Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 9
F A L K 1 N N 9 nokkrar mínútur, þangað til þjónn kapteinsins kom aftur inn í búðina. „Þjer eruð seinn í förum, lir. Simpson,“ sagði Cairns kapt- einn, en það kemur að vísu ekki að sök núna. Þjer getið hjálpað mjer út úr vandræðum.“ Og svo sneri liann sjer að skart- gripasalanum og sagði: „Mjer var að detta í hug í þessu, að konan mín, sem er lieima á gistihúsinu, getur liklega hjálp- að mjer og útvegað mjer upp- iiæðina i peningum. Bróðir hennar er bankastjóri og á heima rjett hjá gistiliúsinu. Jeg ætla að senda Simpson til lienn- ar með hlað, og þegar hann kemur aftur get jeg borgað pen- ingana og tekið gulldiskinn með mjer.“ Þetta gerði Cliilten sig ánægð- an með og meira en það. Hann varð svo hrifinn af þessari uppá- slungu, að hann hálf skammað- isl sin fyrir að hafa verið svona efandi um, að kapteinninn væri heiðarlegur maður. „Það er ágætt, lierra kap- teinn,“ flýtti hann sjer að segja. „Hjer er penni og hlek“. Og i óðagotinu var hann rjett að því kominn að rjetta stólinn sinn fyrir húðarhorðið, en kapteinn- inn afstýrði því. „Jeg hefi ekki getað komist upp á að skrifa með vinstri hendi,“ sagði hann al'sakandi,“ svo að jeg verð að biðja vður um, að skrifa orðsendinguna fyrir mig, eftir því, sem jeg les. fyrir, og svo skrifa jeg sjálfur fangamarkið mitt undir.“ „Með ánægju,“ sagði skart- gripasalinn og greip penna- skaftið. „Kæra Mary,“ hyrjaði kap- teinninn. „Yegna þess að gæfan hefir brosað hlýlegar við mjer en nokkurntíma áður á æfinni, hefi jeg tækifæri til að gera ó- venjulega góða verslun núna. Mjer hefir l)oðist gamall diskur úr skíru gulli fyrir 5000 dollara út i hönd, og af því að mjer leik- ur mjög hugur á, að ná í þennán sjaldgæfa grip, hefi jeg ákveðið að kaupa hann. - Sendu mjer fimm þúsund dollara til baka með sendimanninum.“ Cairns kapteinn las hlaðið. , Þakka yður fyrir,“ sagði hann kurteislega, tók pennaskaftið i vinstri hönd og skrifaði fanga- markið sitt undir. Fjekk síðan þjóni sínum hlaðið og hann livari' þegar úl. „Jeg geri ráð fyrir, að sendi- inaður minn verði að minsta kosti klukkutíma í hurtu og ]>essvegna ætla jeg að stytta mjer stundir á rneðan og ganga lijerna um nágrennið,“ sagði kapteinn- inn við skartgripasalann. „Mjer þætti vænt um, að þjer hyggjuð um gulldiskinn á meðan, vefðuð vel utan um hann og settuð fall- egar umhúðir á liann, svo að þjónninn minn geti tekið hann með sjer ]>egar alt er klappað og klárt.“ „Það skal all verða i lagi, þeg- ar þjer komið aftur, Cairns kapteinn," sagði Chilten, sem var nú orðinn sannfærður um, að þetta mundi verða mesti happadagurinn á æfi lians. Klukkan kortjer yfir fjögur var gulldiskurinn kominn í fín- an og mjúkan silkipappír og dýrindis öskju. Klukkan hálf sex var húið að letra nafn Ca- irns kapteins á pappann, með fallegum stöfum. Þegar klukk- an var sex var pakkinn enn ó- farinn úr búðinni, því að kap- teinninn og þjónn hans voru enn ókomnir aftur. En skart- gripasalinn furðaði sig ekkert á þessu. Og þegar hann lokaði húðinni klulckan sjö eftir dags- ins erfiði, var honum ekkert ó- rótt, þó að pakkinn væri enn í hans vörslum. Það var ntjög skiljanlegt, lmgsaði hann með sjer, að frú Cairns hefði ekki getað náð í peningana undir eins, og það lá mjög nærri að halda, að á- stæðan væri sú, að bankastjór- inn hróðir hennar hefði ekki verið heima, jtegar hún kont til lians. Og væri Cairns prakkari þá var heldui’ enginn skaði skeður. í því falli hafði hann beðið <)- sigur. Það var því engin furða þó að skartgripasalinn brosti í skeggið, þegar hann kom heim í forstofuna hjá sjer klukkan kortjer fyrir átta. í stað þess að konan hans tæki á nióti ltonum með smell- kossi eins og hún var vön þegar liann kom heint úr búðinni, kall- aði hún lil hans: „Komust pen- ingárnir til þín i tæka tíð, Sam?“ „Hvaða peninga áttu við, gæska?“ spurði hann dálítið for- viða, en ofur rólegur. „Vitanlega fimm þúsund doll- ararnir, sem þú sendir eftir og jeg sendi þjer klukkan fjögur.“ Það fór titringur um allan skrokkinn á skartgripasalanum, en eftir ollum sólarmerkjum að dænta var þetta einliver mein- loka í heilabúinu á gæskunni ltans. „Þú ert að gera að gamni þínu, Mary!“ sagði hann glað- klakkalega og nteð uppgerðár- hlátri. „Ertu kanske að meina peningana, sem jeg kom með heim hingað i morgun til þess að horga henni frú Brownlee gulldiskinn? Jeg hjelt að þú viss- ir ekki af þeim. Jeg ætlaði ekki að láta þig vita neitt um þetta fyr en verslunin væri um götur gerð.“ „Þetta kemur mjer dálítið kynlega fvrir sjónir, Sam,“ svar- aði hún. „Er þjer alvara að halda, að jeg þekki ekki rithönd- ina þína eftir þrjátíu ára hjóna- hand? Skrifaðir þú ekki orð- sendingu i húðinni í dag síðdegis og sagðir mjer, að þú hefðir fengið besta tækifærið á æfinni til að gera góða verslun, og að sendillinn ætti að hafa með sjer fimm þúsund dollara til þess að itorga gulldisk, sem þú ætlaðir að kaupa?“ Samuel Chilten riðaði á gólf- inu og ltneig svo niður á stól. Ákveðnir hlutir, sem hann hafði sjeð nióta fyrir gegnunt gráa þoku og miklar efasentdir, fóru nú að taka á sig vissa mynd. „Cairns kapteinn“ var aðalper- sónan í þessari mynd, og var að lesa honum fyrir orðsendingu sent ltann - Chilten hafði skrifað. Það kom kökktir fyrir brjóstið á honnnt þegar hann athugaði, að bæði nöfnin, Step- hen Cairns og Santuel Cliilten, áltu sama fangamarkið. Hann hafði ekki veitt þessu athygli þegar hann skrifaði orðsending- una, en hinu hafði hann tekið eftir, að konan hans og hin upp- gerða kona svindlarans hjetu háðar Mary. „Sýndu ntjer hlaðskrattaiin!“ hvíslaði hann. Og hann las bleð- ilinn að minsta kosti tólf sinn- um. Mesti gæfudagujr hans sem ltaupmaitns hafði ó svipstundu snúist í mesta ógæfudag lians. NÝTÍSKU SKJALDMEY. Þessi stífallegi kjóll með hettu er prjónaSur úr málmþræði og minnir á hringabrynjurnar, sem hermenn- irnir báru í gamla daga. 1 Anteriku hefir nýlega verið smíð- aður 500 hestafla flugvjelalireyfill sem er þrisvar sinnum ljettari en venjulegir flugvjelahreyflar, miðað við hestafl, og er talinn eyða fjórum sinnunt ntinna eldsneyti en aðrir hreyflar. Hefir hann verið reyndur i lítilli sprengjuvarpsflugvjel og get- ur borið uppi eldsneyti, sent endisl honum til 15.000 kílómetra flugs. Gott mannorð, sent týnist, verður aldrei aftur unnið til fulls. IÍÝRTETRIÐ LENTI í SVALLI. Kýr, sent er í eign bónda eins í Tranás í Svíþjóð lenti í meiri háttar æfintýri fyrir skömmu. Þegar bónd- inn kont heini eitt kvöldið og ætlaði að fara láta kýrnar inn, tók hann eftir því að besta mjólkurkýrin ltans var horfin. Það var leitað að henni dyrum og dyngjum, og það var ekki fyr en eftir marga daga að hún fansl í kjallara einum utan við bæinn. Vesalings skepnan liafði farið þang- að gegnum opið hlið, og eftir að hafa „spásserað“ kringum alskonar trje, kom hún auga á grænan bíett. í ákafa sínum eftir að fá sjer góðan bita varaði hún sig elcki á þvi að græni bletturinn var þakið á kjall- aranum. Og liún var ekki fyr komin út á blettinn en alt súnkaði með hana. Þegar fólk kom auga á kúna, var liúu alveg óð, sem átti ekki hvað síst rætur að rekja til þess að liún hafði fengið ærlegan sopa af lieima- brugguðu áfengi. Eftir að nauðsyn- legum undirbúningi liafði verið af- lokið, opnaði einhver hugrakkur maður dyrnar. Kýrin æddi út með öskri og óhljóðum, en eftir nokkra kollhnísa undir berum himni, varð lnin gæf eins og lamb, svo að teyma mátti liana heim. í kjallaranum var alt brotið og bramlað og bruggið var komið í gólfið, það sem kýrtetrið hafði ekki drukkið. Það er ekki svo lítilsvert að geta lægt reiði sína; það er engu minna í það varið en að hafa ekki orðið reiður. iVAOVlVlV Flestar dygðirnar í fari manns- ins eiga rætur að rekja lil heimil- isins. Þar stendur fyrsta vagga kær- leikans. Sá sem ekki hefir lært að elska þann stað, sem felur alt það fegursta í sjer, sem mannlífið á, liann lærir aldrei að elska neitt i heiminum. Eini ljónahárskerinn í heimi heitir Antonio Castellioni, er ítalskur að fæðingu og býr i New York. Hann fær 25 dollara fyrir klippinguna. Flughermaður Dryers í Washing- ton hefir lifibrauð af þvi að reyns nýjar gerðir af fallhlífum, sem her- málaráðuneytinu eru boðnar. Hann er búinn að fara 29 prófstökk. Atvinnulaus matsveinn, Garrich Lenglen, hefir fengið stöðu hjá Jolin D. Rochefeller sem „smakkari". — Rockefeller varð alvarlega veikur þegar gamli smakkarinn hans dó, og Lenglen gaf sig þá strax fram. Hann fekk stöðuna á augabragði og Roche- feller er nú byrjaður að borða aftur. í Bretagne voru nýlega 14 hundruð ungar stúlkur giftar sama daginn. Það er gömul trú í Bretagne að hjónabandið verði því aðeins liam- ingjusamt, að til þess sje stofnað i vikunni eftir páskana. Nýlega trúlofuðust A. Andersen í Gallivara, 82 ára gamalt, og Josef- ina Kem í Magnsuguby, (>0 ára. Þau liöfðu aðeins þekst í 10 daga, þegai" þau hjetu hvort öðru ævar- andi trygð. ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.