendar skuldir vom komnar upp í 1,6 milljarð dollara. Þar af stór hluti lán sem Somoza hafði notað til að fjár- magna stríðsrekstur sinn. - Fjármagnsflótti úr landi síðasta árið sem Somoza var við völd var um 1/2 milljarður dollara, þ.e.a.s. næstum því jafn mikið og eðlilegar útflutnings- tekjur fyrir heilt ár. - Húsdýmm fækkaði um 25% fyrri helming ársins 1979. Að mestum hluta stafaði þetta af umfangsmiklu smygli húsdýra út úr landinu. Kjötskortur var þess vegna mjög mikill eftir sigurinn. - Verðbólgan var 100% milli júh 1978 og júh 1979. BYLTING HINNA LANDLAUSU — Meira en 70% íbúa Nicaragua hafa Iífsframfæri sitt af jarðrækt, mat- væladreifingu og matvælaiðnaði. — Vöruútflutningur jarðræktarinn- ar er 75% af öllum útflutningi, hann er aðaluppspretta gjaldeyristekn- anna. — Fyrirferðamestu útflutningsteg- undimar em ræktaðar á stórum plantekrum sem að stórum hluta vora í eigu Somoza og fylgismanna hans. — 300 þúsund landbúnaðarverka- menn höfðu í fjóra mánuði á ári vinnu við uppskerana. 90% þeirra sem unnu við jarðræktina höfðu bara vinnu þessa fjóra mánuði á árí. — 0,6% íbúanna áttu 31% landar- eigna (eignir stærri en 700 hektarar). 58% áttu 3,4% af landinu. Strax eftir sigurinn í júh 1979 hófust landbúnaðarumbætur undir stjóm INRA.^ Þessar umbætur fólu í sér að eignir Somoza og íylgismanna hans voru gerðar upptækar. Þessu jarðnæði var aðeins í undantekningartilfellum skipt í einstakar ábúðarjarðir. 1 stað þess var komið á fót ríkisbúum undir stjóm INRA. Nú eru starfandi um hundrað stórbú sem hafa 40 þúsund manns í vinnu. Um 20% jarðræktarframleiðslunnar er á vegum ríkisins. En rúmlega 80% útflutningsræktunarinnar er ennþá í einkaeign. Þetta á sérstaklega við um bómullina, fyrirferðarmestu útflutn- ingsvömna, sem einkum er ræktuð á stórum plantekrum með tiltölulega nú- tímalegri tækni. Verkalýðurinn á þessum einkabúum er hvattur til að skipuleggja sig í ATC, samband landbúnaðarverkamanna. Það skipuleggur verkalýðinn ekki aðeins til þess að gæta réttinda sinna, heldur líka til að hafa eftirlit með því að jarðeigend- ur spilli ekki fyrir landbúnaðarfram- leiðslunni. Utflutningur hráefnis úr Iandbúnaði er einokaður af ríkinu. Vegna innan- landsmarkaðarins hefur verið sett á fót ríkisrekið dreifingarfyrirtæki, ENABAS sem dreifir stómm hluta grunnvömnnar. Strax frá því 1979 hafa smábændur verið hvattir til að mynda samvinnufé- lög bæði til framleiðslu og dreifingar og sölu. En raunvemlegur samvinnurekst- ur var hafinn þegar lögin um landbún- aðammbætur og samvinnufélög vom sett haustið 1981. Lögin fela í sér að heimilt er að gera upptækt allt land sem ekki er nýtt og er þetta til þess gert að þvinga borgarastéttina til þess að fram- leiða. Ári seinna, í desember 1982 höfðu 260.000 manzanas (1 manzana = 0,7 hektarar) verið gerðir upptækir og mest af því afhent samvinnufélögum. Þá vom starfandi 3200 samvinnufélög með 70 þúsund meðlimum. Utbreiðsla samvinnurekstursins hef- ur mikla póhtíska þýðingu vegna þess að það styrkir tengsl FSLN við smábændur og miðlungsbændur. En þetta vom hóp- ar sem áður voru ekki að fullu þátt- takendur í byltingunni.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.