Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 14

Andvari - 01.08.1961, Síða 14
108 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI Vancouver, sem var í för með James Cook og kom aftur til eyjanna síðar. LTrðu hvítir menn fljótlega ráðgjafar og vinir konungsættarinnar. Þótt livítir menn tækju sér ekki strax svo að nokkm næmi bólfestu á Hawaii eða Sancb víkureyjum, eins og James Cook nefndi þær, þá urðu eyjarnar brátt mikill við- komustaður skipa milli Asíu og Ameríku og þá ekki síður þegar hvalveiðar hófust fyrir alvöru í Suðurhöfum. Þá flykktust hvalveiðiskipin til Honolulu til þess að afla sér vatns og vista, og á þeim árum er talið, að Honolulu hafi verið einhver siðlausasti hær á jörðinni. Hundruðum saman hópuðust drukknir sjómenn í land, og hinar fögru dætur eyjanna fleygðu sér himinglaðar í fang þessara hvítu guða, — komu meira að segja syndandi á skipsfjöl til þcirra, og foreldrum þeirra þótti ekkert sjálfsagðara. Þegar sögur fóru að berast til meginlands Ameríku um lífemið á hinum guðlausu Suðurliafseyjum, tóku trúboðar að hugsa sitt ráð og hvað gera mætti til þess að leiða þennan nakta, sólbrúna, siðlausa lýð á guðs vegu. Og niður- staðan varð sú, að nokkrir trúboðar frá Boston lögðu leið sína til Hawaii, sem í þá daga, árið 1820, var ekkert smáferðalag. Farið var með skipi suður fyrir syðsta odda Ameríku eða í bezta lagi um Magellansundið og síðan hina óra- löngu leið um Kyrrahaf til Flawaii. Eyjamar liggja 8000 kílómetra i suðvestur frá strönd Kaliforníu, en sú leið, sem trúboðarnir fóru, var í þá daga um það bil liálfs árs sigling, ef allt gekk sæmilega. Og þegar til Hawaii kom reyndist verkefnið ærið illt viðfangs og endaði raunar með því, að hvíti kynstofninn leiddi eyjamenn til guðs í bókstaflegri merkingu, því að smátt og smátt hurfu þeir alveg í skuggann og var hreinlega útrýmt sem sérstakri þjóð. En hitt verður að viðurkenna, að trúboðarnir unnu þarna margir hverjir stórkostlega mikils- vert og óeigingjarnt starf, af einlægum áhuga og innra eldi fyrir trú sína og tímanlega og eilífa velferð Hawaii-manna. Má til dæmis nefna hið frábæra starf þeirra meðal holdsveikra, en holdsveikin var eitt af meinum þeim, sem aðkomumenn fluttu til Hawaii-búa. Þeir, sem holdsveiki tóku, voru fluttir til eyjarinnar Molokai og hafðir þar í einangrun ævilangt á norðurhluta eyjarinnar. Þama var í fyrstu ömurlegra ástand en orð fá lýst. Engin læknishjálp eða hjúkmn, aðeins ömurleg útlegð fólks, sem bókstaflega rotnaði þarna lifandi án aðhlynningar og án vonar. En trúboðarnir lögðu sig fram um að ráða bót á þessari evmdartilveru og komu á fót vel skipulögðu hverfi á Molokai fyrir holdsveika, þar sem þeir nutu læknis- hjálpar og aðhlynningar eftir því sem tök vom á. Var þama unnið frábært og fórnfúst starf, sem seint mun verða metið að verðleikum. Sagan segir, að skipstjóri einn hafi í byrjun nítjándu aldar flutt ungan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.