Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 5
en Ijel hann skrásetja gengi franka, punds og gyllinis og á næstum því æfintýralegan liátt fylti liann smátt og smátt ríkis- kassann, er áður hafði verið tómur. Þó að hann væri efnisliyggju- maður í húð og hár, þá glevmdi hann ekki skyldum sínum við þjóðina í andlegu og fræðilegu tilliti, og samfara því sem liann reisti fjárhaginn við, reyndi hann að upplýsa liana. Hann var mjög hrifinn af enskri menningu og siðum og liann reyndi eftir mætti að til- einka sjer þau. Hann bygði marga skóla eftir enskuin fyrir- myndum. Enska varð skyldu- námsgrein við æðri skóla lands- ins. Fegurðarsmekkur hans kom i ljós í mörgum byggingum, er hann ljel reisa, þar á meðal 9 stór slot, og þykir eitt þeirra „Sans Souci“ mjög failegt frá byggingarfræðilegu sjónarmiði. Það liggur skamt utan við bæ- inn Milot við rætur hæsta fjalls- ins á Norður-Haiti. Þetta slot var honum einkar kært og leit- aði liann oft þangað er homnn lá eitthvað þungt á hjarta. VIRKI í 1000 METRA HÆÐ YFIR SJÓ. Það fór eins fyrir Henry kon- ungi og mörgum öðrum af framsæknuslu stjórnmálamönn- um liðinna alda. Breytingarnar milli hins gamla og nýja tima urðu of örar fyrir svörtu þegnana hans, sem í stað- inn fyrir að hafa lifað í iðjuleysi urðu nú neyddir til að vinna 12—15 tíma á dag. Óánægjan breiddi um sig og á mörgum stöðum varð Henry að gripa til þvingunarráðstaf- ana til að koma fyrirætlunum sinum í verk. Pólitískir rægikarlar ólu á ó- ánægjunni, og lýðveldisstjórnin i Port Au Prince vakti yfir iiverju tækifæri til að hlúa að samsæri gegn Henry. Hann varð því altaf að vera á verði, og ofan á allar innan- rikisáhyggjur hans bættist ótt- inn við það, að Frakkar mundu koma með her og reka hann úr landi. En liann hafði lieitið því að þeir skyldu komast að þvi fullkeyptu; og til þess að vera við öllu búinn rjeðst hann í að byggja mjög ramgert vigi. Hann vildi byggja það á þeim stað, sem liann gæti altaf sjeð það frá svefnherbergi sínu í „Sans So- uci“ á fjallstoppinum hjá bænum Milot, 1000 m. vfir hafið. Knúirin af hræðslu við „litla Korsíkumanninn,“ sem árið 1812 hafði hreinsað til á vígvöllum Evrópu, þvingaði „kúgari liarð- stjórnarinnar“ eins og Hemv kallaði sig, sína dáðlausu, lötu eu góðlyndu þegna til að byggja hreiður þar sem franski örn- F Á L K I N N inn gæti ekki náð honum. Og í gegnum hina glæsilegu sali „Sans Souci," þar sem liinn dökki aðall Haiti reyndi eftir föngum að stæla hið óhófsama hirðlíf Lúðvigs 11., barst ómur ofan frá fjallinu, þar sem unnið var af kappi frá morgni til kvölds og þúsundir negraþræla voru pískaðir áfram með þung- ar bvrðar af grjóti i hið stór- fenglega minnismerki negrakon- ungsins, „La Citadelle" (virkið). Hundruðum saman dóu þeir örmagna i hitabeltissólinni. En dagar og ár liðu og einn góðan veðurdag var virkinu, með 40 rnetra háum múrum, lokið. 15 hundruð járn- og eirfallbyssum var komið fyrir bak við skotaug- un í múrnum, sem var 20 metra þykkur. Ótal þúsundir fallbyssu- kúlna voru geymdar inni i virk- inu, þar sem púðurhlöðurnar voru yfirfullar. Lítið sjúkrahús hafði Henry látið byggja í virk- inu. Hann hafði hinn liesta úl- þúnað lil að safna rigningar- vatninu, svo að vatnsskortur skyldi ekki baga setuliðið, þó að það yrði að verjast árum sam- an. Ef vistir þryti í forðabúrun- um við langa umsát, gátu virkis- búar í skjóli af skothrið frá borg- inni náð í ávexti sem þeir þurftu ineð í hlíðunum fyrir neðan kast- alann. Virkið var óvinnandi og enn í dag eru arkitektar og verk- fræðingar alveg forviða vfir þvi hve virkið er vel gert. SVIK, UPPREISN, SJÁLFSMORÐ. Nú þóttist Henry öruggur fyrir Frakklandi, einkum þar sem stjarna Napóleons var nú tekin að lækka á lofti. En eftir að „litli Korsíkumaðurinn“ hafði verið sigraður, lögðust nýjar áliyggjur og enn meiri en hinar fyrri á konunginn á Haiti. Ókyrðin í hans eigin ríki sner- ist í uppreisn, og Henry sem sá glögt að konungdæmið mundi ganga sjer úr greipum, varð þunglyndur, tortryggur og inni- lokaður. Síðustu stjórnarár hans urðu landinu hin óheillavænleg- ustu. Svörtu þegnarnir hans töldu liann nýjan Dessaline og þráðu sitt fyrra líf á paradísar- eynni, þar sem enginn þurfti að vinna til að lifa. Enn sem komið var gat Henrv (reyst á her sinn, og með járn- hnefa sínum barði hann þá nið- ur, sem dirfðust að rísa gegn vilja hans. Virkin í sunnanverðu landinu styrkti hann í skyndi. En örlögin áttu eftir að finna liann á óvæntan liátt. Síðla dags 15. ágúst 1820, þegar hann var viðstaddur guðsþjónustu, fekk hann skyndilega heilablæðingu. Það var farið með hann á auga- bragði til „Sans Souei“, en það- an breiddist strax út frjettin um sjúkdóm hans, frá einum bæ til annars. Með merkjum gáfu bændurnir liver öðrum til kynna að frelsisstundin væri nú loks upprunnin. Þeir lásu vilja örlag- anna í þessum atburði. Alger- lega lamaður lá Henry í höll sinni og lieyrði trumbusláttinn utan frá sem varð æ viltari. Henry Christopher lá á sjúkra- beði í „Sans Souei“ og vissi hvað var i aðsigi. Tilraun lians að inn- leiða menninguna á Haiti liafði mishepnast. A sömu stund og bóndinn lagði frá sjer hakann, múrarinn skeiðina og hafnarverkamaður- inn neitaði að afgreiða skipin, notaði einn af skjólstæðingum Henry, sem hann har þó mest traust til, tækifærið til að svíkja yfirmann sinn og svifta konung- inn völdum, þar sem hann lá á banabeði. Að kvöldi þess 8. okt- óber fekk Henry fregnir um það, að hershöfðinginn, Joacliim prins, hefði tekið höndum sam- an við stjórnina í Port Au Prince og sameinað hersveitir sínar lýð- veldishernum, sem hann hafði verið sendur til að berjast við. Nú vissi Henry að alt var tap- að og bað um að mega vera einn. Ilann sendi jafnvel liand- gengnasta þjón sinn út úr her- berginu, sem liann gat þó ó- mögulega án verið. Þegar skrillinn rjeðist um nótt- ina á liöll hins hataða konungs og vopnagnýr og fótatak þús- undanna færðist nær, náði Henry í silfurbúna byssu með mestu erfiðismunum og skaut sig í liöfuðið. Fyrsti og seinasti konungur- inn, sem verið hefir á Haiti var Iiðið lík. — — SABÚ ER ORÐINN KNATTSPYRNUMAÐUR. Ungi Indverjinn Sabú, sem kunn- ur er sem kvikmyndahetja, og dvel- ur nú í Englandi, hefir mikinn á- liuga fyrir knattspyrnu. Á myndinni er hann að fara í knattspyrnustig- vjelin sín fyrir kappleikinn, þar sem hann er markvörður. Sahu er ekki nema 15 vetra. STRADIVARIUS. Hinn frægi enski hljómlistarmað- ur, Henry Wood, hefir fengið eina af hinum fágætu Stradivariusfiðlum að gjöf í tilefni af að hann hefir verið hljómlistarstjóri í 50 ár. Á myndinni er hann að skoða kjör- gripinn ásamt vini sínum. EINKENNILEGUR SÁTTMÁLI. Lebrun forseti segir frá. Fyrir skömrnu sagði Lebrun for- seli smásögu þá er hjer fer á eftir, í Elyséehöllinni, við opinbera mót- töku. Hún er um sáttmála, er gerður var milli franska lýðveldisins og negrafoi-seta nokkurs i Kongo. Við þenna sáttmála, sem þeir stóðu að Makoko negrakonungur og Lavignan de Brazza, fekk Frakkland stór iandsvæði í Kongo. Af tilviljun fekk Lebrun, sem þa var nýlendumálaráðherra löngun til að kynna sjer einstök atriði samn- ingsins. Honum tii undrunar fanst skjalið er samningurinn var gerður á hvergi, en að lokum komst hann að því að það mundi vera geymt hjá Fournier ofnrsta, sem var bú- settur í Suður-Frakklandi. Lebrun náði sambandi við hanu og ofurstinn kom til Parísar og heimsótti ráðherrann. — Hafið þjer skjaiið, spurði Lebrun. — Já, var svarað. — Hvernig leyfið þjer yður að halda svona merkilegu plaggi hjá yður i mörg ár! Ofurstinn var fús lil að sýna ráð- herranum samninginn, en þvi mið- ur sæi hann sjer ekki fært að láta hann af hendi. — Jeg held þjer sjeuð ekki með öllum mjalla, sagði ráðherrann gram ur. — Gamli ofurstinn brosti, bretti upp jakkaerminni og sýndi honuni á sjer liandlegginn, sem var allur „tattóv- eraður“. Hjerna hafið þjer nú samn- inginn sagði hann. — Makoko kon- ungur og jeg blönduðum hlóði sam- an og að þvi búnu var samningur- inn tatóveraður á handlegginn á mjer! Við rannsóknir í Danmörku und- anfarið hefir það koniið i ljós, að Danir hafa stækkað að meðaltali uin tvo centimetra á síðnstu 20 árum. í Bandaríkjunum græddu 55 menn yfir miljón dollara árið sein leið. Pearl Buck, Nóbelverðlaunakon- an, hefir nú gefið út nýja bók og er efni liennar um .striðið í Iíína. í Englandi á að liafa verið fundin upp ný tegund málningar, sem tryggir hús gegn loftárásum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.