Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 57

Andvari - 01.08.1961, Side 57
ANDVARI SÁLARVOÐI 151 Ég elska Pan!“ HvaS þýddi þetta orð? Hann hafði ekki hugmynd urn það, og honum sárgramdist eins og ævinlega, þegar hann varð var við gloppumar í menntun sína. Hann hafði þá ekki haft hugmynd um hvaða dýrgrip hann hélt á í hendinni, þegar þau rákust á fyrst. Furðulegt. Þessi velkta skræða, sem hann hafði af hendingu tínt upp á einhverri skitinni og ofhlaðinni fornbókakytm, hafði megnað að gefa honum þegnrétt í ríki hennar, veröld draumsins, þar sem allir hlutir eru fagrir og auðveldir og sveipaðir sólgliti ævintýrsins. Hann var hræddur við þessar hugsanir, þær voru ljandsamlegar þeim kyrrláta og örugga seinagangi hamingjunnar, sem ríkti nú á vegi lífs hans. Þegar hann sagði konunni, að hann ætlaði út í kvöld, varð hún hálfgröm, að hann skyldi endilega þurfa að velja kvöld í miðri viku. Hún sem einmitt hafði ætlað að biðja hann að rétta sér hjálparhönd, meðan hún væri að ganga frá þvottinum. Og þegar hún heyrði, að hann ætlaði að fara til að hlusta á nýjar raddir hjá „trommaranum“, varð hún enn meira hneyksluð. Eitt af því fáa sem henni mislíkaði í fari manns síns var kunningsskapur hans við þennan hljómsveitarmann og hinn undarlegi veikleiki hans fyrir óperulögum, einkum kvenröddum. Fyrir sitt leyti gat hún alveg látið sér nægja óskalagaþætti og dans- lögin á laugardagskvöldum. Hann rakaði sig og snurfusaði eins og bezt mátti verða, svo að konan fór jafnvel að skopast að nostrinu í honum, og til að auðmýkja hann dálítið, lét hún hann halda á drengnum meðan hún lagaði baðvatnið og snerist í hinu og þessu. Og loks þegar hann hélt að hann væri sloppinn bað hún hann brosandi, elskuna sína, að velgja mjólkina á pelann, svo að erfinginn gæti farið að lúlla strax eftir baðið. Venjulega gerði hann svona snúninga með glöðu geði, en í þetta skipti var hann dálítið óþolinmóður. Þegar hann kom út á götuna og hafði gengið nokkur skref, heyrði hann dóttur sína kalla á eftir sér: „Pabbi, pabbi, komdu og líttu á hjólið mitt, afturdekkið er sko alveg orðið gor gorlint." Hann athugaði málavexti, og til allrar hamingju hafði aðeins lekið með ventli. Hann dældi í hjólið og eftir andartak var telpan komin á fleygiferð eftir götunni. „Farðu varlega, stelpa“, hrópaði hann á eftir henni, en þegar hann sá, að hún skeytti því engu, yggldi hann sig og hélt leiðar sinnar. Vinur hans var upprifinn, þegar hann kom fram í dyrnar: „Nú sleppur þú ekki heim til kerlingarinnar, fyrr en í fyrramálið, lagsmaður," sagði hann. „Hér kemur á eftir léttlynt fólk og nú skal verða líf í tuskunum, geim upp um alla veggi. — En vertu óhræddur," bætti hann við. „Þetta eru bara strákar úr hljóm- sveitinni." Nú var sett plata á fóninn og til þess að „fá strax upp stemmninguna",

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.