Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 20

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 20
Verkalýösnefnd Sandinista í orkuveri einu: Loks getum viö veltt Ijós eftlr 45 ára myrkur. VIÖ erum skipulagðir. skiptum við auðvaldsheiminn þannig að meira verði skipt við lönd rómönsku Ameríku og Vestur-Evrópu. Viðskiptin við Mexíkó eru mjög mik- ilvæg vegna þess að öll olían kemur það- an eftir að Venezuela hætti að selja Nicaragua olíu 1982 vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Erlendar skuldir landsins eru það miklar að freistandi er fyrir heimsvaldasinna að nota þær sem kverkatak á byltinguna. Árið 1982 fór 45% útflutningsverðmæta til greiðslu á erlendum lánum. Af þeim sökum neyddist byltingarstjómin til að minnka innflutnig um 25,5% frá fyrra ári. Sú staðreynd að þeim tókst samt sem áður að koma í veg fyrir að þjóðarframleiðsla félli meira en 1,4% er merki um að efna- hagskerfið er orðið betur fært um að mæta ytri áföllum en áður. Landbúnaðarumbæturnar í landi þar sem meira en 60% þeirra sem em efnahagslega virkir em bændur eða landbúnaðarverkamenn, þar sem 75% útflutningsverðmætanna em land- búnaðarvörur og landbúnaður stendur undir helmingi framleiðslunnar, hafa landbúnaðarumbætur að sjálfsögðu úr- slitaþýðingu. Fyrir byltingu áttu nokkur þúsund jarðeigendur 50% alls jarðnæðis en 120 000 bændur áttu samtals aðeins 3% alls jarðnæðis í landinu. Auðugustu jarðeigendur hafa farið verst út úr þeim miklu breytingum sem byltingin hefur gert á eignarhaldi á jarðnæði. Við eigna- upptöku á landareignum Somoza og nánustu samstarfsmanna hans minnkaði hlutdeild þessa stórjarðeigendahóps úr 50% niður í 13%. Haustið 1983 skiptist eignarhald á jarðnæði með þessum hætti: 23% vom í eigu ríkisins, 20% í eigu smábænda sem skipulagðir vom í samvinnufélögum, 13% em enn í eigu stórjarðeigenda og afgangurinn 44% erí eigu millibænda. Helsta og mikilvægasta skilyrðið sem bændur verða að uppfylla til að halda jarðnæði sínu er að þeir nýti það tii fullnustu. Enginn er þvingaður tii að taka þátt í samvinnufélagi en þau njóta hins vegar góðrar fyrirgreiðslu hja bankakerfinu, sem er alfarið undir stjóm sandinista. UNAG sem er samtök, sjálfseignarbænda og ATC sem er sam- band landbúnaðarverkamanna, sjá um að öll þau skilyrði séu uppfylit sem þarf til að landbúnaðarumbætumar gangi greiðlega og réttlátlega sé á málum hald- ið. Hámark hefur verið sett á hve mikið jarðnæði má vera í eigu hvers einstakl- ings og bannað er að selja land sem út- hlutað hefur verið eða skipta því milli margra erfingja. Landbúnaðammbótunum er langt í frá lokið, uppskipting jarðnæðis heldur stöðugt áfram og samvinnufélögin breiðast út. Takmarkið er að 50% jarð- næðis verði í eigu smábænda, 25% í eigu ríkisins og 25% í eigu millibænda sem selji afurðir sínar á frjálsum markaði. Landbúnaðarframleiðslunni er nú stjórnað með félagslegar þarfir í huga. Þó hún hafi verið 10% minni 1982 en 1978 var framleiðsla á mikilvægustu fæðutegundunum meiri 1982 en 1978. Milli 1977 og 1982 tvöfaldaðist hrís- Lestrarherferdin 7 980 Á tímum Somoza var opinberlega reiknað með að ólæsi væri 48%, því allir þeir sem höfðu farið í fyrsta bekk voru taldir læsir. Samkvæmt tölum nýju ríkisstjómarinnar vom 78% íbúanna í dreifbýlinu ólæsir en 28% í borgunum. Til vom lands- hlutar þar sem 90% íbúanna vom ólæs. 23. mars 1980 rúmu hálfu ári eftir valdatökuna hófst herferðin gegn ólæs- inu. Þessi herferð var skipulögð með hjálp uppeldisfræðingsins Paolo Freire frá Brasilíu. Markmiðið var að taka mið af veruleika fátæka bændafólksins sjálfs og kenna því ekki aðeins að lesa heldur gera bændaalþýðu trúa landi sínu og sögu þess. 200 þúsund manns tóku þátt í þessari herferð. Þar af voru 60 þúsund - yfir- leitt unglingar á táningsaldri - sem fóru til f jalla til að kenna þorpsbúum að lesa og skrifa. Hlutverk þeirra var þó einnig að taka þátt í daglegu starfi bændanna, safna jurtum, skrifa niður alþýðu- söngva, þjóðsögur o.s.frv. Lestrarbókin hét ,,E1 Amanecer del Pueblo“, Dagsbrún alþýðunnar. Á fimm mánuðum lærðu 400 þúsund fátækustu íbúar Nicaragua að lesa og skrifa. Lestrarkunnáttan jókst úr 52% í 88%. En við getum líka hugsað okkur að þetta fátæka fólk í Nicaragua hafi einnig öðlast sjálfsvirðingu, þá tilfinn- ingu að byltingin snerti líka þeirra líf og starf. 23. ágúst var herferðinni formlega lokið með fjöldafundi í Managua. Síð- ar fékk þessi lestrarherferð verðlaun frá Unesco. Lestrarkennsla fer nú fram á kvöld- námskeiðum sem skipulögð eru af full- orðinsfræðslunef ndum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.