Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 2
0 FÁLKINN GAMLA BÍÓ. Gamla Bíó sýnir bráölega Par,;- mountkvikmyndina Þöguli hefnand- inn. Kvikmyndin er tekin eftir frægri skáldsögu eftir Rex Beach, en kvik- myndatökuna annaðist Lesley Sel- ander. Aðálhlutverk myndarinnar eru leikin af Leo Carillo og Jean Parker. Myndin gerist í Alaska og lýsir frumstæðum og hrufóttum mönnum, er minna á náttúruna, sem hefir aiið ]iá upp, mönnum, sem eru tryggir í ást og heitir í hefndum. Lengst norður í Alaska er sma- þorp er heitir Flambeau. í því er ein smáverslun, sem rekin er af Jobn Gale, þögulum og innilokuðum manui og Peleon Doret, sem er mið'punktur- inn í daglegu Jífi þorpsbúa. Engum dettur í hug, að John Gale, sem kom- inn er i þorpið fyrir 13 árum með Alluna konu sinni, sem er Indíáni og lítilli stúlku, er heitir Nicea, hafi ver- ið ásakaður fyrir morð á konu, sem hann hafði verið ástfanginn af, en hafði gifst öðrum og flúið burt með honum. Maðurinn, sem konan hafði flúið með — og hjet Bennett — reyndist að vera samviskulaus bófi. Er þau höfðu verið í hjónabandi skamma hríð, kom konan litlu dóttur sinni til Gale, og bað hann fyrir hana. En rjett á eftir var hún myrt og i'jell nokkur grunur á Gale. Hann flýði nú með barnið langt norður í Alaska til að það lenti ekki í hönd- um hins mishepnaða föður. Nicea litla vex upp hjá Gale og konu hans og er orðin falleg stúlka 17 ára og Peleon, sem hefir verið tryggur vinur hennar og leikfjelagi á uppvaxtarárunum, hefir nú skift um kendir til hennar. Hann eiskar hana sem hina fullþroska, glæsilegu konu. Mikill gullfundur verður í grend við Flambeau og til þess að halda þar uppi aga og reglu sendir stjórn- in hermannaflokk á staðinn uridir forystu Burrells liðsforingja. Og það er alt annað en nokkur fögnuður ríki yfir komu þeirra, allra síst hjá Gale, því þeir þarna norður frá eru þvi vanir. að vera sýnir eigin herrar. Ekki hefir hermannaflokkurinn verið þarna iengi, þegar ástir tak- ast með iiðsforingjanum og Niceu, og það sem eftir er myndarinnar snýst um ástir þeirra og alla þa mörgu viðburði er spinnast úl frá þeim og gerast harla sögulegir með köflum. — Myndin er nokkuð viit með köflum, lýsir grófu fólki og grýttri jörð, heitum ástríðum og hefndai- þorsta, en um leið einlægri ást og ágætustu fórnfýsi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framlcv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reylcjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprenL - Skraddaraþankar - Það er talið, að íslendingar hafi gaman af að deila, og leiðist að lifa í sátt við alla menn. Þær eru margar sögurnar, sem gerst hafa af nábúakrit og sveitakrit. Altaf var liægt að finna ástæður: ágang búfjár frá nágrannanum. ágreining um landamerki og margt það sem titilfjörlegra var, og margar blóðugar hrepps- nefndastyrjaldir risu út af van- mátta þurfamönnum, vegna á- greinings um sveitfestið, og end- uðu stundum á þá ieið, að þrætu- eplið sjálft króknaði undir tún- garðinum hjá öðrum livorum að- itanum. Nú er orðið minna um þetta en áður var. Og trúmátastælur, sem annars eru ákjósanlegar þeim, sem vilja rífast, eru sáralitlar í landinu. Það eru stjórnmálin, sem ljá stælugjörnu fólki næg viðfangsefni og í þeim hefir alt verið á kafi lengi vel — ekki síst siðan deilunum lauk við Dani. Þjóðin hefir ,á undanförnum ár- um verið að byggja upp og end- urskipuleggja innanríkismál sín og það er ekki nema sjálfsagt. að sitt sýnist hverjum, þegar um svo margþætt verkefni er að ræða. Stjónmálabarátta er nauðsyn- leg, en hún getur farið í öfgar. Og á þessu er einmitt sjerslök hætta í smáum þjóðfjelögum. Stjórnmálabaráttan hjer hefir farið í öfgar. Hún hefir i rnörgu tilliti verið barátta um „keisar- ans skegg“. Þess eru inörg dæmi, að flokkar liafa tafið og spilt málum, sem þeir i raun og veru aðliyltust, aðeins fyrir þá sök eina, að þeir urðu ekki til að bera þau fram. Og óvægniri i frainferði flokkanno, gagnvart mönnum og málum, liefir ofl orð- ið til þess að spilla upplögðu tækifæri til þess að koma þarf- leguni fyrirtækjum í framkvæmd. Hjer á landi er það svo, að flest mál eru i raun og veru sjálfgef- in hvað takmarkið sjálfl snertir, en leiðirnar til framkvæmdanna hafa menn deilt um, og oft af meira kappi en forsjá, svo að voði var farinn að stafa af. Nýmæli það, sem gerðist i ís- lenskum stjórnmálum með mynd un þjóðstjórnarinnar — því að nýmæli er það, þar sem alt öðru- vísi er ástatt um þessa stjórn en stjórnirnar eftir 1918 — er til- raún, sem fylgt mun verða með áhuga. Stjórnin er mynduð á þeim grundvelli, að enginn flokk- urinn, sem að henni stendur vík- ur frá stefnuskrá sinni, en hverl mál verður leyst með samkomu- lagi allra ráðherra í stjórninni. Leiðin til lausnarinnar fundin með sanistarfi en ekki í trássi við aðra. I NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um Reykjanes með 5 fallegum myndum. — Tvær sögur. — Grein um Paul Henri Spaak. — Frjetta- myndir frá útlöndum. — Barnasíða. — Skrítlusíða. — Kvennadálkur. — Framhaldssaga. — Grein með mynd- um frá sjómannadeginum. — Falleg forsíðumynd af Reykjanesvita. DREKKIÐ E5ILS-0L -*►•© ©■••**•© ..nto,o ••n^o •«!..■ © «n,-o •■ *•*• •J Matthías Einarsson læknir verð- ur 60 ára 7. þ. m. Kvikmynda heinurinn. raiKÍnn er fjðlbreyttasta blaðlð. UPP Á LÍF OG Það er ekki altaf hlaupið að þvi að finna ný kvikmyndaefni og þess- vegna er fjöldi þögulla mynda tekinn upp aftur í talmyndaútgáfu. Þannig er t. d. um myndina „The Dawn Patrol“, sem nú hefir verið tekin sem talmynd, með Errol Flynn í aðalhlutverkinu. Myndin segir frá hinu hættulega hlutverki enskra flugmanna í heims- slyrjöldinni og er að því leyti sjer- stæð, að í henni leika eingöngu karlmenn. Vitanlega verður að gera meiri kröfur til dramatiskra áhrifa myndarinnar til þess að hæta upp, að kvenfólkið vantar. — Myndin er af Errol Flyn ásamt Basil Rath- bone. Irving Berlín hefir tvímælalaust verið vinsælasta tónskáld Ameríku- manna síðustu 30 árin. Hann varð frægur 1911 fyrir lagið „Alexanders Ragtime Band“ og hefir jafnan sið- an liaft forustuna, sem tónskáld ljettra gamanlaga og danslaga. Hann hefir samið 600 lög, sem hafa hlotið almenningshylli og þegar hann var 21 árs var hann orðinn miljónamær- ingur. Þegar Irving Berlín varð 50 ára hjeldu útvarpsfjelögin upp á afmælið með skemtiskrá, sem kostaði 250.000 dollara. Og nú liefir Fox ráðist í að kvikmynda æfi hans og á myndin að heita „Alexanders Raglime Band‘ , Tyrone Power leikur Irving Berlín en aðrir aðalléikendur eru Alice Fay og Don Ameche. Myndin er af Pyrone Power og Alice Fay. t «

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.