Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 21

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 21
grjónaframleiðslan, baunaframleiðsla jókst um 15% og þurrmjólkurbirgðir um 70%. Á sama tíma hélst maisfram- leiðslan jafn mikil og áður en hann er aðaluppistaðan í tortilla sem er þjóðar- réttur í Nicaragua. „Blandað hagkerfi“ í Nicaragua er iðnaðarframleiðsla að- eins 30% allrar þjóðarframleiðslu. Fyrirtæki í iðnaði eru þar að auki flest smá. 1982vorut.d. aðeins96 verksmiðj- ur með fleiri en 100 verkamenn í vinnu og aðeins 97 með 50 til 100 manns. Þessi tæplega 200 fyrirtæki afköstuðu um 85% framleiðslunnar. Á þessum tíma var áætlað að fyrirtæki sem framleiddu 60% framleiðslunnar væru í einkaeigu en 40% væru í eigu ríkisins. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Því öll smá- framleiðsla er talin með einkageiranum. Meginatriðið er að einkageirinn í öllu atvinnulífi landsins stendur aðeins fyrir 23% fjárfestinga. Einkageirinn verður að virða og uppfylla þau markmið sem sett eru í áætlun sem gerð er fyrir allt efnahagslíf landsins. Að öðrum kosti eru eignir kapítalista og stórjarðeigenda gerðar upptækar. Félagslegu ástandi byltingarkerfisins er vel lýst með orðum Jaime Wheelock, eins af 9 helstu forystumönnum FSNL frá því í júlí 1983. „Borgarastéttin var ráðandi afl í þessu landi bæði hug- myndalega, menningarlega og félags- lega. En nú er hún ekki lengur ráðandi. Nú eru það bændur og verkamenn, námsmannaleiðtogar ATDC OG CST, og Sandinistafylkingin sem hafa orðið og vísa veginn. Enginn þeirra er fulltrúi borgarstéttarinnar. Það verður að reyna á hvort borgarastéttin getur framleitt án þess að hafa völd, hvort hún getur látið sér nægja sem félagsleg stétt að hagnast á þeim framleiðslutækjum sem hún ræð- ur yfir, notað þau til að lifa af, en ekki sem tæki til valda og kúgunnar." RIKISRAÐIÐ Samtök Sandinista. FSLN 6 fulltr. CDS (Varnamefndimar) ATC (Verkalýðssamband landbúnaðarverkamanna) CST (Verkamannasambandið) 3 fulltr. AMNLAE (Kvennahreyfingin) 1 fulltr. Æskulýðshreyfingin 1 fulltr. Herinn (EPS = Ejercito Popular Sandinista) 1 fulltr. Samtals 24 fúlltr. Aðilar að FPR, bandalagi flokka sem styðja Sandinista. PLI (Flokkur óháðra og frjálslyndra) 1 fulltr. PSN (Sósíalistaflokkur Nicaragua) 1 fulltr. PPSC (Alþýðuflokkur kristinna félagshyggjusinna) 1 fulltr. Samtals 3 fúlltr. Samtök úr einkageiranum og flokkar og verkalýðsfélög sem andvíg eru Sandinistum. a) Aðilar að COSEP (Verslunarráðinu) INDE (Þróunarstofnun Nicaragua) 1 fulltr. CADIN (Iðnráð Nicaragua) 1 fulltr. CCS (Þjónustu- og lánastofnun Nicaragua) 1 fulltr. Nýbyggingaráð 1 fulltr. UPÁNIC (Bandalag framleiðenda í landbúnaði) 1 fulltr. CONAPRO (Bandalag háskólamanna) 1 fulltr. b) Hægri flokkarnir: PCD (Lýðræðissinnaði íhaldsflokkurinn) 1 fulltr. PSC (Flokkur kristinna félagshyggjusinna) 1 fulltr. MDN (Lýðræðishreyfing Nicaragua) 1 fulltr. c) Borgaraleg verkalýðsfélög: CTN 1 fulltr. CUS 1 fulltr. Samtals 11 fúlltr. Óháð samtök. (Þau em ekki í neinu bandalagi. Þau styðja FSLN í mörgum málum og stundum beint eins og t.d. ANDEN sem er aðili að CST). CGT-1 (Verkalýðssamband sósíalista (Moskvukommanna) 2 fulltr. CAUS (Verkalýðssamband Albamukommanna) 1 fulltr. Blaðamannafélagið (UPN) 1 fulltr. Félag verkafólks við heilsugæslu (FETSALUD) 1 fulltr. Kennarasambandið (ANDEN) 1 fulltr. MISURASATA (Samtök indíána) 1 fulltr. ANCLEN (Prestafélagið) 1 fulltr. Menntamálaráð (CNES) 1 fulltr. Samtals 9 fúlltr. Samtals 47 fulltr. Þetta er sú tillaga sem lögð var fram í apríl 1980. Júntan klofnaði út af því að Sandinistarnir stóðu fast við þessa tillögu og iðnjöfurinn Robelo og ekkjan Chamorro gengu út úr henni. Margir borgarflokkamir hafa síðan hundsað ráðið meira eða minna. 21

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.